Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 14:04 Röðin liggur með fram bökkum Thames-árinnar. Ian West/PA Images via Getty Images Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. Kista Elísabetar liggur í Westminster Hall í miðborg Lundúna. Þar hefur almenningi gefist kostur á því að votta henni virðingu sína í aðdraganda jarðarfar hennar á mánudaginn. Röðin liggur eftir bökkum Thames-árinnar í Lundúnum. Hún hefst í Southwark-garðinum og endar við Westminster-höll, þar sem drottningin liggur. Talið er að röðin sé yfir átta kílómetra löng. Verðir athuga að allir í röðinni séu með rétt armbönd á réttum stað.Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Images) Ekki hafa komið upp nein teljandi vandræði í röðinni frá því að hún byrjaði að myndast, tveimur dögum áður en hlið hallarinnar voru opnuð. Röðin er reyndar vel skipulögð. Hver einasti sem kemst í röðina fær armband sem gefur til kynna hvar þeir eru og hvar þeir eiga að vera staddir í röðinni. Hundruð lögreglumanna fylgist með því að enginn stingi sér fram fyrir. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að röðinni enda því gjarnan haldið fram að engin þjóð sé betri í að raða sér í röð heldur en einmitt Bretar. Frétt The Guardian um viðbögð Breta við röðinni ber einmitt yfirfyrirsögnina: „Það Breskasta í heimi.“ Fáir er undanskilnir því að bíða í röðinni líkt og sjá má í eftirfarandi tísti. Þar má sjá engan annan en knattspyrnugoðsögnina David Becham, sem líklega er einn af þekktustu núlifandi Bretum sem til er. David Beckham, queuing to see the queen lying in state (and possibly still hoping for a glimpse at a knighthood) pic.twitter.com/QxWIKoCEXp— Rupert Myers (@RupertMyers) September 16, 2022 Þó hefur þótt umdeilt að þingmönnum hafi verið veitt leyfi til að sleppa við röðina til að votta drottningunni sálugu virðingu sína. Westminster Hall, þar sem drottningin liggur, er opinn allan sólarhringinn þangað til á mánudaginn. Búist er við að biðröðin verði á sínum stað allt til enda. Í frétt CNN segir að líklega sé röðin sú lengsta í sögu Bretlands. Ekkert Guinnes-heimsmet verður þó slegið. Samtökin sem staðfesta þau met segjast ekki halda skrá yfir lengstu raðir sögunnar. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning England Tengdar fréttir Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35 Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56 Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Kista Elísabetar liggur í Westminster Hall í miðborg Lundúna. Þar hefur almenningi gefist kostur á því að votta henni virðingu sína í aðdraganda jarðarfar hennar á mánudaginn. Röðin liggur eftir bökkum Thames-árinnar í Lundúnum. Hún hefst í Southwark-garðinum og endar við Westminster-höll, þar sem drottningin liggur. Talið er að röðin sé yfir átta kílómetra löng. Verðir athuga að allir í röðinni séu með rétt armbönd á réttum stað.Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Images) Ekki hafa komið upp nein teljandi vandræði í röðinni frá því að hún byrjaði að myndast, tveimur dögum áður en hlið hallarinnar voru opnuð. Röðin er reyndar vel skipulögð. Hver einasti sem kemst í röðina fær armband sem gefur til kynna hvar þeir eru og hvar þeir eiga að vera staddir í röðinni. Hundruð lögreglumanna fylgist með því að enginn stingi sér fram fyrir. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að röðinni enda því gjarnan haldið fram að engin þjóð sé betri í að raða sér í röð heldur en einmitt Bretar. Frétt The Guardian um viðbögð Breta við röðinni ber einmitt yfirfyrirsögnina: „Það Breskasta í heimi.“ Fáir er undanskilnir því að bíða í röðinni líkt og sjá má í eftirfarandi tísti. Þar má sjá engan annan en knattspyrnugoðsögnina David Becham, sem líklega er einn af þekktustu núlifandi Bretum sem til er. David Beckham, queuing to see the queen lying in state (and possibly still hoping for a glimpse at a knighthood) pic.twitter.com/QxWIKoCEXp— Rupert Myers (@RupertMyers) September 16, 2022 Þó hefur þótt umdeilt að þingmönnum hafi verið veitt leyfi til að sleppa við röðina til að votta drottningunni sálugu virðingu sína. Westminster Hall, þar sem drottningin liggur, er opinn allan sólarhringinn þangað til á mánudaginn. Búist er við að biðröðin verði á sínum stað allt til enda. Í frétt CNN segir að líklega sé röðin sú lengsta í sögu Bretlands. Ekkert Guinnes-heimsmet verður þó slegið. Samtökin sem staðfesta þau met segjast ekki halda skrá yfir lengstu raðir sögunnar.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning England Tengdar fréttir Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35 Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56 Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35
Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29