Tryggvi Helgason hlaut Míuverðlaunin: „Falinn gimsteinn barnalæknanna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. september 2022 14:01 Frá afhendingu Míuverðlaunana. Míuverðlaunin Míuverðlaunin voru afhent í þriðja sinn við hátíðlega athöfn á Spritz Venue Reykjavík í gær. Tíu heilbrigðisstarfsmenn sem vinna með langveikum börnum voru heiðraðir á viðburðinum. „Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera „bara vinnan sín“ getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfsstétt sem er, hvar á landinu sem er,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. 24 heilbrigðisstarfsmenn voru tilnefndir í ár. Valnefnd Míuverðlaunanna valdi svo topp 10 hópinn sem mættur var á Spritz Venue nú í kvöld. Hópurinn var heiðraður á fallegum viðburði sem haldin var af Mia Magic, sem er góðgerðarfélagið sem stendur á bakvið þessi fallegu og einstöku verðlaun. Epal eru aðalstyrktaraðilar verðlaunanna í ár og leyndi það sér ekki að viðburðurinn var einstaklega fallegur. Patricia Arjona, innanhússarkitekt, stíliseraði viðburðinn. Mikið þakklæti lá í loftinu á viðburðinum. Tryggvi Helgason, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins og Domus Medica, hlaut Míuverðlaunin að þessu sinni. Brynja Dan, athafnakona, afhenti Míuverðlaunin ásamt Ingu Elínu einni virtustu handverkskonu evrópu, sem hannaði verðlaunagripinn. Skúlptúrinn, prýðir fallega orðið “hugrekki” sem hefur verið einkennisorð Mia Magic og er tekið úr fyrstu bókinni, Mía fær lyfjabrunn. Eva Ruza, Brynja Dan og Hlynur Atli.Míuverðlaun Sérfræðingur í offitu barna „Tryggvi ákvað aðeins sex ára gamall að hann ætlaði að mennta sig sem læknir, en hann er af þriðju kynslóð lækna í beinan karllegg. Afi hans var fyrsti prófessor Íslands í barnalækningum. Faðir Tryggva starfaði sem geðlæknir en áhugi hans lá í svefnrannsóknum og síðar þróun á svefnmælitækjum,“ kom fram í ræðu um Tryggva á viðburðinum. „Tryggvi stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlið, þaðan lá leið hans í læknadeild Háskóla Íslands. Tryggvi lét þó erfitt háskólanám ekki duga því eins og hann segir sjálfur: Meðan ég var í læknisfræðinni var ég í tvö ár í Söngskóla Reykjavíkur. Eftir kandidatsárið tók ég mér svo árs frí frá dagvinnu, vann á vöktum en kláraði 7. og 8. stig í klassískum söng! Tryggvi hélt síðan út til Rotterdam í Hollandi þar sem sérnám í barnalækningum varð fyrir valinu.“ Í Rotterdam starfaði Tryggvi sem barnalæknir á Sophia barnaspítalanum þangað til hann flutti aftur heim til Íslands árið 2007. Hann hóf störf hjá Domus Medica og árið 2011 byrjaði hann að starfa á barnaspítala Hringsins og starfar Tryggvi í dag á báðum stöðum. „Tryggvi stofnaði Heilsuskólann sem er starfræktur á göngudeild barnaspítala Hringsins. Áhugi hans á offitu barna kviknaði þegar hann var í Rotterdam í sérnámi og hefur hann síðan þá verið helsti sérfræðingur okkar hér á landi í þeim málaflokki.“ Tryggvi Helgason barnalæknir.Míuverðlaunin Alltaf tilbúinn að hlusta Í umsögnum foreldranna sem tilnefndu Tryggva má sjá að hann hefur einstakt lag á að hlusta. „Tryggvi er alltaf til taks sama hvað. Við eigum barn með flókið tilfelli af sjúkdóm sem erfitt er að greina ásamt öðrum sjúkdóm sem er mjög sjaldgæfur. Læknar erlendis hafa skoðað hans sjúkrasögu og hafa ekki treyst sér að gefa nein ráð hingað til. Þegar okkar læknar sem sjá um mál barnsins eru vant við látnir er Tryggvi einn af þeim læknum sem þorir að taka ákvarðanir. hann hlustar á mig/móður barnsins og spyr mig til dæmis hvað ég haldi að málið sé áður en að hann skoðar barnið.“ „Oft hef ég rétt fyrir mér en ekki alltaf en hann er alltaf tilbúinn að hlusta, kynnast okkur sem fjölskyldu og það allra mikilvægasta er að hann spyr hvernig okkur líður andlega lika.“ Míu verðlaunin Hættir ekki fyrr en hann finnur lausn „Tryggvi er falinn gimsteinn barnalæknanna. Við leitum til hans einnig þó um veikindi sé ekki að ræða. Við förum stundum og ræðum bara málin og ræðum hversu mikilvægt það er til dæmis að hugsa vel um sál og líkama, sofa vel, næra sig vel og hreyfa sig. Þetta er alls ekki nógu mikið rætt við foreldra og börn sem lifa við langveikindi. Það hefur mikil áhrif á börnin að fá pepp í þessum málum líka og er Tryggvi alltaf tilbúinn í að hitta okkur fyrir það.“ „Tryggvi er okkar "go to" læknir þegar okkar læknir sem stjórnar meðferð og öðru er ekki við og biður okkar læknir okkur einmitt um að fara til Tryggva þegar hann getur ekki hitt á okkur ef hann er til dæmi erlendis eða í fríi. Svo það er gott samstarf á milli okkar allra sem er mjög dýrmætt.“ „Tryggvi er hreinn og beinn og það sem mér þykir mest vænt um er þegar hann segir bara hreint út: ég veit það ekki, ég þarf að hringja i vin. Tryggvi á skilið Míuverðlaunin þvi hann er læknir sem hugar að allri fjölskyldunni, hlustar og hættir ekki fyrr en hann finnur viðeigandi lausn eða aðila sem getur fundið þessa lausn.“ Gefa hjartað í starfið Míuverðlaunin eru hluti af félagi sem ber nafnið Mia Magic og er stofnað af Þórunni Evu G. Pálsdóttur eftir að hún gaf út bókina Mía fær Lyfjabrunn. Fríða Björk Arnardóttir kom svo inn í verkefnið og bjuggu þær stöllur til Míuverðlaunin. Þau voru afhent í fyrsta skipti í apríl á þessu ári eins og fjallað var um hér á Vísi. „Innsti kjarni heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir langveikum börnum mætti á viðburðinn. Hópurinn sinnir þessum börnum af einskærri alúð og gefa þau öll sem eitt allt hjarta sitt til starfsins eins og fram kom í ræðum kvöldsins,“ segir í tikynningunni um verðlaunin. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Afhentu Barnaspítala Hringsins 30 Míu bangsa Styrktarfélagið Mia Magic afhenti Barnaspítala Hringsins 30 Míu bangsa í gær. Jón Sverrir Árnason, sonur Þórunnar Evu stofnanda Mia Magic, afhenti fyrsta Míu bangsann sem Barnaspítalinn fékk honum Sölva Páli Hólm. 8. apríl 2022 11:50 Þórunn Eva er framúrskarandi ungur Íslendingur Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin. 25. nóvember 2021 18:05 Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir hlaut Míuverðlaunin Míuverðlaunin voru afhent í annað sinn í gær við hátíðlega athöfn í Cava salnum. 42 heilbrigðisstarfsmenn sem vinna með langveikum börnum voru heiðraðir á viðburðinum. 22. október 2021 09:45 „Hún er líflína foreldra með barn í krabbameinsmeðferð“ Míuverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í dag og er Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, fyrsti viðtakandi þessara nýju verðlauna. 21. apríl 2021 16:38 „Þetta má bara vera ógeðslega erfitt og það má segja það“ Þórunn Eva G. Pálsdóttir er konan á bak við góðgerðarfélagið Mia Magic sem einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að fræða aðra. Sjálf er hún móðir tveggja langveikra drengja en þeir eru báðir með genagalla á ónæmiskerfinu. 11. maí 2022 22:01 „Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:16 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera „bara vinnan sín“ getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfsstétt sem er, hvar á landinu sem er,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. 