Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 10:23 Pósthúsið á Kópaskeri hefur verið til húsa við Bakkagötu (niðri til vinstri). Vísir/Vilhelm Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. Frá þessu segir á vef Póstsins þar sem fram kemur að til standi að leggja áherslu á aðrar þjónustulausnir og að áfram verði boðið upp á góða þjónustu. Greint var frá lokununum inni á heimasíðu Póstsins fyrr í mánuðinum en sveitarstjórn Skagastrandar tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá starfsfólki póstafgreiðslunnar á Skagaströnd þar sem lokunni er mótmælt harðlega. Pósturinn á Skagaströnd hefur verið til húsa í Höfða við Hólanesveg.Já.is „Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til þess að fara yfir stöðuna og var sveitarstjórn falið að boða til fundar með aðilum,“ segir í fundargerðinni. Breytingar sem þessar geta reynst erfiðar Á síðu Póstsins segir að starfsemi Póstsins á öllu landinu sé margþætt og að rekstur pósthúsa sé einn þáttur starfseminnar. Pósturinn í Grindavík.Já.is „Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum en sem dæmi má nefna að frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi.“ Þá segir að á sama tíma skilji fyrirtækið að breytingar líkt og þessar geti reynst erfiðar og þess vegna vilji Pósturinn upplýsa íbúa tímanlega og svara öllum helstu spurningum sem gætu vaknað. Engar uppsagnir Í svari Póstsins við fyrirspurn fréttastofu segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar vegna lokana þessara þriggja pósthúsa. „Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum. Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu. Pósturinn Skagaströnd Norðurþing Grindavík Tengdar fréttir Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Frá þessu segir á vef Póstsins þar sem fram kemur að til standi að leggja áherslu á aðrar þjónustulausnir og að áfram verði boðið upp á góða þjónustu. Greint var frá lokununum inni á heimasíðu Póstsins fyrr í mánuðinum en sveitarstjórn Skagastrandar tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá starfsfólki póstafgreiðslunnar á Skagaströnd þar sem lokunni er mótmælt harðlega. Pósturinn á Skagaströnd hefur verið til húsa í Höfða við Hólanesveg.Já.is „Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til þess að fara yfir stöðuna og var sveitarstjórn falið að boða til fundar með aðilum,“ segir í fundargerðinni. Breytingar sem þessar geta reynst erfiðar Á síðu Póstsins segir að starfsemi Póstsins á öllu landinu sé margþætt og að rekstur pósthúsa sé einn þáttur starfseminnar. Pósturinn í Grindavík.Já.is „Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum en sem dæmi má nefna að frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi.“ Þá segir að á sama tíma skilji fyrirtækið að breytingar líkt og þessar geti reynst erfiðar og þess vegna vilji Pósturinn upplýsa íbúa tímanlega og svara öllum helstu spurningum sem gætu vaknað. Engar uppsagnir Í svari Póstsins við fyrirspurn fréttastofu segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar vegna lokana þessara þriggja pósthúsa. „Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum. Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu.
Pósturinn Skagaströnd Norðurþing Grindavík Tengdar fréttir Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30