Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2022 14:04 Sunna Dóra Möller segir biskup hafa tekið vel á málinu. Digraneskirkja Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. Teymi þjóðkirkjunnar sem rannsakaði málið mat það svo að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hefði tvisvar orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum hefði hann orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Gunnar hefur nú látið af störfum við við Digranes- og Hjallaprestakall og áformað er að veita honum skriflega áminningu. Alls hafi hann tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn reglum þjóðkirkjunnar. Skýrslan tekur á málum sex kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni og einelti. Einn þeirra er Sunna Dóra Möller prestur í Hjallakirkju. Hún fagnar niðurstöðu teymis þjóðkirkjunnar. „Í fyrsta lagi er það léttir að það sé komin niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli. Mér finnst niðurstaðan mjög skýr og afgerandi. Mér fannst biskup Íslands sýna hugrekki í yfirlýsingu sinni í gær.“ Þar vísar Sunna til síðustu setninganna í tilkynningu þjóðkirkjunnar í gær, sem er eftirfarandi: „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“ „Sumir voru farnir að hugsa sér annan starfsvettvang. Það er svo algengt í svona þolendamálum almennt, þar sem vinnuumhverfi er ekki heilbrigt, að þolendur líta í eigin barm og skoða: Er eitthvað að hjá mér? Jú það er ákveðinn sigur að fá þetta staðfest á blaði, þetta átti sér stað. Ég myndi segja að það væri sigur.“ Ekki hefur náðst í séra Gunnar vegna málsins. Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Teymi þjóðkirkjunnar sem rannsakaði málið mat það svo að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hefði tvisvar orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum hefði hann orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Gunnar hefur nú látið af störfum við við Digranes- og Hjallaprestakall og áformað er að veita honum skriflega áminningu. Alls hafi hann tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn reglum þjóðkirkjunnar. Skýrslan tekur á málum sex kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni og einelti. Einn þeirra er Sunna Dóra Möller prestur í Hjallakirkju. Hún fagnar niðurstöðu teymis þjóðkirkjunnar. „Í fyrsta lagi er það léttir að það sé komin niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli. Mér finnst niðurstaðan mjög skýr og afgerandi. Mér fannst biskup Íslands sýna hugrekki í yfirlýsingu sinni í gær.“ Þar vísar Sunna til síðustu setninganna í tilkynningu þjóðkirkjunnar í gær, sem er eftirfarandi: „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“ „Sumir voru farnir að hugsa sér annan starfsvettvang. Það er svo algengt í svona þolendamálum almennt, þar sem vinnuumhverfi er ekki heilbrigt, að þolendur líta í eigin barm og skoða: Er eitthvað að hjá mér? Jú það er ákveðinn sigur að fá þetta staðfest á blaði, þetta átti sér stað. Ég myndi segja að það væri sigur.“ Ekki hefur náðst í séra Gunnar vegna málsins.
Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira