Sjálfbærni felur í sér ótal tækifæri Sara Pálsdóttir skrifar 21. september 2022 09:01 Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan. Í því samhengi er mikilvægt að við lítum ekki á sjálfbærnimál sem fjötur um fót heldur horfum á tækifærin sem fylgja þeim og hvernig við náum sem bestum árangri í breyttu umhverfi. Landsbankinn stendur nú í vikunni fyrir sínum fyrsta sjálfbærnidegi. Við höfum fengið fjölda fólks að borðinu og aðalræðumaður dagsins er Tjeerd Krumpelman. Hann er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka sem náð hefur aðdáunarverðum árangri í að samþætta sjálfbærni allri sinni kjarnastarfsemi og vinna að sameiginlegum ávinningi bankans, viðskiptavina og umheimsins. Betri árangur í rekstri með sjálfbærni Meginviðfangsefni sjálfbærnidagsins í ár er einmitt hvernig hægt er að ná betri árangri í fjárfestingum og rekstri fyrirtækja með sjálfbærri hugsun. Það felast nefnilega ótal tækifæri í sjálfbærni og margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki sem tileinka sér sjálfbærni og samþætta hana kjarnastarfsemi sinni skili til lengdar betri árangri. Þetta getur t.d. falist í auknu trausti og minni orðsporsáhættu, en ekki síst og í síauknum mæli betra aðgengi að fjármögnun. Fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann blasir það við að velgengni hans byggir á velgengni samfélagsins sem hann starfar í. Sjálfbærni er því aðeins eðlilegur hluti af því að bankinn geti unnið að ávinningi fyrir eigendur sína, viðskiptavini og samfélagið um langa framtíð. Svo þetta geti gerst þurfum við að tengja sjálfbærni inn í allt sem við gerum og auka tengsl starfsfólks, viðskiptavina og almennings. Ef við höfum sama skilning á vegferðinni og vinnum að sama markmiði aukast möguleikar okkar á að ná því til muna. Þetta er einmitt eitt af hlutverkum Samfélagsins, nýs sviðs hjá Landsbankanum sem ég hef verið fengin til að leiða. Þar vinnum við að því að skapa og efla jákvæð tengsl bankans við viðskiptavini og starfsfólk. Sjálfbærnimerki Landsbankans, sem veitt er fyrirtækjum sem standast kröfur um sjálfbær verkefni, og sjálfbærnistyrkir til metnaðarfullra frumkvöðlaverkefna á sviði sjálfbærni eru dæmi um hvernig við hvetjum samstarfsaðila okkar til góðra verka og löðum fram hugmyndir. Það býr mikill kraftur í því að efla samtal og skapa fleiri tengingar milli ólíkra hópa. Markmiðið með sjálfbærnideginum er einmitt að stuðla að slíku samtali, hittast og heyra skoðanir. Hjálpum viðskiptavinum okkar að standast kröfur samtímans Hluti af því að viðhalda góðum tengslum bankans við viðskiptavini okkar og samfélag út um allt land er að miðla upplýsingum og aðstoða viðskiptavini okkar við að búa sig undir framtíðina. Við hjálpum viðskiptavinum okkar auðvitað að standast kröfur samtímans, sjá tækifærin og gerum þeim kleift að grípa þau. Sjálfbærniþættir hafa í för með sér mikil tækifæri, en munu sömuleiðis í síauknum mæli fela í sér nýjar reglur, kvaðir og ramma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar hlutverk er þá að vera til staðar og aðstoða viðskiptavini okkar, m.a. með því að bjóða leiðir og þjónustu sem hjálpa þeim að taka næstu skref inn í bjartari framtíð. Sjálfbærni og samfélagsleg málefni eru þannig ekki kvíðaefni, ógn eða óviðkomandi daglegum rekstri, heldur einmitt þættir sem eru nátengdir daglegri starfsemi. Þegar við tölum um samfélag erum við í raun að tala um viðskiptavini, eigendur og starfsumhverfið okkar. Þegar við tölum um sjálfbærni erum við að tala um að starfsemi okkar sé í jafnvægi og að við getum tryggt aðgengi að auðlindum og samfélagslegum gæðum um langa framtíð. Verkefni okkar á næstunni eru því að halda áfram að leiða saman fólk, fá nýjar hugmyndir, fræðast og læra um það hvernig nýr veruleiki getur orðið jákvætt skref í átt að aukinni velgengni. Nánari upplýsingar um sjálfbærnidag Landsbankans, dagskrá og tengil á streymi er að finna á landsbankinn.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan. Í því samhengi er mikilvægt að við lítum ekki á sjálfbærnimál sem fjötur um fót heldur horfum á tækifærin sem fylgja þeim og hvernig við náum sem bestum árangri í breyttu umhverfi. Landsbankinn stendur nú í vikunni fyrir sínum fyrsta sjálfbærnidegi. Við höfum fengið fjölda fólks að borðinu og aðalræðumaður dagsins er Tjeerd Krumpelman. Hann er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka sem náð hefur aðdáunarverðum árangri í að samþætta sjálfbærni allri sinni kjarnastarfsemi og vinna að sameiginlegum ávinningi bankans, viðskiptavina og umheimsins. Betri árangur í rekstri með sjálfbærni Meginviðfangsefni sjálfbærnidagsins í ár er einmitt hvernig hægt er að ná betri árangri í fjárfestingum og rekstri fyrirtækja með sjálfbærri hugsun. Það felast nefnilega ótal tækifæri í sjálfbærni og margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki sem tileinka sér sjálfbærni og samþætta hana kjarnastarfsemi sinni skili til lengdar betri árangri. Þetta getur t.d. falist í auknu trausti og minni orðsporsáhættu, en ekki síst og í síauknum mæli betra aðgengi að fjármögnun. Fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann blasir það við að velgengni hans byggir á velgengni samfélagsins sem hann starfar í. Sjálfbærni er því aðeins eðlilegur hluti af því að bankinn geti unnið að ávinningi fyrir eigendur sína, viðskiptavini og samfélagið um langa framtíð. Svo þetta geti gerst þurfum við að tengja sjálfbærni inn í allt sem við gerum og auka tengsl starfsfólks, viðskiptavina og almennings. Ef við höfum sama skilning á vegferðinni og vinnum að sama markmiði aukast möguleikar okkar á að ná því til muna. Þetta er einmitt eitt af hlutverkum Samfélagsins, nýs sviðs hjá Landsbankanum sem ég hef verið fengin til að leiða. Þar vinnum við að því að skapa og efla jákvæð tengsl bankans við viðskiptavini og starfsfólk. Sjálfbærnimerki Landsbankans, sem veitt er fyrirtækjum sem standast kröfur um sjálfbær verkefni, og sjálfbærnistyrkir til metnaðarfullra frumkvöðlaverkefna á sviði sjálfbærni eru dæmi um hvernig við hvetjum samstarfsaðila okkar til góðra verka og löðum fram hugmyndir. Það býr mikill kraftur í því að efla samtal og skapa fleiri tengingar milli ólíkra hópa. Markmiðið með sjálfbærnideginum er einmitt að stuðla að slíku samtali, hittast og heyra skoðanir. Hjálpum viðskiptavinum okkar að standast kröfur samtímans Hluti af því að viðhalda góðum tengslum bankans við viðskiptavini okkar og samfélag út um allt land er að miðla upplýsingum og aðstoða viðskiptavini okkar við að búa sig undir framtíðina. Við hjálpum viðskiptavinum okkar auðvitað að standast kröfur samtímans, sjá tækifærin og gerum þeim kleift að grípa þau. Sjálfbærniþættir hafa í för með sér mikil tækifæri, en munu sömuleiðis í síauknum mæli fela í sér nýjar reglur, kvaðir og ramma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar hlutverk er þá að vera til staðar og aðstoða viðskiptavini okkar, m.a. með því að bjóða leiðir og þjónustu sem hjálpa þeim að taka næstu skref inn í bjartari framtíð. Sjálfbærni og samfélagsleg málefni eru þannig ekki kvíðaefni, ógn eða óviðkomandi daglegum rekstri, heldur einmitt þættir sem eru nátengdir daglegri starfsemi. Þegar við tölum um samfélag erum við í raun að tala um viðskiptavini, eigendur og starfsumhverfið okkar. Þegar við tölum um sjálfbærni erum við að tala um að starfsemi okkar sé í jafnvægi og að við getum tryggt aðgengi að auðlindum og samfélagslegum gæðum um langa framtíð. Verkefni okkar á næstunni eru því að halda áfram að leiða saman fólk, fá nýjar hugmyndir, fræðast og læra um það hvernig nýr veruleiki getur orðið jákvætt skref í átt að aukinni velgengni. Nánari upplýsingar um sjálfbærnidag Landsbankans, dagskrá og tengil á streymi er að finna á landsbankinn.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar