Lífið

Breska ríkis­út­varpið þekkti ekki Margréti Þór­hildi

Árni Sæberg skrifar
Margrét Þórhildur Danadrottning er ekkert sérstaklega lík Hollandsdrottningu.
Margrét Þórhildur Danadrottning er ekkert sérstaklega lík Hollandsdrottningu. Max Mumby/Getty

Fréttakonu breska ríkisútvarpsins varð á í messunni í gær þegar hún lýsti útsendingu frá móttöku Karls Bretakonungs í tilefni útfarar Elísabetar II Bretadrottningu. Hún þekkti ekki Margréti Þórhildi Danadrottningu í sjón.

„Þarna koma fleiri gestir, konungur og drottning Hollands,“ sagði fréttakonan þegar Margrét Þórhildur Danadrottning og sonur hennar Friðrik Danakrónprins gengu inn í Buckingham-höll þar sem Bretakonungur hélt móttöku fyrir erlenda þjóðarleiðtoga.

Líkt og vænta má þegar fréttafólk gerir mistök í beinni útsendingu hafa netverjar gert stólpagrín að atvikinu. Einn slíkur sagði á Twitter að hann hefði búist við meiru af sjálfu breska ríkisútvarpinu.

Þess má geta að nokkuð auðvelt ætti að vera að þekkja þær Margréti Þórhildi og Máximu Hollandsdrottningu í sundur. Sú fyrrnefnda er nefnilega 82 ára gömul en sú síðarnefnda aðeins 51 árs gömul.

Hér má sjá konungshjón Hollands, Máxine og Vilhjálm Alexander.Max Mumby/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×