Skiptir hamingja, gleði og vellíðan máli í vinnunni? Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 19. september 2022 08:00 Ef hamingja, gleði og vellíðan í lífinu skiptir máli þá JÁ! Öll, eða flest öll, erum við að gera okkar besta til að fara í gegnum lífið með þessi markmið að leiðarljósi, að upplifa hamingju, gleði og vellíðan. Satt best að segja gætum við eytt öllum okkar tíma í að ná þessum markmiðun, en er það raunhæft? Megum við eiga okkar skítadaga? Eigum við alltaf að brosa framan í heiminn þegar við mögulega viljum það ekki? Hafið þið leitt hugann að því að um það bil 70% af árinu (=260 dagar/ári) erum við á vinnustaðnum okkar (fyrir börn og ungmenni þá er vinnustaðurinn leik- eða grunnskóli). „Já sæll“ gæti einhver sagt núna! Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þegar við sjáum þessa tölu, 70%, að við ættum að einbeita okkur að því að vera hamingjusöm og njóta þess sem við erum að gera, líka í vinnunni. Hinsvegar, þá eigum við það til að einbeita okkur að kvarti og kveini frekar en að reyna að laga það sem aflaga er í vinnunni þegar við erum ekki hamingjusöm. Kannist þið við að telja niður dagana þangað til að sumar- eða jólafríið byrjar eða á mánudegi strax farin að bíða eftir næstu helgi? Af mörgum ástæðum þá skiptir hamingja, gleði og vellíðan í vinnu miklu máli. Byrjum á þér lesandi góður, þetta hefur áhrif á þig, svo á allt fólkið í kringum þig og síðan á miklu stærra plani. Ánægt starfsfólk = ánægð teymi = ánægðir viðskiptavinir = ánægðir eigendur = ánægt starfsfólk. Þetta er ekkert annað en hringrás! Rannsóknir skóla eins og Harvard University og The University of Warwick hafa sýnt fram á að ánægt starfsfólk (hamingjusamt/líður vel í vinnu) hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óánægt (óhamingjusamt/líður illa í vinnu). Starfsfólk sem er ánægt/ hamingjusamt/líður vel í vinnu er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Ennfremur þá hefur hringrásin útbreidd áhrif, við gætum kallað hana „þjónustu-hagnaðar keðjuna“. Það tapar enginn í svona aðstæðum; hamingja, gleði og vellíðan skiptir máli fyrir ÞIG og ÞITT fyrirtæki. Hamingja, gleði og vellíðan starfsfólks helst á jákvæðan hátt í hendur við frammistöðu fyrirtækja. En hver á að sjá um þetta hamingjudót? Byrjum á því að þetta hefst allt hjá einstaklingnum, hamingja, gleði og vellíðan krefst ákvörðunar og innri vinnu til þess að ná árangri. Hamingja er huglæg eins og samkennd, seigla og góð samskipti. Þetta þýðir að það er engin formúla til að auka hamingju, gleði og vellíðan því þetta er mjög einstaklingsbundið. Það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum því sumt hefur meiri áhrif á tilfinningalegt ástand heldur en rökrétt. Öll leitumst við eftir ákveðnum hlutum í lífinu, hvort sem er í persónulegum tilgangi eða í vinnu. Öll höfum við væntingar til þess lífs sem við viljum lifa, hvort sem þær eru félagslegar eða fjárhagslegar. Ef væntingar til lífsins eru á skjön við veruleikann þá strögglum við, við að vera hamingjusöm. Daniel T. Gilbert og Timothy D. Watson frá University of Virgina komu með þessa skilgreiningu á þessari eilífu hamingjuleit: „Flest af því sem við höldum að geri okkur hamingjusöm, gerir okkur ekki eins hamingjusöm og við höldum!“ Vikuna 19. – 25. september 2022 verður alþjóðleg hamingjuvika í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu hamingja, gleði og vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Hamingjuvikan er hugsuð sem sjálfbær vika þ.e. fyrirtæki geta tekið þátt af áhuga, eigin frumkvæði og á sinn hátt. Ákvörðun um þátttöku og hvort viðburðir eru opnir eða lokaðir eru algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman fyrir okkur hin ef okkur er veitt innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins, ásamt að kynnast því hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsfólk eigi að vera valhoppandi hamingjusamt alla daga í vinnunni eða að ábyrgðin sé öll fyrirtækisins. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Höfundur er „Chief Happiness Officer“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ef hamingja, gleði og vellíðan í lífinu skiptir máli þá JÁ! Öll, eða flest öll, erum við að gera okkar besta til að fara í gegnum lífið með þessi markmið að leiðarljósi, að upplifa hamingju, gleði og vellíðan. Satt best að segja gætum við eytt öllum okkar tíma í að ná þessum markmiðun, en er það raunhæft? Megum við eiga okkar skítadaga? Eigum við alltaf að brosa framan í heiminn þegar við mögulega viljum það ekki? Hafið þið leitt hugann að því að um það bil 70% af árinu (=260 dagar/ári) erum við á vinnustaðnum okkar (fyrir börn og ungmenni þá er vinnustaðurinn leik- eða grunnskóli). „Já sæll“ gæti einhver sagt núna! Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þegar við sjáum þessa tölu, 70%, að við ættum að einbeita okkur að því að vera hamingjusöm og njóta þess sem við erum að gera, líka í vinnunni. Hinsvegar, þá eigum við það til að einbeita okkur að kvarti og kveini frekar en að reyna að laga það sem aflaga er í vinnunni þegar við erum ekki hamingjusöm. Kannist þið við að telja niður dagana þangað til að sumar- eða jólafríið byrjar eða á mánudegi strax farin að bíða eftir næstu helgi? Af mörgum ástæðum þá skiptir hamingja, gleði og vellíðan í vinnu miklu máli. Byrjum á þér lesandi góður, þetta hefur áhrif á þig, svo á allt fólkið í kringum þig og síðan á miklu stærra plani. Ánægt starfsfólk = ánægð teymi = ánægðir viðskiptavinir = ánægðir eigendur = ánægt starfsfólk. Þetta er ekkert annað en hringrás! Rannsóknir skóla eins og Harvard University og The University of Warwick hafa sýnt fram á að ánægt starfsfólk (hamingjusamt/líður vel í vinnu) hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óánægt (óhamingjusamt/líður illa í vinnu). Starfsfólk sem er ánægt/ hamingjusamt/líður vel í vinnu er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Ennfremur þá hefur hringrásin útbreidd áhrif, við gætum kallað hana „þjónustu-hagnaðar keðjuna“. Það tapar enginn í svona aðstæðum; hamingja, gleði og vellíðan skiptir máli fyrir ÞIG og ÞITT fyrirtæki. Hamingja, gleði og vellíðan starfsfólks helst á jákvæðan hátt í hendur við frammistöðu fyrirtækja. En hver á að sjá um þetta hamingjudót? Byrjum á því að þetta hefst allt hjá einstaklingnum, hamingja, gleði og vellíðan krefst ákvörðunar og innri vinnu til þess að ná árangri. Hamingja er huglæg eins og samkennd, seigla og góð samskipti. Þetta þýðir að það er engin formúla til að auka hamingju, gleði og vellíðan því þetta er mjög einstaklingsbundið. Það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum því sumt hefur meiri áhrif á tilfinningalegt ástand heldur en rökrétt. Öll leitumst við eftir ákveðnum hlutum í lífinu, hvort sem er í persónulegum tilgangi eða í vinnu. Öll höfum við væntingar til þess lífs sem við viljum lifa, hvort sem þær eru félagslegar eða fjárhagslegar. Ef væntingar til lífsins eru á skjön við veruleikann þá strögglum við, við að vera hamingjusöm. Daniel T. Gilbert og Timothy D. Watson frá University of Virgina komu með þessa skilgreiningu á þessari eilífu hamingjuleit: „Flest af því sem við höldum að geri okkur hamingjusöm, gerir okkur ekki eins hamingjusöm og við höldum!“ Vikuna 19. – 25. september 2022 verður alþjóðleg hamingjuvika í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu hamingja, gleði og vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Hamingjuvikan er hugsuð sem sjálfbær vika þ.e. fyrirtæki geta tekið þátt af áhuga, eigin frumkvæði og á sinn hátt. Ákvörðun um þátttöku og hvort viðburðir eru opnir eða lokaðir eru algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman fyrir okkur hin ef okkur er veitt innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins, ásamt að kynnast því hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsfólk eigi að vera valhoppandi hamingjusamt alla daga í vinnunni eða að ábyrgðin sé öll fyrirtækisins. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Höfundur er „Chief Happiness Officer“.
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar