Meðferðarkjarninn rís - vandi krabbameinsdeildar er óleystur Halla Þorvaldsdóttir skrifar 15. september 2022 07:01 Húsnæðismál Landspítala voru til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1 í síðustu viku. Nýr meðferðarkjarni er farinn að rísa upp úr grunninum og eðlilegt að telja að mjög styttist í að húsnæðisvandi Landspítala verði úr sögunni og aðstaða verði til fyrirmyndar. Nýr meðferðarkjarni leysir hins vegar ekki öll mál. Hann leysir til dæmis ekki húsnæðisvanda dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga þar sem flest þeirra sem greinast með illkynja blóðsjúkdóma og krabbamein fá lyfjameðferð. Meðferð sem í mörgum tilvikum reynir mjög á bæði sjúklinga og aðstandendur, fólk sem oft er að takast á við eitt erfiðasta verkefni lífs síns. Húsnæði deildarinnar er löngu sprungið. Plássið er allt of lítið. Engin aðstaða er fyrir aðstandendur, ekki aðstaða til að matast og sjúklingar hafa takmarkaða möguleika á að eiga trúnaðarsamtöl í næði við heilbrigðisstarfsfólk. Aðgengi að snyrtingum er stórlega ábótavant. Starfsfólki er illmögulegt að sinna sínum störfum og annast um fólk með þeim hætti sem ætlast er til. Þessi deild verður ekki hluti af nýja meðferðarkjarnanum sem nú rís. Bjargast þetta ekki eins og hingað til? Nei, þetta bjargast ekki, það verður að koma aðstöðunni í lag. Spár um fjölgun krabbameinstilvika hér á landi gera ráð fyrir að krabbameinstilvikum muni fjölga um 40% til ársins 2035. Sífellt meiri árangur er af meðferð, sem þýðir bæði að fleiri læknast af krabbameinum og lifa með krabbamein sem langvinna sjúkdóma. Það kallar hins vegar oft á áframhaldandi þjónustu. Krabbameinsfélagið hefur ítrekað vakið athygli á bráðri nauðsyn þess að leysa húsnæðisvanda deildarinnar til að tryggja sjúklingum bestu þjónustu sem möguleg er og starfsfólki aðstæður sem eru til þess fallnar að það þrífist vel í starfi. Félagið gekk svo langt að lofa fjármagni til byggingar nýrrar deildar til að flýta fyrir. Því miður skilaði það ekki tilætluðum árangri. Í svörum stjórnvalda við fyrirspurnum Krabbameinsfélagsins hefur komið fram að skýrsla um ástandsmat á byggingum Landspítala er forsenda ákvarðana um framtíðarhúsnæði deildarinnar. Skýrslan átti að liggja fyrir í lok júní sl. en er væntanleg á næstu dögum. Krabbameinsfélagið bindur vonir við að með skýrslunni verði lögð fram tímasett áætlun um nýja dagdeild þar sem mögulegt er að mæta þeim verkefnum sem við blasa nú þegar og fram á veginn. Það einfaldlega þolir ekki bið. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál Landspítala voru til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1 í síðustu viku. Nýr meðferðarkjarni er farinn að rísa upp úr grunninum og eðlilegt að telja að mjög styttist í að húsnæðisvandi Landspítala verði úr sögunni og aðstaða verði til fyrirmyndar. Nýr meðferðarkjarni leysir hins vegar ekki öll mál. Hann leysir til dæmis ekki húsnæðisvanda dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga þar sem flest þeirra sem greinast með illkynja blóðsjúkdóma og krabbamein fá lyfjameðferð. Meðferð sem í mörgum tilvikum reynir mjög á bæði sjúklinga og aðstandendur, fólk sem oft er að takast á við eitt erfiðasta verkefni lífs síns. Húsnæði deildarinnar er löngu sprungið. Plássið er allt of lítið. Engin aðstaða er fyrir aðstandendur, ekki aðstaða til að matast og sjúklingar hafa takmarkaða möguleika á að eiga trúnaðarsamtöl í næði við heilbrigðisstarfsfólk. Aðgengi að snyrtingum er stórlega ábótavant. Starfsfólki er illmögulegt að sinna sínum störfum og annast um fólk með þeim hætti sem ætlast er til. Þessi deild verður ekki hluti af nýja meðferðarkjarnanum sem nú rís. Bjargast þetta ekki eins og hingað til? Nei, þetta bjargast ekki, það verður að koma aðstöðunni í lag. Spár um fjölgun krabbameinstilvika hér á landi gera ráð fyrir að krabbameinstilvikum muni fjölga um 40% til ársins 2035. Sífellt meiri árangur er af meðferð, sem þýðir bæði að fleiri læknast af krabbameinum og lifa með krabbamein sem langvinna sjúkdóma. Það kallar hins vegar oft á áframhaldandi þjónustu. Krabbameinsfélagið hefur ítrekað vakið athygli á bráðri nauðsyn þess að leysa húsnæðisvanda deildarinnar til að tryggja sjúklingum bestu þjónustu sem möguleg er og starfsfólki aðstæður sem eru til þess fallnar að það þrífist vel í starfi. Félagið gekk svo langt að lofa fjármagni til byggingar nýrrar deildar til að flýta fyrir. Því miður skilaði það ekki tilætluðum árangri. Í svörum stjórnvalda við fyrirspurnum Krabbameinsfélagsins hefur komið fram að skýrsla um ástandsmat á byggingum Landspítala er forsenda ákvarðana um framtíðarhúsnæði deildarinnar. Skýrslan átti að liggja fyrir í lok júní sl. en er væntanleg á næstu dögum. Krabbameinsfélagið bindur vonir við að með skýrslunni verði lögð fram tímasett áætlun um nýja dagdeild þar sem mögulegt er að mæta þeim verkefnum sem við blasa nú þegar og fram á veginn. Það einfaldlega þolir ekki bið. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar