„Þeir mega alveg vera með boltann mín vegna, því það sést hverjir vinna í lok leiks“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 17:26 Adam Ægir Pálsson skoraði eitt og lagði upp þrjú í dag. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflvíkinga, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt í 4-8 sigri gegn Fram. „Þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað, sérstaklega afþví að við unnum. Þetta var nokkuð ljóst að þetta var allt fyrir áhorfendur, hvað skoruðum við átta?“ „Mér fannst ég byrja ágætlega, svo dett ég í góðar stöður og næ að leggja upp þrjú mörk og svo næ ég að setja eitt í lokin sem var sætt því ég fékk nokkur færi. Mér leið vel í leiknum og gott að ná að auka á stoðsendingarnar og mörkin.“ Þrátt fyrir að skora átta mörk var Keflavík minna með boltann í leiknum en nýttu sóknirnar sínar vel. „Við höfum ekkert verið þekktir fyrir að vera með boltann í allt sumar en það hefur oftast gengið vel fyrir okkur. Þeir mega alveg vera með boltann mín vegna, því það sést hverjir vinna í lok leiks.“ Adam kom með beinum hætti að helming marka Keflvíkinga. „Tvö af þeim voru góðar hornspyrnur, við höfum lagt upp með að skora mikið úr hornspyrnum. Við erum búnir að leggja það upp á æfingasvæðinu og ég náði bara að senda hann fyrir vel í hornspyrnunum. Svo í þriðju stoðsendingunni, var þetta góður bolti og frábær skalli hjá Kian, sem hljóp bara á boltann.“ Adam er í láni frá Víkingum en klárar tímabilið með Keflvíkingum og er nokkuð brattur á framhaldið. „Framhaldið hjá mér er allavega að klára þessa fimm leiki sem eru eftir hjá Keflavík. Klára það með stæl, reyna skora og leggja eins mikið upp og ég get. Líka að vinna eins marga leiki og hægt er. Svo tekur bara við undirbúningstímabil með Víking, svo veit ég ekkert hvað gerist.“ Að mati Adams hefur sumarið verið sveiflukennt. „Það er búið að vera upp og niður. Það hafa verið sveiflur hjá okkur en heillt yfir höfum við staðið okkur vel.“ Voru vonbrigði að komast ekki í efri helming deildarinnar? „Já að einhverju leyti, við erum búnir að spila vel í sumar og leiðinlegt að komast ekki í top sex,“ sagði Adam að lokum. Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
„Þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað, sérstaklega afþví að við unnum. Þetta var nokkuð ljóst að þetta var allt fyrir áhorfendur, hvað skoruðum við átta?“ „Mér fannst ég byrja ágætlega, svo dett ég í góðar stöður og næ að leggja upp þrjú mörk og svo næ ég að setja eitt í lokin sem var sætt því ég fékk nokkur færi. Mér leið vel í leiknum og gott að ná að auka á stoðsendingarnar og mörkin.“ Þrátt fyrir að skora átta mörk var Keflavík minna með boltann í leiknum en nýttu sóknirnar sínar vel. „Við höfum ekkert verið þekktir fyrir að vera með boltann í allt sumar en það hefur oftast gengið vel fyrir okkur. Þeir mega alveg vera með boltann mín vegna, því það sést hverjir vinna í lok leiks.“ Adam kom með beinum hætti að helming marka Keflvíkinga. „Tvö af þeim voru góðar hornspyrnur, við höfum lagt upp með að skora mikið úr hornspyrnum. Við erum búnir að leggja það upp á æfingasvæðinu og ég náði bara að senda hann fyrir vel í hornspyrnunum. Svo í þriðju stoðsendingunni, var þetta góður bolti og frábær skalli hjá Kian, sem hljóp bara á boltann.“ Adam er í láni frá Víkingum en klárar tímabilið með Keflvíkingum og er nokkuð brattur á framhaldið. „Framhaldið hjá mér er allavega að klára þessa fimm leiki sem eru eftir hjá Keflavík. Klára það með stæl, reyna skora og leggja eins mikið upp og ég get. Líka að vinna eins marga leiki og hægt er. Svo tekur bara við undirbúningstímabil með Víking, svo veit ég ekkert hvað gerist.“ Að mati Adams hefur sumarið verið sveiflukennt. „Það er búið að vera upp og niður. Það hafa verið sveiflur hjá okkur en heillt yfir höfum við staðið okkur vel.“ Voru vonbrigði að komast ekki í efri helming deildarinnar? „Já að einhverju leyti, við erum búnir að spila vel í sumar og leiðinlegt að komast ekki í top sex,“ sagði Adam að lokum.
Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira