Um narsisisma og greiningarskilmerki Sigrún Arnardóttir skrifar 16. september 2022 08:30 Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra. Narsisimi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, einkum þegar lýsa á sérlega neikvæðum eiginleikum fólks. Röskunin er orðin nokkurs konar tískuorð og er að margra mati ofnotuð en hún á við um afar lítinn hluta fólks og samkvæmt rannsóknum uppfylla innan við 5% fólks greiningarskilmerki hennar. Hins vegar sýna mun fleiri eiginleika eða þætti sem geta flokkast sem „narsisistic trait“ Greiningarferli á persónuleikaröskunum og öðrum geðröskunum er margþætt og flókið ferli, fagaðili sem vinnur greininguna þarf í fyrsta lagi að búa yfir réttri þjálfun og kunnáttu til slíkra verka ásamt gagnrýnu hugarfari. Mikil forvinna er unnin áður en slík greining er sett fram, saga einstaklingins er rakin með eins nákvæmum hætti og kostur er, ásamt því leggur fagaðili fyrir staðlaða matskvarða og greiningarpróf, safnar upplýsingum frá aðstandendum viðkomandi og útilokar að aðrar raskanir, taugafræðilegar ástæður eða áföll geti skýrt betur hegðun einstaklingsins. Greiningar eru samt sem áður af hinu góðu þegar rétt er að þeim staðið en tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að geta mætt fólki betur og veitt þeim viðeigandi aðstoð. Sjaldnast eru samskipti óaðfinnaleg, fólk er allskonar og samskipti eru flókin, við erum öll oftast að gera okkar besta í samskiptum en rekumst samt sem áður á og gerum mistök, segjum eða gerum hluti sem við hefðum getað vandað okkur betur við, það kallast víst að vera mannlegur. En að geta litið inn á við og skoðað samskipti út frá fleiri sjónarhornum en eingöngu okkar eigin er styrkleiki og eitthvað sem við getum öll æft okkur í. Auðvitað er mikilvægt að setja heilbrigð mörk þegar aðrir sýna yfirgang og standa með okkur sjálfum en mikilvægast af öllu er að geta tekið ábyrgð á sinni hlið þegar samskipta erfiðleikar steðja að. Staðreyndin er sú að við erum öll ófullkomin og þurfum að horfast í augu við það – a.m.k byrja á því áður en við úthrópum neikvæðum alhæfingum um aðra. „Slengjum“ ekki fram hugtökum um persónuleikaraskanir annarra eða geðraskanir, umræðuefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið, getur skaðað mannorð fólks og haft gríðarlega neikvæð áhrif á sálarlíf þess einstaklings sem borin er slíkum sökum. Verum ábyrg í tali og gjörðum þegar við ræðum viðkvæm persónuleg málefni annars fólks og vörumst að fella dóma og „greina“ fólk, treystum frekar fagfólki til þess. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra. Narsisimi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, einkum þegar lýsa á sérlega neikvæðum eiginleikum fólks. Röskunin er orðin nokkurs konar tískuorð og er að margra mati ofnotuð en hún á við um afar lítinn hluta fólks og samkvæmt rannsóknum uppfylla innan við 5% fólks greiningarskilmerki hennar. Hins vegar sýna mun fleiri eiginleika eða þætti sem geta flokkast sem „narsisistic trait“ Greiningarferli á persónuleikaröskunum og öðrum geðröskunum er margþætt og flókið ferli, fagaðili sem vinnur greininguna þarf í fyrsta lagi að búa yfir réttri þjálfun og kunnáttu til slíkra verka ásamt gagnrýnu hugarfari. Mikil forvinna er unnin áður en slík greining er sett fram, saga einstaklingins er rakin með eins nákvæmum hætti og kostur er, ásamt því leggur fagaðili fyrir staðlaða matskvarða og greiningarpróf, safnar upplýsingum frá aðstandendum viðkomandi og útilokar að aðrar raskanir, taugafræðilegar ástæður eða áföll geti skýrt betur hegðun einstaklingsins. Greiningar eru samt sem áður af hinu góðu þegar rétt er að þeim staðið en tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að geta mætt fólki betur og veitt þeim viðeigandi aðstoð. Sjaldnast eru samskipti óaðfinnaleg, fólk er allskonar og samskipti eru flókin, við erum öll oftast að gera okkar besta í samskiptum en rekumst samt sem áður á og gerum mistök, segjum eða gerum hluti sem við hefðum getað vandað okkur betur við, það kallast víst að vera mannlegur. En að geta litið inn á við og skoðað samskipti út frá fleiri sjónarhornum en eingöngu okkar eigin er styrkleiki og eitthvað sem við getum öll æft okkur í. Auðvitað er mikilvægt að setja heilbrigð mörk þegar aðrir sýna yfirgang og standa með okkur sjálfum en mikilvægast af öllu er að geta tekið ábyrgð á sinni hlið þegar samskipta erfiðleikar steðja að. Staðreyndin er sú að við erum öll ófullkomin og þurfum að horfast í augu við það – a.m.k byrja á því áður en við úthrópum neikvæðum alhæfingum um aðra. „Slengjum“ ekki fram hugtökum um persónuleikaraskanir annarra eða geðraskanir, umræðuefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið, getur skaðað mannorð fólks og haft gríðarlega neikvæð áhrif á sálarlíf þess einstaklings sem borin er slíkum sökum. Verum ábyrg í tali og gjörðum þegar við ræðum viðkvæm persónuleg málefni annars fólks og vörumst að fella dóma og „greina“ fólk, treystum frekar fagfólki til þess. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar