Fótbolti

Bróðir Paul Pogba hnepptur í varðhald

Atli Arason skrifar
Mathias Pogba er nú í haldi lögreglu.
Mathias Pogba er nú í haldi lögreglu. Twitter

Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hefur gefið sig fram við yfirvöld í Frakklandi og situr nú í varðhaldi vegna tilrauna til fjárkúgana gegn bróðir sínum.

Í kringum síðustu mánaðamót greindi Paul Pogba frá því að bróðir hans Mathias færi fyrir hóp manna sem reyndu m.a. að kúga út úr honum 13 milljónir evra. Mathias birti myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hótaði að birta upplýsingar sem myndu koma Paul Pogba illa fyrir.

„Allur heimurinn, aðdáendur bróðir míns, franska landsliðið, Juventus og aðrir liðsfélagar hans eiga skilið að vita ákveðna hluti,“ sagði Mathias Pogba í myndbandi sem hann birti undir lok ágúst mánaðar.

Paul Pogba hefur nú þegar greitt 100 þúsund evrur, af þeim 13 milljónum sem gengi Mathias Pogba telur hann skulda sér, samkvæmt upplýsingum frá frönskum miðlum

Franski miðilinn Le Monde greinir frá því í dag að Mathias Pogba, ásamt þremur öðrum mönnum, hafi gefið sig fram við lögregluyfirvöld í Frakklandi og er nú í varðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Mathias Pogba kveðst samvinnufús og tilbúinn að vinna með frönskum yfirvöldum en hann heldur því fram að fjölmiðlar hafi blásið málið upp meira en þörf var á.


Tengdar fréttir

Mbappé um Pogba-málið: „Orð gegn orði“

Kylian Mbappé segist treysta Paul Pogba þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann hafi leitað til töfralæknis til að leggja bölvun á félaga í franska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×