Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Herkvaðning og hótanir Rússlandsforseta,  kólnun á fasteignamarkaði, lyfjaskortur og brostnar vonir um Þjóðarhöll verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Rússar hyggjast grípa til herkvaðningar og hafa í hótunum við Vesturlönd. Orðræða stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst. Hagfræðingur segir kólnunina á markaðnum kærkomna.

Þrenn hagsmunasamtök hafa sent út ákall til stjórnvalda um að afstýra 20 prósenta hækkun fasteignaskatta-og gjalda.

Velferðanefnd Alþingis fundaði í morgun um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Formaðurinn segir mikilvægt að komast fyrir vandann.

„Þetta eru bara vonbrigði að engin vinna sé hafin,“ segir formaður KKÍ. Áfram er verið að fresta aðgerðum að nýrri Þjóðarhöll.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×