Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Kolbeinn Tumi Daðason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 20. september 2022 15:45 Vindmyllan féll með afli til jarðar. Vísir/Egill Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn eftir sex tilraunir. Aðgerðin tók átta klukkustundir. Aðgerðin í dag tók mun skemmri tíma, eða um tvo tíma. Vindmyllan virtist reyndar ætla að láta bíða eftir sér því ekki fór hún niður eftir fyrsta skurðinn í gegnum hana. Starfsmenn Hringrásar skáru þá meira í vindmylluna og beittu einnig tjakki, sem virðist hafa gert gæfumuninn, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan. Ingvar Jóel Ingvarsson, starfsmaður Hringrásar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hlupu burt þegar hún féll „Þetta gekk bara ágætlega. Við hefjum viljað vera búnir aðeins fyrr,“ sagði Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar, í viðtali við Hallgerði Kolbrúnu E. Jónsdóttur, fréttamann okkar sem fylgdist með á vettvangi ásamt Agli Aðalsteinssyni, tökumanni. Sjá mátti starfsmenn Hringrásar hlaupa í burtu frá vindmyllunni þegar hún byrjaði að falla. Sigmar telur líklegt að rokið á vettvangi hafi mögulega tafið eitthvað fyrir. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Það er mjög líklegt að það hafi gert það að verkum að hún féll ekki strax í byrjun, vindurinn. Við það að fá tjakkinn undir þá skipti það máli.“ Um 60 tonn af stáli liggja nú á jörðinni við Þykkvabæ. Starfsmenn Hringrásar munu hefjast handa á eftir við að brytja hana niður. Stálið verður flutt til Reykjavíkur og þaðan erlendis til endurvinnslu. Hér að neðan má sjá þegar fyrri vindmyllan féll loks í sjöttu tilraun í janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn eftir sex tilraunir. Aðgerðin tók átta klukkustundir. Aðgerðin í dag tók mun skemmri tíma, eða um tvo tíma. Vindmyllan virtist reyndar ætla að láta bíða eftir sér því ekki fór hún niður eftir fyrsta skurðinn í gegnum hana. Starfsmenn Hringrásar skáru þá meira í vindmylluna og beittu einnig tjakki, sem virðist hafa gert gæfumuninn, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan. Ingvar Jóel Ingvarsson, starfsmaður Hringrásar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hlupu burt þegar hún féll „Þetta gekk bara ágætlega. Við hefjum viljað vera búnir aðeins fyrr,“ sagði Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar, í viðtali við Hallgerði Kolbrúnu E. Jónsdóttur, fréttamann okkar sem fylgdist með á vettvangi ásamt Agli Aðalsteinssyni, tökumanni. Sjá mátti starfsmenn Hringrásar hlaupa í burtu frá vindmyllunni þegar hún byrjaði að falla. Sigmar telur líklegt að rokið á vettvangi hafi mögulega tafið eitthvað fyrir. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Það er mjög líklegt að það hafi gert það að verkum að hún féll ekki strax í byrjun, vindurinn. Við það að fá tjakkinn undir þá skipti það máli.“ Um 60 tonn af stáli liggja nú á jörðinni við Þykkvabæ. Starfsmenn Hringrásar munu hefjast handa á eftir við að brytja hana niður. Stálið verður flutt til Reykjavíkur og þaðan erlendis til endurvinnslu. Hér að neðan má sjá þegar fyrri vindmyllan féll loks í sjöttu tilraun í janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Sjá meira
Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46