Ungar stúlkur bregðast við Litlu hafmeyjunni: „Hún er dökk eins og ég!“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. september 2022 15:29 Leikkonan Halle Bailey fer með hlutverk hafmeyjunnar Aríel við mikla lukku dökkra stúlkna. Getty/Corey Nickols Myndbönd hafa gengið um netheima þar sem sjá má viðbrögð ungra stúlkna við fyrstu stiklu úr væntanlegri kvikmynd um Litlu hafmeyjuna. Hjartnæm viðbrögð stúlknanna við húðlit hafmeyjunnar hafa vakið athygli en í kvikmyndinni er Aríel dökk á hörund. Leikin útgáfa af kvikmyndinni um Litlu hafmeyjuna kemur út á næsta ári. Disney birti örstiklu úr myndinni fyrir nokkrum dögum. Í stiklunni fengu áhorfendur að berja hina nýju Aríel augum í fyrsta sinn. Vakti það athygli að í þessari kvikmynd er Aríel dökk á hörund. Nokkrir foreldrar dökkra stúlkna tóku viðbrögð dætra sinna við stiklunni upp á myndband og deildu á samfélagsmiðlinum TikTok. Óhætt er að segja að hjartnæm viðbrögð þeirra hafi hreyft við netverjum. @zaneholmestiktok Black kids react to little mermaid trailer! original sound - Zane Vill sýna stúlkunum að þær geti líka verið prinsessur Hin tuttugu og tveggja ára gamla leikkona Halle Bailey fer með hlutverk hafmeyjunnar Aríel. Var það gert opinbert fyrir nokkrum árum síðan að Bailey skyldi fara með hlutverkið. Vakti það talsvert umtal þar sem Aríel hefur hingað til verið hvít líkt og flestar aðrar Disney prinsessur. „Ég vil að litla stúlkan innra með mér og allar aðrar stúlkur eins og ég viti að þær séu einstakar og að þær séu fullfærar um að vera prinsessur. Það er ekkert sem segir að þær geti ekki verið prinsessur. Þessi viðurkenning var eitthvað sem ég þurfti,“ sagði Bailey í viðtali við tímaritið Variety. Myndböndin af ungu stúlkunum hafa ekki farið framhjá leikkonunni sem brást við á Instagram síðu sinni í gær. „Fólk hefur verið að senda mér þessi viðbrögð núna um helgina og ég er svo sannarlega orðlaus. Að sjá viðbrögð þessara ungu barna gerir mig svo meyra. Þetta er mér hjartans mál. Takk fyrir allan stuðninginn.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Bailey (@hallebailey) Melissa McCarthy verður illmennið Úrsúla Kvikmyndin um litlu hafmeyjuna er væntanleg árið 2023. Leikstjóri myndarinnar er Rob Marshall. Hann hefur komið að gerð mynda á borð við Pirates of the Caribbean, Chicago og Annie. Leikkonan Melissa McCarthney mun fara með hlutverk illmennisins Úrsúlu. Þá fer leikarinn Jonah Hauer-King með hlutverk draumaprinsins Eriks. Hér að neðan má sjá örstiklu úr myndinni en ætla má að stikla í fullri lengd sé væntanleg á næstu misserum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. 11. september 2022 14:00 Halle Bailey ráðin í hlutverk hafmeyjunnar Aríel í nýrri mynd frá Disney Leikin útgáfa Litlu Hafmeyjunnar er í bígerð hjá Disney en teiknimyndin um Aríel, Úrsúlu, Flumbra, Sæfinn og Skutul kom út árið 1989 og byggir á sögunni eftir Hans Christian Andersen. 4. júlí 2019 11:00 Fer að ráðum Beyoncé fyrir Litlu hafmeyjuna Halle Bailey, söng- og leikkona, segist fara eftir ráðum Beyoncé þegar kemur að undirbúningi fyrir endurgerð Litlu Hafmeyjunnar, en Halle mun fara með hlutverk Aríel í leiknu myndinni. 7. ágúst 2019 15:40 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Leikin útgáfa af kvikmyndinni um Litlu hafmeyjuna kemur út á næsta ári. Disney birti örstiklu úr myndinni fyrir nokkrum dögum. Í stiklunni fengu áhorfendur að berja hina nýju Aríel augum í fyrsta sinn. Vakti það athygli að í þessari kvikmynd er Aríel dökk á hörund. Nokkrir foreldrar dökkra stúlkna tóku viðbrögð dætra sinna við stiklunni upp á myndband og deildu á samfélagsmiðlinum TikTok. Óhætt er að segja að hjartnæm viðbrögð þeirra hafi hreyft við netverjum. @zaneholmestiktok Black kids react to little mermaid trailer! original sound - Zane Vill sýna stúlkunum að þær geti líka verið prinsessur Hin tuttugu og tveggja ára gamla leikkona Halle Bailey fer með hlutverk hafmeyjunnar Aríel. Var það gert opinbert fyrir nokkrum árum síðan að Bailey skyldi fara með hlutverkið. Vakti það talsvert umtal þar sem Aríel hefur hingað til verið hvít líkt og flestar aðrar Disney prinsessur. „Ég vil að litla stúlkan innra með mér og allar aðrar stúlkur eins og ég viti að þær séu einstakar og að þær séu fullfærar um að vera prinsessur. Það er ekkert sem segir að þær geti ekki verið prinsessur. Þessi viðurkenning var eitthvað sem ég þurfti,“ sagði Bailey í viðtali við tímaritið Variety. Myndböndin af ungu stúlkunum hafa ekki farið framhjá leikkonunni sem brást við á Instagram síðu sinni í gær. „Fólk hefur verið að senda mér þessi viðbrögð núna um helgina og ég er svo sannarlega orðlaus. Að sjá viðbrögð þessara ungu barna gerir mig svo meyra. Þetta er mér hjartans mál. Takk fyrir allan stuðninginn.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Bailey (@hallebailey) Melissa McCarthy verður illmennið Úrsúla Kvikmyndin um litlu hafmeyjuna er væntanleg árið 2023. Leikstjóri myndarinnar er Rob Marshall. Hann hefur komið að gerð mynda á borð við Pirates of the Caribbean, Chicago og Annie. Leikkonan Melissa McCarthney mun fara með hlutverk illmennisins Úrsúlu. Þá fer leikarinn Jonah Hauer-King með hlutverk draumaprinsins Eriks. Hér að neðan má sjá örstiklu úr myndinni en ætla má að stikla í fullri lengd sé væntanleg á næstu misserum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. 11. september 2022 14:00 Halle Bailey ráðin í hlutverk hafmeyjunnar Aríel í nýrri mynd frá Disney Leikin útgáfa Litlu Hafmeyjunnar er í bígerð hjá Disney en teiknimyndin um Aríel, Úrsúlu, Flumbra, Sæfinn og Skutul kom út árið 1989 og byggir á sögunni eftir Hans Christian Andersen. 4. júlí 2019 11:00 Fer að ráðum Beyoncé fyrir Litlu hafmeyjuna Halle Bailey, söng- og leikkona, segist fara eftir ráðum Beyoncé þegar kemur að undirbúningi fyrir endurgerð Litlu Hafmeyjunnar, en Halle mun fara með hlutverk Aríel í leiknu myndinni. 7. ágúst 2019 15:40 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. 11. september 2022 14:00
Halle Bailey ráðin í hlutverk hafmeyjunnar Aríel í nýrri mynd frá Disney Leikin útgáfa Litlu Hafmeyjunnar er í bígerð hjá Disney en teiknimyndin um Aríel, Úrsúlu, Flumbra, Sæfinn og Skutul kom út árið 1989 og byggir á sögunni eftir Hans Christian Andersen. 4. júlí 2019 11:00
Fer að ráðum Beyoncé fyrir Litlu hafmeyjuna Halle Bailey, söng- og leikkona, segist fara eftir ráðum Beyoncé þegar kemur að undirbúningi fyrir endurgerð Litlu Hafmeyjunnar, en Halle mun fara með hlutverk Aríel í leiknu myndinni. 7. ágúst 2019 15:40