Bergmál Sara Oskarsson skrifar 17. september 2022 13:01 Á ári hverju deyja um 40 manns á Íslandi vegna sjálfsvíga og fyrir hvert sjálfsvíg eru áætlaðar um það bil 25 sjálfsvígstilraunir. Þetta þýðir um 1000 tilraunir á ári. Þeir einstaklingar sem eru á slíkri andlegri bjargbrún verða að teljast í virkri lífshættu. Þeirra á meðal eru börn. Geðheilbrigði er ein stærsta áskorun nútímans sem og framtíðarinnar. Ný hugsun; snemmtæk íhlutun í geðheilbrigðismálum er að ryðja sér til rúms í heiminum í dag. Rannsóknir á snemmtækri íhlutun sýna fram á að sú aðferðarfræði er mikilvæg fjárfesting fyrir samfélög og sparar fjármuni til lengri tíma. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir og þeim fylgir bæði félagslegur og hagrænn ábati fyrir þjóðir. Þröskuldar og biðlistar Í samþykktri aðgerðaáætlun frá 2018 til að fækka sjálfsvígum á Íslandi koma fram mikilvæg undirmarkmið sem starfshópurinn sem vann áætluna lagði til. Eitt þeirra er að auka aðgengi að lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi. Í rökstuðningnum fyrir þann lið segir: “Eitt brýnasta viðfangsefni stjórnvalda við að stuðla að því að fólk leiti sér aðstoðar við geðrænum vanda og glati ekki voninni um bata er að ryðja úr vegi hindrunum að því að þiggja hjálp, s.s. löngum biðtíma, kostnaði og flækjustigi innan og milli kerfa. Meðal þess sem nágrannaþjóðir okkar hafa gert í þessu skyni er að koma á fót lágþröskulda (low-threshold) úrræðum í nærumhverfi þar sem fólk með væg til miðlungs alvarleg geðræn einkenni getur fengið aðstoð s.s. netmeðferð, hópmeðferð og krísuviðtöl, án tilvísunar og endurgjalds.” Í áætluninni er lagt til að “sett verði á fót tilraunaverkefni milli ríkis og Reykjavíkurborgar í samvinnu við notendur um heildstæða ráðgjafarmiðstöð til að koma til móts við þarfir ungs fólks á aldrinum 16-25 ára á sviði líkamlegs heilbrigðis, geðheilbrigðis, náms og atvinnustuðnings og vímuefnavanda í anda „Headspace“ í Ástralíu.” Þetta var gert Þetta var gert. Af okkur, frjálsu félagasamtökunum sem nú reka Bergið. Bergið Headspace sem staðsett er við Suðurgötu 10 í Reykjavík er ókeypis, biðlistalaust stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Bergið hefur vaxið ásmegin síðan að dyrnar voru fyrst opnaðar fyrir 3 árum og á síðastliðnu ári hafa um 700 ungmenni sótt þjónustu til okkar í Bergið. Eitt spor innan tíðar sparar níu síðar Á ensku er stundum sagt: “A stitch in time, saves nine” sem mætti þýða sem “eitt spor innan tíðar sparar níu síðar”. Bergið uppfyllir þá snemmtæku íhutun sem kallað er eftir í aðgerðaráætluninni og er nú þegar orðið mikilvægur hluti af kerfinu. Unga fólkið sem leitar til Bergsins kemur oftast af eigin frumkvæði en mörgu þeirra er einnig vísað til okkar annars staðar að úr kerfunum. Geðsvið Landspítala, Heilsugæslan, Barnavernd, félagsþjónustan og fleiri eru duglegir við að vísa einstaklingum til okkar. Árangur Bergsins er ótvíræður og sýna gögnin okkar að unga fólkinu líður marktækt betur eftir að hafa þegið þjónustuna. Bergið hefur nú þegar sannað gildi sitt og sinnir af krafti snemmtækri íhlutun án þröskulda og án biðlista. Málefni Bergsins Bergið hefur nú slitið barnsskónum. Styrkir og frjáls framlög hafa haldið starfsseminni á floti fram að þessu en nú er komið að tímamótum. Til þess að Bergið geti haldið áfram að bjóða unga fólkinu okkar upp á þessa mikilvægu þjónustu þarf tryggingu fyrir langtímafjármagni nú þegar. Bergið verður að fá fast og stabílt fjármagn ef að úrræðið á að haldast opið. Það er auðvitað