Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 14:04 Röðin liggur með fram bökkum Thames-árinnar. Ian West/PA Images via Getty Images Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. Kista Elísabetar liggur í Westminster Hall í miðborg Lundúna. Þar hefur almenningi gefist kostur á því að votta henni virðingu sína í aðdraganda jarðarfar hennar á mánudaginn. Röðin liggur eftir bökkum Thames-árinnar í Lundúnum. Hún hefst í Southwark-garðinum og endar við Westminster-höll, þar sem drottningin liggur. Talið er að röðin sé yfir átta kílómetra löng. Verðir athuga að allir í röðinni séu með rétt armbönd á réttum stað.Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Images) Ekki hafa komið upp nein teljandi vandræði í röðinni frá því að hún byrjaði að myndast, tveimur dögum áður en hlið hallarinnar voru opnuð. Röðin er reyndar vel skipulögð. Hver einasti sem kemst í röðina fær armband sem gefur til kynna hvar þeir eru og hvar þeir eiga að vera staddir í röðinni. Hundruð lögreglumanna fylgist með því að enginn stingi sér fram fyrir. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að röðinni enda því gjarnan haldið fram að engin þjóð sé betri í að raða sér í röð heldur en einmitt Bretar. Frétt The Guardian um viðbögð Breta við röðinni ber einmitt yfirfyrirsögnina: „Það Breskasta í heimi.“ Fáir er undanskilnir því að bíða í röðinni líkt og sjá má í eftirfarandi tísti. Þar má sjá engan annan en knattspyrnugoðsögnina David Becham, sem líklega er einn af þekktustu núlifandi Bretum sem til er. David Beckham, queuing to see the queen lying in state (and possibly still hoping for a glimpse at a knighthood) pic.twitter.com/QxWIKoCEXp— Rupert Myers (@RupertMyers) September 16, 2022 Þó hefur þótt umdeilt að þingmönnum hafi verið veitt leyfi til að sleppa við röðina til að votta drottningunni sálugu virðingu sína. Westminster Hall, þar sem drottningin liggur, er opinn allan sólarhringinn þangað til á mánudaginn. Búist er við að biðröðin verði á sínum stað allt til enda. Í frétt CNN segir að líklega sé röðin sú lengsta í sögu Bretlands. Ekkert Guinnes-heimsmet verður þó slegið. Samtökin sem staðfesta þau met segjast ekki halda skrá yfir lengstu raðir sögunnar. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning England Tengdar fréttir Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35 Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56 Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sjá meira
Kista Elísabetar liggur í Westminster Hall í miðborg Lundúna. Þar hefur almenningi gefist kostur á því að votta henni virðingu sína í aðdraganda jarðarfar hennar á mánudaginn. Röðin liggur eftir bökkum Thames-árinnar í Lundúnum. Hún hefst í Southwark-garðinum og endar við Westminster-höll, þar sem drottningin liggur. Talið er að röðin sé yfir átta kílómetra löng. Verðir athuga að allir í röðinni séu með rétt armbönd á réttum stað.Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Images) Ekki hafa komið upp nein teljandi vandræði í röðinni frá því að hún byrjaði að myndast, tveimur dögum áður en hlið hallarinnar voru opnuð. Röðin er reyndar vel skipulögð. Hver einasti sem kemst í röðina fær armband sem gefur til kynna hvar þeir eru og hvar þeir eiga að vera staddir í röðinni. Hundruð lögreglumanna fylgist með því að enginn stingi sér fram fyrir. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að röðinni enda því gjarnan haldið fram að engin þjóð sé betri í að raða sér í röð heldur en einmitt Bretar. Frétt The Guardian um viðbögð Breta við röðinni ber einmitt yfirfyrirsögnina: „Það Breskasta í heimi.“ Fáir er undanskilnir því að bíða í röðinni líkt og sjá má í eftirfarandi tísti. Þar má sjá engan annan en knattspyrnugoðsögnina David Becham, sem líklega er einn af þekktustu núlifandi Bretum sem til er. David Beckham, queuing to see the queen lying in state (and possibly still hoping for a glimpse at a knighthood) pic.twitter.com/QxWIKoCEXp— Rupert Myers (@RupertMyers) September 16, 2022 Þó hefur þótt umdeilt að þingmönnum hafi verið veitt leyfi til að sleppa við röðina til að votta drottningunni sálugu virðingu sína. Westminster Hall, þar sem drottningin liggur, er opinn allan sólarhringinn þangað til á mánudaginn. Búist er við að biðröðin verði á sínum stað allt til enda. Í frétt CNN segir að líklega sé röðin sú lengsta í sögu Bretlands. Ekkert Guinnes-heimsmet verður þó slegið. Samtökin sem staðfesta þau met segjast ekki halda skrá yfir lengstu raðir sögunnar.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning England Tengdar fréttir Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35 Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56 Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sjá meira
Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35
Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29