Bjarni fagnar langþráðri hreinni sakaskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2022 14:14 Bjarni hefur staðið í stappi við kerfið í tæpan áratug vegna málsins. Vísir/Vilhelm Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood og fjárfestir, er ekki lengur með dóm á bakinu fyrir meiriháttar skattalagabrot. Málinu var vísað frá héraðsdómi í Hæstarétti í gær. Bjarni segir réttlætið hafa sigrað. Bjarna var tilkynnt í ársbyrjun 2012, eftir rannsókn skattrannsóknarstjóra, að skattar hans hefðu verið endurákvarðaðir. Ástæðan var vantaldar fjármagnstekjur í tengslum við sölu hlutabréfa sem hann eignaðist við starfslok hjá Glitni. Auk þess þurfti hann að borga 25 prósenta álag. Bjarni greiddi endurálögðu skattana auk álagsins í kjölfarið. Skattrannsóknarstjóri skaut máli Bjarna einnig til embættis sérstaks saksóknara sem gaf út ákæru á hendur honum. Lauk málinu með fyrrnefndum dómi auk sektar upp á 36 milljónir. Bjarni leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði verið refsað tvisvar fyrir sama brotið. Þannig hefði verið brotið gegn fjórðu grein Mannréttindasáttmálans. Voru Bjarna dæmdar skaðabætur. Bjarni óskaði í framhaldinu eftir endurupptöku á málinu sem Endurupptökudómur féllst á. Málinu var vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar í gær. Bjarni segir að með dómnum í gær hafi sakaskrá hans loksins verið hreinsuð. „Dómurinn staðfesti það að mér hefði verið gerð tvöföld refsing, fyrst í skattamáli sem gert var upp að fullu og síðan í refsimáli vegna sömu mistaka við gerð skattframtala. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að sú málsmeðferð gengi í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur Hæstiréttur nú staðfest það,“ segir Bjarni. „Ég fagna þessari niðurstöðu og því að réttlætið hafi sigrað að lokum. Það hlýtur hins vegar að teljast umhugsunarefni að opinbera kerfið hafi með öllum tiltækum ráðum eytt meira en áratug í afneitun sinni á hinu augljósa.“ Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Bjarna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar. 16. apríl 2019 09:13 MDE kveður upp dóm í máli Bjarna gegn ríkinu í næstu viku Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Bjarna Ármannssonar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp á þriðjudaginn í næstu viku. 12. apríl 2019 06:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Bjarna var tilkynnt í ársbyrjun 2012, eftir rannsókn skattrannsóknarstjóra, að skattar hans hefðu verið endurákvarðaðir. Ástæðan var vantaldar fjármagnstekjur í tengslum við sölu hlutabréfa sem hann eignaðist við starfslok hjá Glitni. Auk þess þurfti hann að borga 25 prósenta álag. Bjarni greiddi endurálögðu skattana auk álagsins í kjölfarið. Skattrannsóknarstjóri skaut máli Bjarna einnig til embættis sérstaks saksóknara sem gaf út ákæru á hendur honum. Lauk málinu með fyrrnefndum dómi auk sektar upp á 36 milljónir. Bjarni leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði verið refsað tvisvar fyrir sama brotið. Þannig hefði verið brotið gegn fjórðu grein Mannréttindasáttmálans. Voru Bjarna dæmdar skaðabætur. Bjarni óskaði í framhaldinu eftir endurupptöku á málinu sem Endurupptökudómur féllst á. Málinu var vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar í gær. Bjarni segir að með dómnum í gær hafi sakaskrá hans loksins verið hreinsuð. „Dómurinn staðfesti það að mér hefði verið gerð tvöföld refsing, fyrst í skattamáli sem gert var upp að fullu og síðan í refsimáli vegna sömu mistaka við gerð skattframtala. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að sú málsmeðferð gengi í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur Hæstiréttur nú staðfest það,“ segir Bjarni. „Ég fagna þessari niðurstöðu og því að réttlætið hafi sigrað að lokum. Það hlýtur hins vegar að teljast umhugsunarefni að opinbera kerfið hafi með öllum tiltækum ráðum eytt meira en áratug í afneitun sinni á hinu augljósa.“
Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Bjarna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar. 16. apríl 2019 09:13 MDE kveður upp dóm í máli Bjarna gegn ríkinu í næstu viku Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Bjarna Ármannssonar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp á þriðjudaginn í næstu viku. 12. apríl 2019 06:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Bjarna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar. 16. apríl 2019 09:13
MDE kveður upp dóm í máli Bjarna gegn ríkinu í næstu viku Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Bjarna Ármannssonar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp á þriðjudaginn í næstu viku. 12. apríl 2019 06:15