Hundruð þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. september 2022 15:02 Karl III Bretlandskonungur hittir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/ Stefan Rousseau/Pool Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lagt leið sína til London fyrir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Einhverjir hafa nú þegar farið á fund Karls III Bretlandskonungs og Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Meðal þeirra sem eru komnir til Englands eru Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lendir einnig í Englandi í dag. Sky News greinir frá því að um fimm hundruð þjóðarleiðtogar og hátt settir embættismenn séu væntanlegir frá tvö hundruð löndum vegna jarðarfararinnar. Meðal þeirra ríkja sem sögð eru ekki hafa fengið boð í útför drottningarinnar eru Rússland, Hvíta-Rússland, Mjanmar, Sýrland og Afganistan en sendiherrar frá Íran, Norður-Kóreu og Níkaragva verði viðstaddir. Hér má sjá lista yfir hluta af þeim sem þjóðarleiðtogum sem búist er við að verði viðstaddir útförina. Einnig hafi fregnir borist af því að krónprins Sádi-Arabíu sé væntanlegur til landsins, hann muni hitta Karl III Bretlandskonung en ekki mæta í útförina. Samkvæmt BBC var prinsinum boðið í jarðarför drottningar en boðið sé umdeilt meðal mannréttindasamtaka. Tíu þúsund lögreglumenn ásamt hermönnum og leyniskyttum verði viðstaddir jarðarförina til þess að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga og almennings. Öryggisgæsla fyrir meira en milljarð íslenskra króna Samkvæmt Washington Post er búist við því að allt að tvær milljónir manna verði á götum úti í kringum leiðina sem líkkista drottningar mun fara en konungsfjölskyldan muni ganga á eftir vagninum sem ber líkkistuna. Konungsfjölskyldan gangi frá Westminster Hall, þar sem líkkistan hefur legið síðustu daga og að Westminster Abbey þar sem athöfnin fari fram. Einnig sé sérstakt öryggisteymi starfrækt sem fylgist með því fólki sem talið sé gagntekið af konungsfjölskyldunni og sé þeim mögulega hættulegt. Áætlað sé að öryggisgæslan fyrir jarðarförina geti kostað meira en 6,4 milljónir punda eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Öryggisgæsla fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar hafi kostað 6,4 milljónir punda en þar hafi ekki verið sama magn af þjóðarleiðtogum viðstaddir. Til þess að gæta öryggis almennings og fjölskyldunnar er breska leyniþjónustan sögð hafa farið yfir möguleika á hryðjuverkum í kringum viðburðinn ásamt erlendum kollegum sínum. Einnig hafi sprengjuleitarhundar farið yfir svæðið í marga daga til þess að tryggja megi öryggi fólks. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lagt leið sína til London fyrir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Einhverjir hafa nú þegar farið á fund Karls III Bretlandskonungs og Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Meðal þeirra sem eru komnir til Englands eru Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lendir einnig í Englandi í dag. Sky News greinir frá því að um fimm hundruð þjóðarleiðtogar og hátt settir embættismenn séu væntanlegir frá tvö hundruð löndum vegna jarðarfararinnar. Meðal þeirra ríkja sem sögð eru ekki hafa fengið boð í útför drottningarinnar eru Rússland, Hvíta-Rússland, Mjanmar, Sýrland og Afganistan en sendiherrar frá Íran, Norður-Kóreu og Níkaragva verði viðstaddir. Hér má sjá lista yfir hluta af þeim sem þjóðarleiðtogum sem búist er við að verði viðstaddir útförina. Einnig hafi fregnir borist af því að krónprins Sádi-Arabíu sé væntanlegur til landsins, hann muni hitta Karl III Bretlandskonung en ekki mæta í útförina. Samkvæmt BBC var prinsinum boðið í jarðarför drottningar en boðið sé umdeilt meðal mannréttindasamtaka. Tíu þúsund lögreglumenn ásamt hermönnum og leyniskyttum verði viðstaddir jarðarförina til þess að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga og almennings. Öryggisgæsla fyrir meira en milljarð íslenskra króna Samkvæmt Washington Post er búist við því að allt að tvær milljónir manna verði á götum úti í kringum leiðina sem líkkista drottningar mun fara en konungsfjölskyldan muni ganga á eftir vagninum sem ber líkkistuna. Konungsfjölskyldan gangi frá Westminster Hall, þar sem líkkistan hefur legið síðustu daga og að Westminster Abbey þar sem athöfnin fari fram. Einnig sé sérstakt öryggisteymi starfrækt sem fylgist með því fólki sem talið sé gagntekið af konungsfjölskyldunni og sé þeim mögulega hættulegt. Áætlað sé að öryggisgæslan fyrir jarðarförina geti kostað meira en 6,4 milljónir punda eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Öryggisgæsla fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar hafi kostað 6,4 milljónir punda en þar hafi ekki verið sama magn af þjóðarleiðtogum viðstaddir. Til þess að gæta öryggis almennings og fjölskyldunnar er breska leyniþjónustan sögð hafa farið yfir möguleika á hryðjuverkum í kringum viðburðinn ásamt erlendum kollegum sínum. Einnig hafi sprengjuleitarhundar farið yfir svæðið í marga daga til þess að tryggja megi öryggi fólks. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22