75 milljarða krafa á Kópavogsbæ fer fyrir Hæstarétt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 22:45 Deilurnar hafa staðið í áratugi. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir 75 milljarða kröfu erfingja Sigurðar K. Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar. Erfingjarnir krefja Kópavogsbæ um milljarðana, en bærinn var sýknaður í Landsrétti í júní á þessu ári. Árið 2020 var Kópavogsbær dæmdur í héraði til að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir vegna eignarnáms bæjarins í landi Vatnsenda árið 2007. Kópavogsbær áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar, sem sýknaði sveitarfélagið af öllum kröfum erfingjanna. Í kjölfarið óskuðu erfingjarnir eftir áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti, sem varð við þeirri beiðni í dag. Það þýðir að Hæstiréttur muni taka málið efnislega fyrir, en búist er við dómi Hæstaréttar á fyrri hluta næsta árs. Dómkröfur erfingjanna eru þær að Kópavogsbær verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 74.811.389.954 kr., auk vaxta. Á mannamáli hljóðar krafan upp á tæplega sjötíu og fimm milljarða króna. Þá er ljóst að vextir frá 2013 og dráttarvextir frá 2014 hefðu aukið útgjöld Kópavogsbæjar mikið. Til vara krefjast erfingjarnir um 48 milljarða króna. Málaferlin spanna áratugi Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést árið 1966. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingarlands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Sá hæstaréttardómur er einn þeirra mýmörgu dóma á æðra dómstigi sem gengið hafa í málinu. Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Tengdar fréttir Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05 Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Árið 2020 var Kópavogsbær dæmdur í héraði til að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir vegna eignarnáms bæjarins í landi Vatnsenda árið 2007. Kópavogsbær áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar, sem sýknaði sveitarfélagið af öllum kröfum erfingjanna. Í kjölfarið óskuðu erfingjarnir eftir áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti, sem varð við þeirri beiðni í dag. Það þýðir að Hæstiréttur muni taka málið efnislega fyrir, en búist er við dómi Hæstaréttar á fyrri hluta næsta árs. Dómkröfur erfingjanna eru þær að Kópavogsbær verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 74.811.389.954 kr., auk vaxta. Á mannamáli hljóðar krafan upp á tæplega sjötíu og fimm milljarða króna. Þá er ljóst að vextir frá 2013 og dráttarvextir frá 2014 hefðu aukið útgjöld Kópavogsbæjar mikið. Til vara krefjast erfingjarnir um 48 milljarða króna. Málaferlin spanna áratugi Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést árið 1966. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingarlands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Sá hæstaréttardómur er einn þeirra mýmörgu dóma á æðra dómstigi sem gengið hafa í málinu.
Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Tengdar fréttir Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05 Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05
Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41
75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent