Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 20:26 Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, segir niðurstöðurnar að vissu leyti koma á óvart. Vísir/Egill Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. Síðastliðin tíu ár hefur tíðni krabbameina verið meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og höfðu íbúar margir hverjir áhyggjur af því að hún skýrðist af mengun í vatnsbólum í tengslum við herstöðina á tímum Varnarliðsins. Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, bendir á að árið 1988 hafi sýni verið tekin úr vatnsbólunum sex sem voru í notkun í Keflavík og Njarðvík og mengun fundist í einu þeirra. Árið 1991 hafi þeim öllum verið lokað og nú vatnsból tekin í notkun. „Við tókum niðurstöðurnar um mengunina, það var reyndar bara yfir viðmiðunarmörkum í einu af þessum sex vatnsbólum, og út frá því gátum við áætlað að þetta efni, Trichloroethene, eykur áhættuna á nýrnakrabbameini ákveðið mikið og það er hægt að áætla hversu stóran hluta það skýrir af krabbameinum sem hafa greinst í nýrum þarna á þessum árum,“ segir Laufey. Mengunin var aðeins yfir viðmiðunarmörkum í einu vatnsbóli. Í heildina hafi það aðeins verið skýring á fjórum krabbameinstilvikum á tímabilinu 1955 til 2010, sem sé ekki mikið í samanburði við önnur tilvik og í raun minna en rannsakendur héldu í upphafi. Þá hafi vatnsbólin verið tekin úr notkun áður en hækkunarinnar varð vart og ólíklegt að fleiri slík tilfelli muni koma upp. Þegar aðrir þekktir og krabbameinsvaldar sem tengjast lífsstíl voru skoðaðir, það eru reykingar, offita eða ofþyngd, og áfengisneyslu, hafi tilvikin verið mun fleiri á síðustu tíu árum. „Í Reykjanesbæ þá skýra þessi atriði 198 tilfelli bara á síðustu árum, þannig það er sennilega það sem skýrir þetta aukna nýgengi,“ segir Laufey en reykingar og ofþyngd eða offita voru algengari í Reykjanesbæ á rannsóknartímabilinu miðað við aðra staði á landinu. Langflest tilfelli mátti rekja til reykinga, alls 140 af 721 greindum krabbameinum í Reykjanesbæ frá árinu 2010, eða nítján prósent. Til samanburðar var hlutfallið sextán prósent á höfuðborgarsvæðinu og fimmtán prósent annars staðar á landinu. Alls mátti rekja 28 prósent krabbameina í Reykjanesbæ til lífstílstengdra þátta en aðeins 22 prósent annars staðar á landinu. Í lokaorðum rannsóknarinnar segir að dregið hafi þó úr reykingum almennt síðustu fjörutíu til fimmtíu ár, sem hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda krabbameina. Aftur á móti sé í gangi óheillaþróun varðandi aukningu á ofþyngd eða offitu sem snúa þurfi við. „Þetta eru þættir sem að þarf náttúrulega bara að gera eitthvað í, þarna er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr mjög mörgum krabbameinstilfellum, bæði þarna og annars staðar á landinu reyndar,“ segir Laufey. Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Síðastliðin tíu ár hefur tíðni krabbameina verið meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og höfðu íbúar margir hverjir áhyggjur af því að hún skýrðist af mengun í vatnsbólum í tengslum við herstöðina á tímum Varnarliðsins. Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, bendir á að árið 1988 hafi sýni verið tekin úr vatnsbólunum sex sem voru í notkun í Keflavík og Njarðvík og mengun fundist í einu þeirra. Árið 1991 hafi þeim öllum verið lokað og nú vatnsból tekin í notkun. „Við tókum niðurstöðurnar um mengunina, það var reyndar bara yfir viðmiðunarmörkum í einu af þessum sex vatnsbólum, og út frá því gátum við áætlað að þetta efni, Trichloroethene, eykur áhættuna á nýrnakrabbameini ákveðið mikið og það er hægt að áætla hversu stóran hluta það skýrir af krabbameinum sem hafa greinst í nýrum þarna á þessum árum,“ segir Laufey. Mengunin var aðeins yfir viðmiðunarmörkum í einu vatnsbóli. Í heildina hafi það aðeins verið skýring á fjórum krabbameinstilvikum á tímabilinu 1955 til 2010, sem sé ekki mikið í samanburði við önnur tilvik og í raun minna en rannsakendur héldu í upphafi. Þá hafi vatnsbólin verið tekin úr notkun áður en hækkunarinnar varð vart og ólíklegt að fleiri slík tilfelli muni koma upp. Þegar aðrir þekktir og krabbameinsvaldar sem tengjast lífsstíl voru skoðaðir, það eru reykingar, offita eða ofþyngd, og áfengisneyslu, hafi tilvikin verið mun fleiri á síðustu tíu árum. „Í Reykjanesbæ þá skýra þessi atriði 198 tilfelli bara á síðustu árum, þannig það er sennilega það sem skýrir þetta aukna nýgengi,“ segir Laufey en reykingar og ofþyngd eða offita voru algengari í Reykjanesbæ á rannsóknartímabilinu miðað við aðra staði á landinu. Langflest tilfelli mátti rekja til reykinga, alls 140 af 721 greindum krabbameinum í Reykjanesbæ frá árinu 2010, eða nítján prósent. Til samanburðar var hlutfallið sextán prósent á höfuðborgarsvæðinu og fimmtán prósent annars staðar á landinu. Alls mátti rekja 28 prósent krabbameina í Reykjanesbæ til lífstílstengdra þátta en aðeins 22 prósent annars staðar á landinu. Í lokaorðum rannsóknarinnar segir að dregið hafi þó úr reykingum almennt síðustu fjörutíu til fimmtíu ár, sem hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda krabbameina. Aftur á móti sé í gangi óheillaþróun varðandi aukningu á ofþyngd eða offitu sem snúa þurfi við. „Þetta eru þættir sem að þarf náttúrulega bara að gera eitthvað í, þarna er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr mjög mörgum krabbameinstilfellum, bæði þarna og annars staðar á landinu reyndar,“ segir Laufey.
Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira