Tónlist

Bubbi og Auður senda frá sér lagið Tárin falla hægt

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bubbi og Auður gefa út lagið Tárin falla hægt. Tónlistarmennirnir eru saman höfundar lags og texta.
Bubbi og Auður gefa út lagið Tárin falla hægt. Tónlistarmennirnir eru saman höfundar lags og texta. Vignir Daði Valtýsson

Tónlistarmennirnir Bubbi Morthens og Auður Lúthersson gefa saman nýtt lag á miðnætti í kvöld. Lagið ber nafnið Tárin falla hægt og er þeirra fyrsta samstarfsverkefni.

 Laginu Tárin falla hægt er lýst sem haustslagara. „Stórir gítarar, stríðstrommur og angurvær hljóðheimur einkenna lagið,“ segir í tilkynningu frá útgefandanum Alda Music. 

Í mynd sem þeir birtu á samfélagsmiðlum í dag eru þeir báðir klæddir í hvítt. Bubbi og Auður sitja saman í kirkju og Bubbi er með kross í höndunum. Auður situr á bekk fyrir aftan Bubba og horfir niður. 

Auður hefur ekki gefið út nýja tónlist síðan hann steig til hliðar frá uppsetningu Rómeó og Júlíu í júní á síðasta ári í kjölfar ásakana um ofbeldi. Hann sendi þá frá sér yfirlýsingu og játaði að hafa farið yfir mörk konu, líkt og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Auður hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir tónlist sína í verkinu Rómeó og Júlía. 

Bubbi hefur lengi verið aðdáandi tónlistarmannsins.

„Mér finnst þetta besti tónlistarmaðurinn sem hefur komið fram á Íslandi í áratugi. Hann heitir Auður og og hann er hérna með okkur í kvöld,“ sagði Bubbi Morthens á Þorláksmessutónleikum sínum árið 2020. Atvikið náðist á mynband og var það sýnt í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2. 

„Hann er gífurlega flottur textahöfundur, geggjaður lagahöfundur, geggjaður pródúsent og geggjaður gítarleikari. Þá er ég búinn að mæra uppáhalds tónlistarmanninn í kvöld,“ sagði Bubbi og Auður hágrét á fremsta bekk í salnum.  Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“

Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum.

Auður tekur ekki þátt í upp­setningu Rómeó og Júlíu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu.

Yfir­lýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökku­sögur“ á Twitter

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því.

UN Wo­men fjar­lægir allt markaðs­efni með Auði

UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×