á ábyrgð stjórnvalda að svo verði, enda er umrædd aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á þeirra borði og ábyrgðarsviði. Sambærilegar þjónustur fá umtalsverðan stuðning frá hinu opinbera í mörgum löndum sem við berum okkur saman við. Eins og Headspace í Ástralíu og í Danmörku, Jigsaw á Írlandi og Foundry í Kanada. Sárara en tárum taki Staðreyndin er sú að í dag höfum við enga tryggingu fyrir fjárhagsstuðningi frá hinu opinbera. Og klukkan tifar.. Það væri sárara en tárum taki ef að Bergið þyrfti að skella í lás á næstu mánuðum vegna skorts á fjármagni og að þjónustan yrði ekki lengur í boði fyrir allt það unga fólk sem þarf nauðsynlega á úrræðinu að halda. Við erum að sýna fram á árangur, við erum til staðar fyrir ungt fólk á Íslandi og við viljum - og verðum að halda því áfram. Dagur unga fólksins Í dag laugardaginn 17. september höldum við hátíð í Berginu Headspace í samstarfi við Fund fólksins í tilefni þess að fjögur ár eru frá stofnun samtakanna sem reka úrræðið. Við bjóðum öll velkomin til okkar á hátíðina sem hefst í höfuðstöðvum Bergsins að Suðurgötu 10 í Reykjavík. Skemmtiganga verður gengin frá Suðurgötu 10 í Reykjavík að Norræna Húsinu þar sem tónleikar verða haldnir. Þetta verður frábær viðburður þar sem við ætlum að njóta lífsins, hafa gaman og gleðjast með ungu fólki, vinum og fjölskyldu. Húsið opnar 15:00 Gangan hefst 16:00 Tónleikar verða frá 16:30-17:30 Vekjum saman athygli á mikilvægi andlegri vellíðan hjá ungu fólki. Við hvetjum sem flest ungt fólk til að mæta í gönguna og öll velkomin á tónleikana. Hlökkum til að sjá ykkur og finna stuðninginn frá ykkur! #Bunga17 #Bergið Höfundur er stjórnarformaður Bergsins og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Geðheilbrigði Sara Oskarsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Á ári hverju deyja um 40 manns á Íslandi vegna sjálfsvíga og fyrir hvert sjálfsvíg eru áætlaðar um það bil 25 sjálfsvígstilraunir. Þetta þýðir um 1000 tilraunir á ári. Þeir einstaklingar sem eru á slíkri andlegri bjargbrún verða að teljast í virkri lífshættu. Þeirra á meðal eru börn. Geðheilbrigði er ein stærsta áskorun nútímans sem og framtíðarinnar. Ný hugsun; snemmtæk íhlutun í geðheilbrigðismálum er að ryðja sér til rúms í heiminum í dag. Rannsóknir á snemmtækri íhlutun sýna fram á að sú aðferðarfræði er mikilvæg fjárfesting fyrir samfélög og sparar fjármuni til lengri tíma. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir og þeim fylgir bæði félagslegur og hagrænn ábati fyrir þjóðir. Þröskuldar og biðlistar Í samþykktri aðgerðaáætlun frá 2018 til að fækka sjálfsvígum á Íslandi koma fram mikilvæg undirmarkmið sem starfshópurinn sem vann áætluna lagði til. Eitt þeirra er að auka aðgengi að lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi. Í rökstuðningnum fyrir þann lið segir: “Eitt brýnasta viðfangsefni stjórnvalda við að stuðla að því að fólk leiti sér aðstoðar við geðrænum vanda og glati ekki voninni um bata er að ryðja úr vegi hindrunum að því að þiggja hjálp, s.s. löngum biðtíma, kostnaði og flækjustigi innan og milli kerfa. Meðal þess sem nágrannaþjóðir okkar hafa gert í þessu skyni er að koma á fót lágþröskulda (low-threshold) úrræðum í nærumhverfi þar sem fólk með væg til miðlungs alvarleg geðræn einkenni getur fengið aðstoð s.s. netmeðferð, hópmeðferð og krísuviðtöl, án tilvísunar og endurgjalds.” Í áætluninni er lagt til að “sett verði á fót tilraunaverkefni milli ríkis og Reykjavíkurborgar í samvinnu við notendur um heildstæða ráðgjafarmiðstöð til að koma til móts við þarfir ungs fólks á aldrinum 16-25 ára á sviði líkamlegs heilbrigðis, geðheilbrigðis, náms og atvinnustuðnings og vímuefnavanda í anda „Headspace“ í Ástralíu.” Þetta var gert Þetta var gert. Af okkur, frjálsu félagasamtökunum sem nú reka Bergið. Bergið Headspace sem staðsett er við Suðurgötu 10 í Reykjavík er ókeypis, biðlistalaust stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Bergið hefur vaxið ásmegin síðan að dyrnar voru fyrst opnaðar fyrir 3 árum og á síðastliðnu ári hafa um 700 ungmenni sótt þjónustu til okkar í Bergið. Eitt spor innan tíðar sparar níu síðar Á ensku er stundum sagt: “A stitch in time, saves nine” sem mætti þýða sem “eitt spor innan tíðar sparar níu síðar”. Bergið uppfyllir þá snemmtæku íhutun sem kallað er eftir í aðgerðaráætluninni og er nú þegar orðið mikilvægur hluti af kerfinu. Unga fólkið sem leitar til Bergsins kemur oftast af eigin frumkvæði en mörgu þeirra er einnig vísað til okkar annars staðar að úr kerfunum. Geðsvið Landspítala, Heilsugæslan, Barnavernd, félagsþjónustan og fleiri eru duglegir við að vísa einstaklingum til okkar. Árangur Bergsins er ótvíræður og sýna gögnin okkar að unga fólkinu líður marktækt betur eftir að hafa þegið þjónustuna. Bergið hefur nú þegar sannað gildi sitt og sinnir af krafti snemmtækri íhlutun án þröskulda og án biðlista. Málefni Bergsins Bergið hefur nú slitið barnsskónum. Styrkir og frjáls framlög hafa haldið starfsseminni á floti fram að þessu en nú er komið að tímamótum. Til þess að Bergið geti haldið áfram að bjóða unga fólkinu okkar upp á þessa mikilvægu þjónustu þarf tryggingu fyrir langtímafjármagni nú þegar. Bergið verður að fá fast og stabílt fjármagn ef að úrræðið á að haldast opið. Það er auðvitað á ábyrgð stjórnvalda að svo verði, enda er umrædd aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á þeirra borði og ábyrgðarsviði. Sambærilegar þjónustur fá umtalsverðan stuðning frá hinu opinbera í mörgum löndum sem við berum okkur saman við. Eins og Headspace í Ástralíu og í Danmörku, Jigsaw á Írlandi og Foundry í Kanada. Sárara en tárum taki Staðreyndin er sú að í dag höfum við enga tryggingu fyrir fjárhagsstuðningi frá hinu opinbera. Og klukkan tifar.. Það væri sárara en tárum taki ef að Bergið þyrfti að skella í lás á næstu mánuðum vegna skorts á fjármagni og að þjónustan yrði ekki lengur í boði fyrir allt það unga fólk sem þarf nauðsynlega á úrræðinu að halda. Við erum að sýna fram á árangur, við erum til staðar fyrir ungt fólk á Íslandi og við viljum - og verðum að halda því áfram. Dagur unga fólksins Í dag laugardaginn 17. september höldum við hátíð í Berginu Headspace í samstarfi við Fund fólksins í tilefni þess að fjögur ár eru frá stofnun samtakanna sem reka úrræðið. Við bjóðum öll velkomin til okkar á hátíðina sem hefst í höfuðstöðvum Bergsins að Suðurgötu 10 í Reykjavík. Skemmtiganga verður gengin frá Suðurgötu 10 í Reykjavík að Norræna Húsinu þar sem tónleikar verða haldnir. Þetta verður frábær viðburður þar sem við ætlum að njóta lífsins, hafa gaman og gleðjast með ungu fólki, vinum og fjölskyldu. Húsið opnar 15:00 Gangan hefst 16:00 Tónleikar verða frá 16:30-17:30 Vekjum saman athygli á mikilvægi andlegri vellíðan hjá ungu fólki. Við hvetjum sem flest ungt fólk til að mæta í gönguna og öll velkomin á tónleikana. Hlökkum til að sjá ykkur og finna stuðninginn frá ykkur! #Bunga17 #Bergið Höfundur er stjórnarformaður Bergsins og varaþingmaður.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun