Opnað á umfjöllun um tjón Eyvindartungubænda Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 11:30 Hluti vegfyllingar við Lyngdalsheiði gaf sig í apríl 2019. Bændur á Eyvindartungu segja að efni hafi farið með ánni og í uppistöðulón og valdið þar tjóni á virkjun í þeirra eigu. Jón Snæbjörnsson Landsréttur hefur úrskurðað að mál bænda að Eyvindartungi í Bláskógabyggð gegn Vegagerðinni, sem höfðað var vegna aurskriðu sem féll á lóð þeirra við veginn um Lyngdalsheiði, skuli tekið til efnislegrar meðferðar í héraði. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður vísað málinu frá dómi. Deilan snýr að því að bændur að Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar, þar sem vegurinn liggur yfir Sandá, hafi gefið sig í apríl 2019. Jarðefni hafi þá runnið niður í farveg árinnar og valdið skemmdum á landi og mannvirkjum í þeirra eigu. Bændurnir segja að hluti jarðefnisins hafi borist niður í uppistöðulón tveggja vatnsaflsvirkjana í eigu þeirra. Til að ná fyrri rekstrar-og miðlunarskilyrðum fyrir umrædda virkjun, Sandárvirkjun V, hafi þurft að fjarlægja umframefni sem barst í lónið við úrrennslið og hafi heildarkostnaður af framkvæmdinni verið talinn nema um tíu milljónum króna. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands ákvað í sumar að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að stefnendur hafi ekki sýnt nægilega fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni í skilninga laga um meðferð einkamála og að skilyrði fyrir málshöfðun vegna viðurkenningar á bótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá var bændunum gert að greiða Vegagerðinni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið.Jón Snæbjörnsson Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi Eyvindartunga ehf hafa leitt að því nægar líkur að þau hafi orðið fyrir fjártjóni vegna aurskriðunnar. Því var talið að skilyrði fyrir því að taka viðurkenningarkröfuna til efnislegrar umfjöllunar væru uppfyllt. Hinn kærði úrskurður því því felldur úr gildi. Segja veginn ekki rétt hannaðan Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið. Vildu þeir meina að hönnuðum og framkvæmdaaðilum eigi ekki að hafa dulist að í vegstæðinu, og þar í kring, hafi verið vatnsuppsprettur og að huga hafi þurft að því við gerð vegarins. Dómsmál Samgöngur Vegagerð Bláskógabyggð Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Sjá meira
Deilan snýr að því að bændur að Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar, þar sem vegurinn liggur yfir Sandá, hafi gefið sig í apríl 2019. Jarðefni hafi þá runnið niður í farveg árinnar og valdið skemmdum á landi og mannvirkjum í þeirra eigu. Bændurnir segja að hluti jarðefnisins hafi borist niður í uppistöðulón tveggja vatnsaflsvirkjana í eigu þeirra. Til að ná fyrri rekstrar-og miðlunarskilyrðum fyrir umrædda virkjun, Sandárvirkjun V, hafi þurft að fjarlægja umframefni sem barst í lónið við úrrennslið og hafi heildarkostnaður af framkvæmdinni verið talinn nema um tíu milljónum króna. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands ákvað í sumar að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að stefnendur hafi ekki sýnt nægilega fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni í skilninga laga um meðferð einkamála og að skilyrði fyrir málshöfðun vegna viðurkenningar á bótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá var bændunum gert að greiða Vegagerðinni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið.Jón Snæbjörnsson Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi Eyvindartunga ehf hafa leitt að því nægar líkur að þau hafi orðið fyrir fjártjóni vegna aurskriðunnar. Því var talið að skilyrði fyrir því að taka viðurkenningarkröfuna til efnislegrar umfjöllunar væru uppfyllt. Hinn kærði úrskurður því því felldur úr gildi. Segja veginn ekki rétt hannaðan Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið. Vildu þeir meina að hönnuðum og framkvæmdaaðilum eigi ekki að hafa dulist að í vegstæðinu, og þar í kring, hafi verið vatnsuppsprettur og að huga hafi þurft að því við gerð vegarins.
Dómsmál Samgöngur Vegagerð Bláskógabyggð Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Sjá meira