„Vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð“ Elísabet Hanna skrifar 18. september 2022 09:00 Brúðhjónin áttu ógleymanlegan dag. Aðsend. Uppskrifta- og bókahöfundurinn Linda Ben giftist kærasta sínum til þrettán ára, Ragnari Einarssyni, á Ítalíu í vikunni. Saman eiga þau tvö börn. Lífið á Vísi náði tali af henni þar sem hún nýtur lífsins í sólinni á bleiku skýi eftir stóra daginn. Hvers vegna varð þessi staðsetning fyrir valinu? Okkur hefur alltaf langað til þess að gifta okkur á Ítalíu eða frá því að við trúlofuðum okkur í Suður Frakklandi 2016. Það var aldrei planið að bíða svo lengi með giftinguna en fljótlega eftir trúlofunina sáum við drauma lóðina okkar til sölu og slógum til. Við fórum því að byggja í stað þess að gifta okkur sem við sjáum alls ekki eftir. Við veltum því svo aðeins fyrir okkur þegar Covid var hvort við ættum að hætta við drauminn um ítalska brúðkaupið og gifta okkur á Íslandi en löngunin varð aldrei þannig að við létum til leiðast. Hjónin nutu dagsins með sínum nánustu.Aðsend Það var svo þegar við vorum bæði í Covid einangrun að við settumst niður og hófum leitina að ítalska sveitasetrinu sem við myndum gifta okkur í. Það tók okkur um það bil tvo heila daga að finna rétta húsið. Við vildum finna fallegt fjölskylduvænt hús út í sveit sem myndi rúma fjölskyldur okkar beggja og væri með fallegt útsýni yfir sveitina. Þegar við fundum svo hús sem uppfyllti þessi skilyrði, og gott betur en það, sem var laust núna í haust þá vissum við að rétta húsið væri fundið. Nákvæm dagsetning var því valin algjörlega út frá því hvenær húsið var laust. Hitastigið er líka þægilegt á Ítalíu í september fyrir krakkana sem hjálpaði með valið. Glæsileg brúður.Aðsend. Hvers vegna varð þessi dagsetning fyrir valinu? Það er svolítið fyndið hvað varðar dagsetninguna, hvernig hún blandast akkurát inn í mikið veislutímabil í fjölskyldunni. Við eigum öll afmæli á innan við einn og hálfan mánuð frá brúðkaupsdagsetningunni. Við giftum okkur 14. september. Ragnar á afmæli 20. september, Róbert sonur okkar 9. október, ég 23. október og Birta dóttir okkar þann 1. nóvember. Það verður því nóg að fagna á haustin hjá okkur. Hvernig skipulögðuð þið daginn? Við sáum alltaf fyrir okkur að hafa brúðkaupið mjög lítið með nánustu fjölskyldu. Eins mikið og við elskum stórar veislur, þá fylgir þeim oft svolítið stress sem við vildum forðast í tengslum við brúðkaupið okkar. Við vorum því fljót að ákveða gestalistann en foreldrar okkar beggja komu með, systir mín, systir Ragnars og fjölskyldur þeirra. Veislan taldi því átján manns í heildina og erum við búin að njóta hér úti saman í heila viku í húsinu. Það var í raun tiltölulega auðvelt að plana þetta allt. Húsið sem við leigðum er upplagt fyrir brúðkaup og eigandi þaulvön því að halda slík. Hún gat því útvegað kokka, þjóna, blómaskreyti, hljómsveit og ljósmyndara sem við gátum valið úr. Við einfaldlega sendum henni email um hvað við vildum og hún sá um að útvega það. Brúðhjónin voru glæsileg.Aðsend Hvernig var stóri dagurinn? Dagurinn var hreint út sagt dásamlegur. Veðurspáin hafði sýnt að það ætti að vera skýjað þennan dag sem okkur fannst ekki svo slæmt þar sem allir yrðu í jakkafötum og síðkjólum og því ágætt að það yrði ekki of heitt. Ég skal viðurkenna að ég varð smá stressuð þegar ég var búin í greiðslu því þá var byrjað að blása svo svakalega. Eigandinn á húsinu var líka dugleg að deila með mér sínum rigningarótta. Við vorum hins vegar alltaf ákveðin í því að hlægja bara og hafa gaman af þessu öllu sama og njóta, alveg sama hvernig veðrið yrði. Linda ljómaði á brúðkaupsdaginn.Aðsend. Veðrið er einn af þeim hlutum sem maður hefur enga stjórn á, en hefur samt ákveðin áhrif á athöfnina. Það var síðan svo dásamlegt þegar allir voru tilbúnir og Ragnar og pabbi hans voru komnir að altarinu, þá kom logn, ský hurfu af himninum og sólin fór að skína. Við fengum því fallegu sólina eins við höfðum óskað okkur en sluppum við hitamolluna. Við vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð yfir þessu öllu það sem eftir var af deginum. Hvernig rættist úr veðrinu, það var svo mikil óvænt gleði. Brúðkaupið stóðst allar væntingar og rúmlega það.Aðsend Hvernig var veislan? Skreytingarnar voru algjörlega stórkostlegar. Ég er mikil blómakona og því voru blómaskreytingarnar mér rosalega mikilvægar. Ég var ekki stressuð yfir því hvernig blómin myndu koma út, en ég var með miklar væntingar. Ég sendi blómaskreytinum nokkrar myndir sem ég var búin að finna sem líktust því sem ég vildi. Hún skilaði af sér stórkostlegum blómalistaverkum. Skreytingarnar voru nákvæmlega í þeim litum og stíl sem ég óskaði eftir en voru flottari en ég hafði nokkurn tímann þorað að láta mig dreyma um. Skreytingarnar voru guðdómlegar.Aðsend Hvernig var tónlistin í brúðkaupinu? Við fengum ítalska hljómsveit sem samanstóð af tveimur gítarspilurum og saxafónspilara til að spila bæði í athöfninni og veislunni. Þeir voru ótrúlega flottir og skemmtilegir. Skapaði mjög skemmtilega stemmingu, alveg til að kóróna ítölsku stemminguna. Þeir voru svo að klára um níu leytið og þá settum við íslenska slagara í gang sem krakkarnir elskuðu líka. Við vorum því öll dansandi langt fram eftir kvöldi, bæði börn og fullorðnir. Við dönsuðum svo fyrsta dansinn við Flugvélar með Nýdönsk. Ragnar tók mikið æði fyrir Nýdönsk fyrir einhverjum árum og var á tíma kallaður Raggi Nýdanski af vinum okkar í gríni en hann lagði miklar áherslur á mjaðmahreyfingar í takti við Daníel Ágúst á þessu tímabili. Okkur þykir þetta einstaklega fallegt lag báðum tveimur og tengjum mikið við textann. Allt gekk eins og í sögu.Aðsend Var eitthvað augnablik sem stóð sérstaklega upp úr? Ég get ekki nefnt eitt augnablik sem stendur upp úr heldur var það í raun bara allur dagurinn. Við fórum inn í daginn svo slök og í raun ekki með miklar fyrir fram ákveðnar væntingar, við ætluðum einfaldlega að gera gott úr öllum aðstæðum og njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar. Það var magnað hvernig hvert einasta augnablik var nákvæmlega eins og okkur hafði dreymt um að það yrði. Skýjaði dagurinn breyttist í gullfallegan sólardag. Staðsetningarnar sem ljósmyndarinn fór með okkur á var eins og ég var búin að sjá fyrir mér, án þess að ég hafði nokkuð haft puttanna í því. Börnin voru svo glöð þennan dag og fannst gaman að taka þátt í öllu sem honum tengdist. Mikil gleði var á stóra deginum.Aðsend. Auðvitað voru nokkrir hlutir sem klikkuðu eins og alltaf, til dæmis setti ég hálsmenið öfugt á mig í flýti fyrir athöfnina en ég hafði mikið fyrir því að velja mér hálsmen fyrir stóra daginn. Ég borðaði svo einungis kartöflur í aðalrétt þar sem ég borða ekki kálfakjöt sem kom óvænt í ljós að væri á matseðlinum. En það er bara allt eitthvað til að hlæja af og skiptir engu máli í stóra samhenginu. Það má líka alveg fylgja sögunni að kartöflurnar smökkuðust mjög vel. Hvað er framundan hjá ykkur á hveitibrauðsdögunum? Núna er planið að ferðast meira um Ítalíu. Við ætlum að njóta þess að vera fjögur, ég, Ragnar og börnin okkar tvö. Við ætlum að fikra okkur rólega niður til Rómar og koma við í skemmtilegum strandbæjum. Upplifa nýja og fallega staði, borða góðan mat og fá mögulega nýjar hugmyndir af uppskriftum fyrir veturinn. Brúðkaup Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragnar Einarsson ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum. 21. júní 2022 16:01 Linda Ben gifti sig á Ítalíu: „Draumadagur lífs míns“ Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Linda Benediktsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Ragnar Einarsson í fallegri athöfn. 15. september 2022 14:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Hvers vegna varð þessi staðsetning fyrir valinu? Okkur hefur alltaf langað til þess að gifta okkur á Ítalíu eða frá því að við trúlofuðum okkur í Suður Frakklandi 2016. Það var aldrei planið að bíða svo lengi með giftinguna en fljótlega eftir trúlofunina sáum við drauma lóðina okkar til sölu og slógum til. Við fórum því að byggja í stað þess að gifta okkur sem við sjáum alls ekki eftir. Við veltum því svo aðeins fyrir okkur þegar Covid var hvort við ættum að hætta við drauminn um ítalska brúðkaupið og gifta okkur á Íslandi en löngunin varð aldrei þannig að við létum til leiðast. Hjónin nutu dagsins með sínum nánustu.Aðsend Það var svo þegar við vorum bæði í Covid einangrun að við settumst niður og hófum leitina að ítalska sveitasetrinu sem við myndum gifta okkur í. Það tók okkur um það bil tvo heila daga að finna rétta húsið. Við vildum finna fallegt fjölskylduvænt hús út í sveit sem myndi rúma fjölskyldur okkar beggja og væri með fallegt útsýni yfir sveitina. Þegar við fundum svo hús sem uppfyllti þessi skilyrði, og gott betur en það, sem var laust núna í haust þá vissum við að rétta húsið væri fundið. Nákvæm dagsetning var því valin algjörlega út frá því hvenær húsið var laust. Hitastigið er líka þægilegt á Ítalíu í september fyrir krakkana sem hjálpaði með valið. Glæsileg brúður.Aðsend. Hvers vegna varð þessi dagsetning fyrir valinu? Það er svolítið fyndið hvað varðar dagsetninguna, hvernig hún blandast akkurát inn í mikið veislutímabil í fjölskyldunni. Við eigum öll afmæli á innan við einn og hálfan mánuð frá brúðkaupsdagsetningunni. Við giftum okkur 14. september. Ragnar á afmæli 20. september, Róbert sonur okkar 9. október, ég 23. október og Birta dóttir okkar þann 1. nóvember. Það verður því nóg að fagna á haustin hjá okkur. Hvernig skipulögðuð þið daginn? Við sáum alltaf fyrir okkur að hafa brúðkaupið mjög lítið með nánustu fjölskyldu. Eins mikið og við elskum stórar veislur, þá fylgir þeim oft svolítið stress sem við vildum forðast í tengslum við brúðkaupið okkar. Við vorum því fljót að ákveða gestalistann en foreldrar okkar beggja komu með, systir mín, systir Ragnars og fjölskyldur þeirra. Veislan taldi því átján manns í heildina og erum við búin að njóta hér úti saman í heila viku í húsinu. Það var í raun tiltölulega auðvelt að plana þetta allt. Húsið sem við leigðum er upplagt fyrir brúðkaup og eigandi þaulvön því að halda slík. Hún gat því útvegað kokka, þjóna, blómaskreyti, hljómsveit og ljósmyndara sem við gátum valið úr. Við einfaldlega sendum henni email um hvað við vildum og hún sá um að útvega það. Brúðhjónin voru glæsileg.Aðsend Hvernig var stóri dagurinn? Dagurinn var hreint út sagt dásamlegur. Veðurspáin hafði sýnt að það ætti að vera skýjað þennan dag sem okkur fannst ekki svo slæmt þar sem allir yrðu í jakkafötum og síðkjólum og því ágætt að það yrði ekki of heitt. Ég skal viðurkenna að ég varð smá stressuð þegar ég var búin í greiðslu því þá var byrjað að blása svo svakalega. Eigandinn á húsinu var líka dugleg að deila með mér sínum rigningarótta. Við vorum hins vegar alltaf ákveðin í því að hlægja bara og hafa gaman af þessu öllu sama og njóta, alveg sama hvernig veðrið yrði. Linda ljómaði á brúðkaupsdaginn.Aðsend. Veðrið er einn af þeim hlutum sem maður hefur enga stjórn á, en hefur samt ákveðin áhrif á athöfnina. Það var síðan svo dásamlegt þegar allir voru tilbúnir og Ragnar og pabbi hans voru komnir að altarinu, þá kom logn, ský hurfu af himninum og sólin fór að skína. Við fengum því fallegu sólina eins við höfðum óskað okkur en sluppum við hitamolluna. Við vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð yfir þessu öllu það sem eftir var af deginum. Hvernig rættist úr veðrinu, það var svo mikil óvænt gleði. Brúðkaupið stóðst allar væntingar og rúmlega það.Aðsend Hvernig var veislan? Skreytingarnar voru algjörlega stórkostlegar. Ég er mikil blómakona og því voru blómaskreytingarnar mér rosalega mikilvægar. Ég var ekki stressuð yfir því hvernig blómin myndu koma út, en ég var með miklar væntingar. Ég sendi blómaskreytinum nokkrar myndir sem ég var búin að finna sem líktust því sem ég vildi. Hún skilaði af sér stórkostlegum blómalistaverkum. Skreytingarnar voru nákvæmlega í þeim litum og stíl sem ég óskaði eftir en voru flottari en ég hafði nokkurn tímann þorað að láta mig dreyma um. Skreytingarnar voru guðdómlegar.Aðsend Hvernig var tónlistin í brúðkaupinu? Við fengum ítalska hljómsveit sem samanstóð af tveimur gítarspilurum og saxafónspilara til að spila bæði í athöfninni og veislunni. Þeir voru ótrúlega flottir og skemmtilegir. Skapaði mjög skemmtilega stemmingu, alveg til að kóróna ítölsku stemminguna. Þeir voru svo að klára um níu leytið og þá settum við íslenska slagara í gang sem krakkarnir elskuðu líka. Við vorum því öll dansandi langt fram eftir kvöldi, bæði börn og fullorðnir. Við dönsuðum svo fyrsta dansinn við Flugvélar með Nýdönsk. Ragnar tók mikið æði fyrir Nýdönsk fyrir einhverjum árum og var á tíma kallaður Raggi Nýdanski af vinum okkar í gríni en hann lagði miklar áherslur á mjaðmahreyfingar í takti við Daníel Ágúst á þessu tímabili. Okkur þykir þetta einstaklega fallegt lag báðum tveimur og tengjum mikið við textann. Allt gekk eins og í sögu.Aðsend Var eitthvað augnablik sem stóð sérstaklega upp úr? Ég get ekki nefnt eitt augnablik sem stendur upp úr heldur var það í raun bara allur dagurinn. Við fórum inn í daginn svo slök og í raun ekki með miklar fyrir fram ákveðnar væntingar, við ætluðum einfaldlega að gera gott úr öllum aðstæðum og njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar. Það var magnað hvernig hvert einasta augnablik var nákvæmlega eins og okkur hafði dreymt um að það yrði. Skýjaði dagurinn breyttist í gullfallegan sólardag. Staðsetningarnar sem ljósmyndarinn fór með okkur á var eins og ég var búin að sjá fyrir mér, án þess að ég hafði nokkuð haft puttanna í því. Börnin voru svo glöð þennan dag og fannst gaman að taka þátt í öllu sem honum tengdist. Mikil gleði var á stóra deginum.Aðsend. Auðvitað voru nokkrir hlutir sem klikkuðu eins og alltaf, til dæmis setti ég hálsmenið öfugt á mig í flýti fyrir athöfnina en ég hafði mikið fyrir því að velja mér hálsmen fyrir stóra daginn. Ég borðaði svo einungis kartöflur í aðalrétt þar sem ég borða ekki kálfakjöt sem kom óvænt í ljós að væri á matseðlinum. En það er bara allt eitthvað til að hlæja af og skiptir engu máli í stóra samhenginu. Það má líka alveg fylgja sögunni að kartöflurnar smökkuðust mjög vel. Hvað er framundan hjá ykkur á hveitibrauðsdögunum? Núna er planið að ferðast meira um Ítalíu. Við ætlum að njóta þess að vera fjögur, ég, Ragnar og börnin okkar tvö. Við ætlum að fikra okkur rólega niður til Rómar og koma við í skemmtilegum strandbæjum. Upplifa nýja og fallega staði, borða góðan mat og fá mögulega nýjar hugmyndir af uppskriftum fyrir veturinn.
Brúðkaup Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragnar Einarsson ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum. 21. júní 2022 16:01 Linda Ben gifti sig á Ítalíu: „Draumadagur lífs míns“ Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Linda Benediktsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Ragnar Einarsson í fallegri athöfn. 15. september 2022 14:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragnar Einarsson ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum. 21. júní 2022 16:01
Linda Ben gifti sig á Ítalíu: „Draumadagur lífs míns“ Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Linda Benediktsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Ragnar Einarsson í fallegri athöfn. 15. september 2022 14:15