Innlent

Þrjátíu forgangsverkefni sjúkrabifreiða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Verkefnin síðasta sólarhringinn voru 99 talsins.
Verkefnin síðasta sólarhringinn voru 99 talsins. Vísir/Vilhelm

Alls fór Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 99 sjúkraflutninga útköll síðasta sólarhringinn en af þeim voru þrjátíu forgangsverkefni. Þrjár tilkynningar um eld þar sem enginn eldur var bárust lögreglu.

„Þema síðasta sólarhrings hjá okkur í slökkviþættinum voru útköll þar sem við erum boðuð vegna hugsanlegs elds en sem betur fer var enginn eldur til staðar.“

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í tveimur tilvikum var um að ræða bilun í brunaviðvörunarkerfi og í einu tilviki var verið að vinna við húsnæði þar sem mynduðust aðstæður sem bentu til þess að eldur væri til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×