Leikurinn var jafn framan af en Kiel leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Síðari hálfleikurinn var eign Kiel sem leiddi alveg frá upphafi til leiksloka. Orri skoraði markið sitt á 53. mínútu leiksins til að minnka muninn niður í 9 mörk áður en Kiel kláraði leikinn betur og vann að lokum tíu marka sigur, 36-26.
Harald Reinkind, leikmaður Kiel og Uros Borzas, leikmaður Elverum, voru markahæstu leikmenn leiksins, báðir með sex mörk.
Eftir fyrstu umferð B-riðils er Kiel á toppnum með tvö stig en Elverum er á botninum án stiga. Næsti leikur Orra Freys og félaga í Meistaradeildinni er gegn Aroni Pálmarssyni og hans liðsfélögum í Álaborg á miðvikudaginn næsta.