24 heilbrigðisstarfsmenn voru tilnefndir í ár. Valnefnd Míuverðlaunanna valdi svo topp 10 hópinn sem mættur var á Spritz Venue nú í kvöld. Hópurinn var heiðraður á fallegum viðburði sem haldin var af Mia Magic, sem er góðgerðarfélagið sem stendur á bakvið þessi fallegu og einstöku verðlaun. Epal eru aðalstyrktaraðilar verðlaunanna í ár og leyndi það sér ekki að viðburðurinn var einstaklega fallegur. Patricia Arjona, innanhússarkitekt, stíliseraði viðburðinn. Mikið þakklæti lá í loftinu á viðburðinum. Tryggvi Helgason, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins og Domus Medica, hlaut Míuverðlaunin að þessu sinni. Brynja Dan, athafnakona, afhenti Míuverðlaunin ásamt Ingu Elínu einni virtustu handverkskonu evrópu, sem hannaði verðlaunagripinn. Skúlptúrinn, prýðir fallega orðið “hugrekki” sem hefur verið einkennisorð Mia Magic og er tekið úr fyrstu bókinni, Mía fær lyfjabrunn. Eva Ruza, Brynja Dan og Hlynur Atli.Míuverðlaun Sérfræðingur í offitu barna „Tryggvi ákvað aðeins sex ára gamall að hann ætlaði að mennta sig sem læknir, en hann er af þriðju kynslóð lækna í beinan karllegg. Afi hans var fyrsti prófessor Íslands í barnalækningum. Faðir Tryggva starfaði sem geðlæknir en áhugi hans lá í svefnrannsóknum og síðar þróun á svefnmælitækjum,“ kom fram í ræðu um Tryggva á viðburðinum. „Tryggvi stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlið, þaðan lá leið hans í læknadeild Háskóla Íslands. Tryggvi lét þó erfitt háskólanám ekki duga því eins og hann segir sjálfur: Meðan ég var í læknisfræðinni var ég í tvö ár í Söngskóla Reykjavíkur. Eftir kandidatsárið tók ég mér svo árs frí frá dagvinnu, vann á vöktum en kláraði 7. og 8. stig í klassískum söng! Tryggvi hélt síðan út til Rotterdam í Hollandi þar sem sérnám í barnalækningum varð fyrir valinu.“ Í Rotterdam starfaði Tryggvi sem barnalæknir á Sophia barnaspítalanum þangað til hann flutti aftur heim til Íslands árið 2007. Hann hóf störf hjá Domus Medica og árið 2011 byrjaði hann að starfa á barnaspítala Hringsins og starfar Tryggvi í dag á báðum stöðum. „Tryggvi stofnaði Heilsuskólann sem er starfræktur á göngudeild barnaspítala Hringsins. Áhugi hans á offitu barna kviknaði þegar hann var í Rotterdam í sérnámi og hefur hann síðan þá verið helsti sérfræðingur okkar hér á landi í þeim málaflokki.“ Tryggvi Helgason barnalæknir.Míuverðlaunin Alltaf tilbúinn að hlusta Í umsögnum foreldranna sem tilnefndu Tryggva má sjá að hann hefur einstakt lag á að hlusta. „Tryggvi er alltaf til taks sama hvað. Við eigum barn með flókið tilfelli af sjúkdóm sem erfitt er að greina ásamt öðrum sjúkdóm sem er mjög sjaldgæfur. Læknar erlendis hafa skoðað hans sjúkrasögu og hafa ekki treyst sér að gefa nein ráð hingað til. Þegar okkar læknar sem sjá um mál barnsins eru vant við látnir er Tryggvi einn af þeim læknum sem þorir að taka ákvarðanir. hann hlustar á mig/móður barnsins og spyr mig til dæmis hvað ég haldi að málið sé áður en að hann skoðar barnið.“ „Oft hef ég rétt fyrir mér en ekki alltaf en hann er alltaf tilbúinn að hlusta, kynnast okkur sem fjölskyldu og það allra mikilvægasta er að hann spyr hvernig okkur líður andlega lika.“ Míu verðlaunin Hættir ekki fyrr en hann finnur lausn „Tryggvi er falinn gimsteinn barnalæknanna. Við leitum til hans einnig þó um veikindi sé ekki að ræða. Við förum stundum og ræðum bara málin og ræðum hversu mikilvægt það er til dæmis að hugsa vel um sál og líkama, sofa vel, næra sig vel og hreyfa sig. Þetta er alls ekki nógu mikið rætt við foreldra og börn sem lifa við langveikindi. Það hefur mikil áhrif á börnin að fá pepp í þessum málum líka og er Tryggvi alltaf tilbúinn í að hitta okkur fyrir það.“ „Tryggvi er okkar "go to" læknir þegar okkar læknir sem stjórnar meðferð og öðru er ekki við og biður okkar læknir okkur einmitt um að fara til Tryggva þegar hann getur ekki hitt á okkur ef hann er til dæmi erlendis eða í fríi. Svo það er gott samstarf á milli okkar allra sem er mjög dýrmætt.“ „Tryggvi er hreinn og beinn og það sem mér þykir mest vænt um er þegar hann segir bara hreint út: ég veit það ekki, ég þarf að hringja i vin. Tryggvi á skilið Míuverðlaunin þvi hann er læknir sem hugar að allri fjölskyldunni, hlustar og hættir ekki fyrr en hann finnur viðeigandi lausn eða aðila sem getur fundið þessa lausn.“ Gefa hjartað í starfið Míuverðlaunin eru hluti af félagi sem ber nafnið Mia Magic og er stofnað af Þórunni Evu G. Pálsdóttur eftir að hún gaf út bókina Mía fær Lyfjabrunn. Fríða Björk Arnardóttir kom svo inn í verkefnið og bjuggu þær stöllur til Míuverðlaunin. Þau voru afhent í fyrsta skipti í apríl á þessu ári eins og fjallað var um hér á Vísi. „Innsti kjarni heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir langveikum börnum mætti á viðburðinn. Hópurinn sinnir þessum börnum af einskærri alúð og gefa þau öll sem eitt allt hjarta sitt til starfsins eins og fram kom í ræðum kvöldsins,“ segir í tikynningunni um verðlaunin.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Afhentu Barnaspítala Hringsins 30 Míu bangsa Styrktarfélagið Mia Magic afhenti Barnaspítala Hringsins 30 Míu bangsa í gær. Jón Sverrir Árnason, sonur Þórunnar Evu stofnanda Mia Magic, afhenti fyrsta Míu bangsann sem Barnaspítalinn fékk honum Sölva Páli Hólm. 8. apríl 2022 11:50 Þórunn Eva er framúrskarandi ungur Íslendingur Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin. 25. nóvember 2021 18:05 Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir hlaut Míuverðlaunin Míuverðlaunin voru afhent í annað sinn í gær við hátíðlega athöfn í Cava salnum. 42 heilbrigðisstarfsmenn sem vinna með langveikum börnum voru heiðraðir á viðburðinum. 22. október 2021 09:45 „Hún er líflína foreldra með barn í krabbameinsmeðferð“ Míuverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í dag og er Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, fyrsti viðtakandi þessara nýju verðlauna. 21. apríl 2021 16:38 „Þetta má bara vera ógeðslega erfitt og það má segja það“ Þórunn Eva G. Pálsdóttir er konan á bak við góðgerðarfélagið Mia Magic sem einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að fræða aðra. Sjálf er hún móðir tveggja langveikra drengja en þeir eru báðir með genagalla á ónæmiskerfinu. 11. maí 2022 22:01 „Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:16 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Afhentu Barnaspítala Hringsins 30 Míu bangsa Styrktarfélagið Mia Magic afhenti Barnaspítala Hringsins 30 Míu bangsa í gær. Jón Sverrir Árnason, sonur Þórunnar Evu stofnanda Mia Magic, afhenti fyrsta Míu bangsann sem Barnaspítalinn fékk honum Sölva Páli Hólm. 8. apríl 2022 11:50
Þórunn Eva er framúrskarandi ungur Íslendingur Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin. 25. nóvember 2021 18:05
Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir hlaut Míuverðlaunin Míuverðlaunin voru afhent í annað sinn í gær við hátíðlega athöfn í Cava salnum. 42 heilbrigðisstarfsmenn sem vinna með langveikum börnum voru heiðraðir á viðburðinum. 22. október 2021 09:45
„Hún er líflína foreldra með barn í krabbameinsmeðferð“ Míuverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í dag og er Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, fyrsti viðtakandi þessara nýju verðlauna. 21. apríl 2021 16:38
„Þetta má bara vera ógeðslega erfitt og það má segja það“ Þórunn Eva G. Pálsdóttir er konan á bak við góðgerðarfélagið Mia Magic sem einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að fræða aðra. Sjálf er hún móðir tveggja langveikra drengja en þeir eru báðir með genagalla á ónæmiskerfinu. 11. maí 2022 22:01
„Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:16