„Keflavík ákvað að vorkenna okkur og gefa okkur mark“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. september 2022 16:20 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA fóru til Keflavíkur og sóttu sigur Mynd/Þór/KA Þór/KA vann Keflavík nokkuð sannfærandi 1-3 og tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni. Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var í skýjunum eftir leik. „Eftir tíðindalitlar fjörutíu mínútur ákvað Keflavík að vorkenna okkur aðeins og gefa okkur fyrsta markið sem var vel þegið og mér fannst við tvíeflast við fyrsta markið,“ sagði Jón Stefán í samtali við Vísi eftir leik. Jón var ánægður með hvernig Þór/KA gekk á lagið eftir fyrsta markið sem skilaði tveimur mörkum til viðbótar. „Ég var ógeðslega sáttur með hvernig við héldum áfram eftir fyrsta markið. Við höfum farið flatt á því áður í sumar að vera þremur mörkum yfir. Við töluðum um að róa leikinn og taka litlar áhættu sem við gerðum frábærlega í dag.“ Jón var ánægður með hvernig liðið spilaði þremur mörkum yfir og fannst honum Þór/KA hafa lært af fyrri reynslu. „Það var ánægjulegt fyrir okkur öll að við höfum lært af því að vera ekki að glutra niður þriggja marka forystu. Maður veit ekki hvað hefði gerst í þessum leik hefðum við ekki lent í því mótlæti. Þór/KA tók risaskref í að halda sér uppi í deildinni og var Jóni létt þegar stigin þrjú voru tryggð í Keflavík. „Ég sagði að það hafi verið létt 800 kílóum af mér í viðtali um daginn og núna fóru 300 kíló af mér í viðbót og mér líður mjög vel en við erum ekki hætt það eru tveir leikir eftir,“ sagði Jón Stefán að lokum. Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
„Eftir tíðindalitlar fjörutíu mínútur ákvað Keflavík að vorkenna okkur aðeins og gefa okkur fyrsta markið sem var vel þegið og mér fannst við tvíeflast við fyrsta markið,“ sagði Jón Stefán í samtali við Vísi eftir leik. Jón var ánægður með hvernig Þór/KA gekk á lagið eftir fyrsta markið sem skilaði tveimur mörkum til viðbótar. „Ég var ógeðslega sáttur með hvernig við héldum áfram eftir fyrsta markið. Við höfum farið flatt á því áður í sumar að vera þremur mörkum yfir. Við töluðum um að róa leikinn og taka litlar áhættu sem við gerðum frábærlega í dag.“ Jón var ánægður með hvernig liðið spilaði þremur mörkum yfir og fannst honum Þór/KA hafa lært af fyrri reynslu. „Það var ánægjulegt fyrir okkur öll að við höfum lært af því að vera ekki að glutra niður þriggja marka forystu. Maður veit ekki hvað hefði gerst í þessum leik hefðum við ekki lent í því mótlæti. Þór/KA tók risaskref í að halda sér uppi í deildinni og var Jóni létt þegar stigin þrjú voru tryggð í Keflavík. „Ég sagði að það hafi verið létt 800 kílóum af mér í viðtali um daginn og núna fóru 300 kíló af mér í viðbót og mér líður mjög vel en við erum ekki hætt það eru tveir leikir eftir,“ sagði Jón Stefán að lokum.
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira