„Er ekki stóra fréttin að Simminn er genginn út?“ spurði Hugi Simma. Hann var þó ekki á þeim buxunum að ræða málið í þættinum og sagði þetta ekki vera vettvanginn í slíkar umræður.
„Stelpur, Simminn er out. Hann er kominn á fast,“ sagði Hugi því næst. Einnig völdu samstarfsmennirnir setninguna „Simmi kominn með kærustu,“ í titilinn á þættinum.
Simmi á þrjá drengi úr fyrra hjónabandi með Bryndísi Björgu Einarsdóttur en leiðir þeirra skildu árið 2017. Lífið hafði samband við Sigmar til að forvitnast frekar um hver nýja kærastan væri. Hann sagðist ekki vilja ræða það að svo stöddu.