Opnað á umfjöllun um tjón Eyvindartungubænda Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 11:30 Hluti vegfyllingar við Lyngdalsheiði gaf sig í apríl 2019. Bændur á Eyvindartungu segja að efni hafi farið með ánni og í uppistöðulón og valdið þar tjóni á virkjun í þeirra eigu. Jón Snæbjörnsson Landsréttur hefur úrskurðað að mál bænda að Eyvindartungi í Bláskógabyggð gegn Vegagerðinni, sem höfðað var vegna aurskriðu sem féll á lóð þeirra við veginn um Lyngdalsheiði, skuli tekið til efnislegrar meðferðar í héraði. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður vísað málinu frá dómi. Deilan snýr að því að bændur að Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar, þar sem vegurinn liggur yfir Sandá, hafi gefið sig í apríl 2019. Jarðefni hafi þá runnið niður í farveg árinnar og valdið skemmdum á landi og mannvirkjum í þeirra eigu. Bændurnir segja að hluti jarðefnisins hafi borist niður í uppistöðulón tveggja vatnsaflsvirkjana í eigu þeirra. Til að ná fyrri rekstrar-og miðlunarskilyrðum fyrir umrædda virkjun, Sandárvirkjun V, hafi þurft að fjarlægja umframefni sem barst í lónið við úrrennslið og hafi heildarkostnaður af framkvæmdinni verið talinn nema um tíu milljónum króna. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands ákvað í sumar að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að stefnendur hafi ekki sýnt nægilega fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni í skilninga laga um meðferð einkamála og að skilyrði fyrir málshöfðun vegna viðurkenningar á bótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá var bændunum gert að greiða Vegagerðinni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið.Jón Snæbjörnsson Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi Eyvindartunga ehf hafa leitt að því nægar líkur að þau hafi orðið fyrir fjártjóni vegna aurskriðunnar. Því var talið að skilyrði fyrir því að taka viðurkenningarkröfuna til efnislegrar umfjöllunar væru uppfyllt. Hinn kærði úrskurður því því felldur úr gildi. Segja veginn ekki rétt hannaðan Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið. Vildu þeir meina að hönnuðum og framkvæmdaaðilum eigi ekki að hafa dulist að í vegstæðinu, og þar í kring, hafi verið vatnsuppsprettur og að huga hafi þurft að því við gerð vegarins. Dómsmál Samgöngur Vegagerð Bláskógabyggð Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Deilan snýr að því að bændur að Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar, þar sem vegurinn liggur yfir Sandá, hafi gefið sig í apríl 2019. Jarðefni hafi þá runnið niður í farveg árinnar og valdið skemmdum á landi og mannvirkjum í þeirra eigu. Bændurnir segja að hluti jarðefnisins hafi borist niður í uppistöðulón tveggja vatnsaflsvirkjana í eigu þeirra. Til að ná fyrri rekstrar-og miðlunarskilyrðum fyrir umrædda virkjun, Sandárvirkjun V, hafi þurft að fjarlægja umframefni sem barst í lónið við úrrennslið og hafi heildarkostnaður af framkvæmdinni verið talinn nema um tíu milljónum króna. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands ákvað í sumar að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að stefnendur hafi ekki sýnt nægilega fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni í skilninga laga um meðferð einkamála og að skilyrði fyrir málshöfðun vegna viðurkenningar á bótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá var bændunum gert að greiða Vegagerðinni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið.Jón Snæbjörnsson Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi Eyvindartunga ehf hafa leitt að því nægar líkur að þau hafi orðið fyrir fjártjóni vegna aurskriðunnar. Því var talið að skilyrði fyrir því að taka viðurkenningarkröfuna til efnislegrar umfjöllunar væru uppfyllt. Hinn kærði úrskurður því því felldur úr gildi. Segja veginn ekki rétt hannaðan Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið. Vildu þeir meina að hönnuðum og framkvæmdaaðilum eigi ekki að hafa dulist að í vegstæðinu, og þar í kring, hafi verið vatnsuppsprettur og að huga hafi þurft að því við gerð vegarins.
Dómsmál Samgöngur Vegagerð Bláskógabyggð Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira