Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2022 12:00 Erla Bolladóttir á blaðamannafundinum, ásamt lögmanni hennar, Sigrúnu Gísladóttur. Vísir/Vilhelm Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Fundurinn fór fram í Bókasamlaginu í Skipholti í Reykjavík þar sem Erla og lögmaður hennar, Sigrún Gísladóttir, munu fara yfir stöðuna eftir tíðindi gærdagsins. Horfa má á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan, auk þess að tíðindum fundsins var lýst í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Hefur hún á undanförnum árum barist fyrir því að dómurinn verði endurupptekinn. Allir fengið endurupptöku nema Erla Úrskurður Endurupptökudóms féll í síðustu viku. Dómstóllinn féllst ekki á það að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins eða að lögregla, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, svo sem að vitni hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi. Var kröfu Erlu því hafnað. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin þá að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar.
Fundurinn fór fram í Bókasamlaginu í Skipholti í Reykjavík þar sem Erla og lögmaður hennar, Sigrún Gísladóttir, munu fara yfir stöðuna eftir tíðindi gærdagsins. Horfa má á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan, auk þess að tíðindum fundsins var lýst í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Hefur hún á undanförnum árum barist fyrir því að dómurinn verði endurupptekinn. Allir fengið endurupptöku nema Erla Úrskurður Endurupptökudóms féll í síðustu viku. Dómstóllinn féllst ekki á það að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins eða að lögregla, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, svo sem að vitni hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi. Var kröfu Erlu því hafnað. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin þá að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar.
Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40 Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32 „Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29
Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40
Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32
„Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25