Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 07:01 Flug Icelandair var að koma frá München í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að nefndin flokki atvikið sem alvarlegt flugatvik. Formleg rannsókn sé því hafin. „Þetta uppfyllir skilyrði alvarlegs flugatviks af því að það er ákveðin árekstrarhætta þarna,“ segir Ragnar og vísar í skilgreiningu á alvarlegu flugatviki í reglugerð um starf rannsóknarnefndarinnar. Þar er alvarlegt flugatvik flokkað sem „[f]lugatvik sem verður við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.“ Fjallað var um atvikið þegar það átti sér stað, sem var sem fyrr segir þann 31. ágúst síðast liðinn. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá München í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, var á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Segir Ragnar að rannsóknarnefndin hafi notað síðustu tvær vikur til að afla gagna um atvikið og fara yfir þau, til að meta hvort að atvikið krefðist þess að það yrði rannsakað sem alvarlegt flugatvik. Atvikið hefur nú verið flokkað sem slíkt og er formleg rannsókn á því verið hafin. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Flightradar24 Nú taki við hefðbundið rannsóknarferli sem ljúki með því að gerð verði skýrsla þar sem nánara ljósi verður varpað á það sem gerðist. Nefndin er þó á byrjunarreit í rannsókninni og því liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hver áhersluatriði rannsóknarinnar verði. „Við erum í frumfasa rannsóknarinnar núna þar sem við erum í frekari gagnaöflun, taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að nefndin flokki atvikið sem alvarlegt flugatvik. Formleg rannsókn sé því hafin. „Þetta uppfyllir skilyrði alvarlegs flugatviks af því að það er ákveðin árekstrarhætta þarna,“ segir Ragnar og vísar í skilgreiningu á alvarlegu flugatviki í reglugerð um starf rannsóknarnefndarinnar. Þar er alvarlegt flugatvik flokkað sem „[f]lugatvik sem verður við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.“ Fjallað var um atvikið þegar það átti sér stað, sem var sem fyrr segir þann 31. ágúst síðast liðinn. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá München í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, var á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Segir Ragnar að rannsóknarnefndin hafi notað síðustu tvær vikur til að afla gagna um atvikið og fara yfir þau, til að meta hvort að atvikið krefðist þess að það yrði rannsakað sem alvarlegt flugatvik. Atvikið hefur nú verið flokkað sem slíkt og er formleg rannsókn á því verið hafin. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Flightradar24 Nú taki við hefðbundið rannsóknarferli sem ljúki með því að gerð verði skýrsla þar sem nánara ljósi verður varpað á það sem gerðist. Nefndin er þó á byrjunarreit í rannsókninni og því liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hver áhersluatriði rannsóknarinnar verði. „Við erum í frumfasa rannsóknarinnar núna þar sem við erum í frekari gagnaöflun, taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11
Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39