Alvarleg teikn á lofti – áskorun til íslenskra stjórnvalda Stella Samúelsdóttir skrifar 15. september 2022 10:31 Stöðugar fréttir af auknu hatri og óþoli í garð hinsegin fólks á Íslandi eru alvarleg teikn á lofti sem bregðast verður við. Í morgun var meðal annars fjallað um áhyggjur Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar af stöðu hinsegin barna og ungmenna sem hafa í auknum mæli verið að segja frá alvarlegum hótunum og aðkasti innan veggja skóla. Mannréttindi eiga undir högg að sækja um allan heim og því gríðarlega mikilvægt að spyrna fótum við þeirri þróun. Eitt mikilvægasta vopnið gegn fordómum og fáfræði er aukin fræðsla, upplýst umræða og samheldni samélagsins um að standa vörð um ákveðin gildi á borð við jafnrétti, frelsi og mannréttindi. Mannréttindi jaðarsettra hópa hafa sjaldnast dottið af himnum ofan, kynslóðir eftir kynslóðir börðust fyrir aukinni viðurkenningu og mannvirðingu. Fyrir skilningi á því að við erum ólík. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þessu samhengi á meðan önnur eiga enn langt í land. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur sett mannréttindi sem leiðarstef í innanríkis- og utanríkisstefnu sinni og náð góðum árangri. Allt frá Vigdísi Finnbogadóttur yfir til Jóhönnu Sigurðardóttur. Konur sem ruddu svo sannarlega brautina á heimsvísu í nafni íslenskrar þjóðar. Táknmyndir um möguleika, sem ég veit að margar þjóðir líta hýru auga að verði að veruleika einn daginn hjá þeim líka. Mikilvæg undirskriftarsöfnun Þess vegna er svo sláandi að lesa fréttir af aukinni tíðni hatursorðræðu og glæpa hér á landi í garð hinsegin fólks. UN Women á Íslandi ákvað að varpa ljósi á stöðu hinsegin fólks á heimsvísu með Fokk ofbeldi herferðinni sem hófst á dögunum með sölu FO vettlinga. Allur ágóði af sölunni mun renna í hinsegin sjóð UN Women sem nú stendur tómur. Við tókum þá ákvörðun að samhliða því að safna fjármunum fyrir fjársveltan sjóð ytra, væri einnig mikilvægt að hreyfa við hlutunum hér heima. Enda hefur umræðan um bakslag verið hávær síðustu mánuði. Við hófum því undirskriftarátak í því skyni að hvetja almenning til að taka skýra afstöðu með réttindum hinsegin fólks og skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við því bakslagi í hinsegin baráttunni sem virðist hafa skotið rótum í samfélaginu okkar. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á því að tryggja að löggjöf sé verndandi fyrir jaðarsetta hópa ásamt því að stuðla að forvirkum aðgerðum í formi fræðslu og upprætingu fordóma. Að sama skapi hvetjum við stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að aðrar þjóðir taki sér Ísland til fyrirmyndar og tryggi lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og núna að Ísland láti mannréttindarödd sína heyrast. Þú getur haft áhrif UN Women á Íslandi hvetur almenning til að skrifa undir þennan undirskriftarlista, taka þannig afstöðu með mannréttindum og þrýsta á íslensk stjórnvöld að tryggja virka hinseginfræðslu á öllum skólastigum um allt land um fjölbreytileikann og mannréttindi líkt og námsskrá segir til um og ungt fólk kallar eftir. UN Women á Íslandi mun afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra undirskriftarlistann að söfnun lokinni. Ég hvet þig til að taka afstöðu og skrifa undir hér Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Stöðugar fréttir af auknu hatri og óþoli í garð hinsegin fólks á Íslandi eru alvarleg teikn á lofti sem bregðast verður við. Í morgun var meðal annars fjallað um áhyggjur Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar af stöðu hinsegin barna og ungmenna sem hafa í auknum mæli verið að segja frá alvarlegum hótunum og aðkasti innan veggja skóla. Mannréttindi eiga undir högg að sækja um allan heim og því gríðarlega mikilvægt að spyrna fótum við þeirri þróun. Eitt mikilvægasta vopnið gegn fordómum og fáfræði er aukin fræðsla, upplýst umræða og samheldni samélagsins um að standa vörð um ákveðin gildi á borð við jafnrétti, frelsi og mannréttindi. Mannréttindi jaðarsettra hópa hafa sjaldnast dottið af himnum ofan, kynslóðir eftir kynslóðir börðust fyrir aukinni viðurkenningu og mannvirðingu. Fyrir skilningi á því að við erum ólík. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þessu samhengi á meðan önnur eiga enn langt í land. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur sett mannréttindi sem leiðarstef í innanríkis- og utanríkisstefnu sinni og náð góðum árangri. Allt frá Vigdísi Finnbogadóttur yfir til Jóhönnu Sigurðardóttur. Konur sem ruddu svo sannarlega brautina á heimsvísu í nafni íslenskrar þjóðar. Táknmyndir um möguleika, sem ég veit að margar þjóðir líta hýru auga að verði að veruleika einn daginn hjá þeim líka. Mikilvæg undirskriftarsöfnun Þess vegna er svo sláandi að lesa fréttir af aukinni tíðni hatursorðræðu og glæpa hér á landi í garð hinsegin fólks. UN Women á Íslandi ákvað að varpa ljósi á stöðu hinsegin fólks á heimsvísu með Fokk ofbeldi herferðinni sem hófst á dögunum með sölu FO vettlinga. Allur ágóði af sölunni mun renna í hinsegin sjóð UN Women sem nú stendur tómur. Við tókum þá ákvörðun að samhliða því að safna fjármunum fyrir fjársveltan sjóð ytra, væri einnig mikilvægt að hreyfa við hlutunum hér heima. Enda hefur umræðan um bakslag verið hávær síðustu mánuði. Við hófum því undirskriftarátak í því skyni að hvetja almenning til að taka skýra afstöðu með réttindum hinsegin fólks og skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við því bakslagi í hinsegin baráttunni sem virðist hafa skotið rótum í samfélaginu okkar. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á því að tryggja að löggjöf sé verndandi fyrir jaðarsetta hópa ásamt því að stuðla að forvirkum aðgerðum í formi fræðslu og upprætingu fordóma. Að sama skapi hvetjum við stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að aðrar þjóðir taki sér Ísland til fyrirmyndar og tryggi lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og núna að Ísland láti mannréttindarödd sína heyrast. Þú getur haft áhrif UN Women á Íslandi hvetur almenning til að skrifa undir þennan undirskriftarlista, taka þannig afstöðu með mannréttindum og þrýsta á íslensk stjórnvöld að tryggja virka hinseginfræðslu á öllum skólastigum um allt land um fjölbreytileikann og mannréttindi líkt og námsskrá segir til um og ungt fólk kallar eftir. UN Women á Íslandi mun afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra undirskriftarlistann að söfnun lokinni. Ég hvet þig til að taka afstöðu og skrifa undir hér Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun