Neita að reyna að sanna hvort Trump hafi svipt leynd af gögnunum Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2022 22:53 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Tom E. Puskar Alríkisdómari sem fenginn var til að fara yfir opinber og leynileg gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) tóku af Donald Trump, fyrrverandi forseta, í ágúst þrýsti á dómara Trumps í dómsal í dag. Hann vildi að þeir færðu sannanir fyrir því að Trump hefði svipt leynd af gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og hvaða gögn um væri að ræða. Því neituðu lögmennirnir að svara á þeim grundvelli að Trump gæti þurft að nota málefnið um leynd gagnanna til að verjast ákæru frá dómsmálaráðuneytinu. Raymond Dearie, dómarinn, gagnrýndi lögmennina og sagði að þeir gætu ekki „borðað kökuna og átt hana“. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Á meðal gagnanna fundust rúmlega hundrað háleynileg skjöl en Trump hefur ítrekað haldið því fram að hann hafi átt gögnin og svipt leyndinni af leynilegum skjölum, sem hann gæti í raun gert sem forseti. Engar vísbendingar og engar skriflegar skipanir hafa þó litið dagsins ljós sem gefa í skyn að Trump hafi nokkurn tímann reynt að svipta leyndinni af gögnunum. Dearie var fenginn til þess að fara yfir gögnin og reyna að segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. Sjá einnig: Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Dearie fundaði með lögmönnum Trumps og saksóknurum í dag til að ákveða næstu skref í verkefni hans. AP fréttaveitan segir að búist sé við því að það muni taka einhverjar vikur ef ekki mánuði en í millitíðinni getur dómsmálaráðuneytið ekki haldið áfram yfirstandandi rannsókn á veru gagnanna í Mar-a-Lago. Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað þeim hluta úrskurðarins, með því markmiði að fá að halda rannsókninni áfram á meðan Dearie fer yfir gögnin. Þegar lögmenn Trumps neituðu að svara spurningum Dearie um gögnin og færa fram sannanir fyrir því að leyndinni hefði verið svipt af þeim, sagði hann að ef svo væri og að dómsmálaráðuneytið sagði að gögnin væru enn leynileg, þá væri þeim hluta málsins í raun lokið. Svar lögmannanna vakti furðu og þá sérstaklega með tilliti til þess að það voru þeir sem lögðu fram kröfu um að einhver yrði skipaður til að fara yfir gögnin og þeir sem tilnefndu Dearie til þess. Sérfræðingar hafa gagnrýnt Aileen Cannon, dómarann sem úrskurðaði þeim í vil, harðlega fyrir ákvörðun hennar og sökuðu hana um að gefa Trump réttindi sem aðrir íbúar Bandaríkjanna hefðu ekki. Hún var skipuð í embætti af Trump, níu dögum eftir að hann tapaði forsetakosningunum gegn Joe Biden árið 2020. Cannon hafði gefið Dearie frest til 30. nóvember til að klára verkefni sitt og sagt honum að leggja mesta áherslu á leynileg gögn sem fundust í Mar-a-Lago. Lögmenn Trumps fóru þó fram á að fresturinn yrði lengdur. Dearie sagðist þó ætla að klára fyrir 30. nóvember. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36 Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Því neituðu lögmennirnir að svara á þeim grundvelli að Trump gæti þurft að nota málefnið um leynd gagnanna til að verjast ákæru frá dómsmálaráðuneytinu. Raymond Dearie, dómarinn, gagnrýndi lögmennina og sagði að þeir gætu ekki „borðað kökuna og átt hana“. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Á meðal gagnanna fundust rúmlega hundrað háleynileg skjöl en Trump hefur ítrekað haldið því fram að hann hafi átt gögnin og svipt leyndinni af leynilegum skjölum, sem hann gæti í raun gert sem forseti. Engar vísbendingar og engar skriflegar skipanir hafa þó litið dagsins ljós sem gefa í skyn að Trump hafi nokkurn tímann reynt að svipta leyndinni af gögnunum. Dearie var fenginn til þess að fara yfir gögnin og reyna að segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. Sjá einnig: Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Dearie fundaði með lögmönnum Trumps og saksóknurum í dag til að ákveða næstu skref í verkefni hans. AP fréttaveitan segir að búist sé við því að það muni taka einhverjar vikur ef ekki mánuði en í millitíðinni getur dómsmálaráðuneytið ekki haldið áfram yfirstandandi rannsókn á veru gagnanna í Mar-a-Lago. Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað þeim hluta úrskurðarins, með því markmiði að fá að halda rannsókninni áfram á meðan Dearie fer yfir gögnin. Þegar lögmenn Trumps neituðu að svara spurningum Dearie um gögnin og færa fram sannanir fyrir því að leyndinni hefði verið svipt af þeim, sagði hann að ef svo væri og að dómsmálaráðuneytið sagði að gögnin væru enn leynileg, þá væri þeim hluta málsins í raun lokið. Svar lögmannanna vakti furðu og þá sérstaklega með tilliti til þess að það voru þeir sem lögðu fram kröfu um að einhver yrði skipaður til að fara yfir gögnin og þeir sem tilnefndu Dearie til þess. Sérfræðingar hafa gagnrýnt Aileen Cannon, dómarann sem úrskurðaði þeim í vil, harðlega fyrir ákvörðun hennar og sökuðu hana um að gefa Trump réttindi sem aðrir íbúar Bandaríkjanna hefðu ekki. Hún var skipuð í embætti af Trump, níu dögum eftir að hann tapaði forsetakosningunum gegn Joe Biden árið 2020. Cannon hafði gefið Dearie frest til 30. nóvember til að klára verkefni sitt og sagt honum að leggja mesta áherslu á leynileg gögn sem fundust í Mar-a-Lago. Lögmenn Trumps fóru þó fram á að fresturinn yrði lengdur. Dearie sagðist þó ætla að klára fyrir 30. nóvember.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36 Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36
Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03
Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent