Einar: Vantaði aðeins meiri klókindi Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2022 22:05 Einar Jónsson var svekktur eftir að Framarar köstuðu frá sér einu stigi gegn Stjörnunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Hann ver rosalega bolta hér í lokin og svo síðasta markið þeirra, við þurfum að læra af þessu. Við vorum talsvert betri en þeir í þessum leik að mínu mati en við förum með þetta sjálfir,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Leó Snær Pétursson jafnaði fyrir Stjörnuna á síðustu andartökum leiksins eftir að Lárus Helgi Ólafsson í marki Fram hafði varið en Framarar misst fremur klaufalega af frákastinu. Lokatölur 24-24 en Framarar geta nagað sig í handarbökin því þeir voru þremur mörkum yfir og tveimur leikmönnum fleiri þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Þegar það eru 2-3 sekúndur eftir þá verða menn náttúrulega bara að bíða og taka frákast, við þurfum að læra af þessu því þetta er dýrt. Það er hiti í leiknum og hátt spennustig og við viljum keyra og menn eru innstilltir á það, ég er svo sem ánægður með það, menn vilja alltaf keyra. Það vantaði aðeins meiri klókindi að sitja í horninu og taka frákast,“ sagði Einar við Vísi strax eftir leik í kvöld. Bæði lið áttu langa kafla í leiknum þar sem þau voru í vandræðum sóknarlega, gerðu mikið af tæknilegum mistökum og misstu boltann klaufalega. „Ég er sammála, mér fannst þetta bara ekkert sérstakur handboltaleikur að öðru leyti en því að hann var spennandi og margt að gerast. Það var lélegt tempó í þessum leik og höktandi sóknarleikur. Vörn og markvarsla var svo sem í lagi í dag en við getum spilað betur,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lok leiks og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. 15. september 2022 21:35 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leó Snær Pétursson jafnaði fyrir Stjörnuna á síðustu andartökum leiksins eftir að Lárus Helgi Ólafsson í marki Fram hafði varið en Framarar misst fremur klaufalega af frákastinu. Lokatölur 24-24 en Framarar geta nagað sig í handarbökin því þeir voru þremur mörkum yfir og tveimur leikmönnum fleiri þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Þegar það eru 2-3 sekúndur eftir þá verða menn náttúrulega bara að bíða og taka frákast, við þurfum að læra af þessu því þetta er dýrt. Það er hiti í leiknum og hátt spennustig og við viljum keyra og menn eru innstilltir á það, ég er svo sem ánægður með það, menn vilja alltaf keyra. Það vantaði aðeins meiri klókindi að sitja í horninu og taka frákast,“ sagði Einar við Vísi strax eftir leik í kvöld. Bæði lið áttu langa kafla í leiknum þar sem þau voru í vandræðum sóknarlega, gerðu mikið af tæknilegum mistökum og misstu boltann klaufalega. „Ég er sammála, mér fannst þetta bara ekkert sérstakur handboltaleikur að öðru leyti en því að hann var spennandi og margt að gerast. Það var lélegt tempó í þessum leik og höktandi sóknarleikur. Vörn og markvarsla var svo sem í lagi í dag en við getum spilað betur,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lok leiks og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. 15. september 2022 21:35 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lok leiks og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. 15. september 2022 21:35