Sendiherrann vakinn um miðja nótt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. september 2022 17:56 Mikill fjöldi þjóðhöfðingja leggur leið sína til Lundúna, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti. AP/Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. „Það hafa verið hér æfingar fyrir útförina á mánudaginn. Ég vaknaði nú sjálfur klukkan fjögur í nótt við trumbuslátt og hljóðfæraleik þegar æfingin fór hérna fram, þeir hafa æft á nóttunni,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sendiherrann segir sérstaka stemningu yfir borginni en búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til að votta Elísabetu drottningu virðingu þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Sturla segir að nú sé röðin að Westminster Hall um átta kílómetra löng. „Það hafa hundruð þúsunda streymt hingað í miðborgina á undanförnum dögum en það er mjög áberandi miðað við mannfjöldann hvað það er almennt mikil kurteisi og tillitssemi hjá þeim sem koma hingað í borgina. Og mjög svona vinsamleg stemning.“ Fundum og ráðstefnum aflýst Þegar jarðarförin fer fram verður almennur frídagur og gert er ráð fyrir því að búðir verði lokaðar og þjónusta liggi niðri. „Það má sjá það til dæmis í stjórnsýslunni að öllum fundum er aflýst, menn klæðast með ákveðnum hætti í ráðuneytum til dæmis og flestum móttökum, veislum, jafnvel ráðstefnum og fundum hefur verið frestað hjá mörgum,“ bætir Sturla við. Jarðarförin krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu borgarinnar en hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Aðspurður um viðbúnaðinn segir Sturla eðlilegt að lögregla hafi varann á. „Þetta er náttúrulega alltaf hætta við þessar aðstæður. Það er gert ráð fyrir fimm hundruð háttsettum gestum erlendis frá og jafnvel allt að milljón manna hérna í miðborginni á mánudag, þannig að þeir þurfa að vera viðbúnir öllu,“ segir Sturla. Eru Bretar almennt sáttir við nýja konunginn? „Já, ég fæ ekki betur séð en að honum hafi verið mjög vel tekið. Hann er búinn að fara til Skotlands og hann er búinn að fara til Norður-Írlands, og fer til Wales á föstudaginn. Og hefur alls staðar fengið mjög góðar viðtökur,“ segir sendiherrann að lokum. Reykjavík síðdegis Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
„Það hafa verið hér æfingar fyrir útförina á mánudaginn. Ég vaknaði nú sjálfur klukkan fjögur í nótt við trumbuslátt og hljóðfæraleik þegar æfingin fór hérna fram, þeir hafa æft á nóttunni,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sendiherrann segir sérstaka stemningu yfir borginni en búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til að votta Elísabetu drottningu virðingu þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Sturla segir að nú sé röðin að Westminster Hall um átta kílómetra löng. „Það hafa hundruð þúsunda streymt hingað í miðborgina á undanförnum dögum en það er mjög áberandi miðað við mannfjöldann hvað það er almennt mikil kurteisi og tillitssemi hjá þeim sem koma hingað í borgina. Og mjög svona vinsamleg stemning.“ Fundum og ráðstefnum aflýst Þegar jarðarförin fer fram verður almennur frídagur og gert er ráð fyrir því að búðir verði lokaðar og þjónusta liggi niðri. „Það má sjá það til dæmis í stjórnsýslunni að öllum fundum er aflýst, menn klæðast með ákveðnum hætti í ráðuneytum til dæmis og flestum móttökum, veislum, jafnvel ráðstefnum og fundum hefur verið frestað hjá mörgum,“ bætir Sturla við. Jarðarförin krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu borgarinnar en hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Aðspurður um viðbúnaðinn segir Sturla eðlilegt að lögregla hafi varann á. „Þetta er náttúrulega alltaf hætta við þessar aðstæður. Það er gert ráð fyrir fimm hundruð háttsettum gestum erlendis frá og jafnvel allt að milljón manna hérna í miðborginni á mánudag, þannig að þeir þurfa að vera viðbúnir öllu,“ segir Sturla. Eru Bretar almennt sáttir við nýja konunginn? „Já, ég fæ ekki betur séð en að honum hafi verið mjög vel tekið. Hann er búinn að fara til Skotlands og hann er búinn að fara til Norður-Írlands, og fer til Wales á föstudaginn. Og hefur alls staðar fengið mjög góðar viðtökur,“ segir sendiherrann að lokum.
Reykjavík síðdegis Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29
Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30
Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39