Eina mark fyrri hálfleiksins skoraði Lea Schuller á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Klara Buhl og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja.
Þrátt fyrir að vera minna með boltann í síðari hálfleik voru það gestirnir í Bayern sem voru hættulegri það sem eftir lifði leiks. Ekki tókst liðunum þó að bæta við mörkum og niðurstaðan því 0-1 sigur Bayern.
Bayern München fer því með eins marks forskot inn í síðari leik liðanna sem fer fram á fimmtudaginn í næstu viku. Takist Glódísi og stöllum hennar að forðast tap er liðið á leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.