Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 10:52 Dauði hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini hefur vakið mikla reiði í Íran. AP Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. Tugir þúsunda hafa haldið út á götur Íran undanfarna daga til að mótmæla dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini sem lést í haldi lögreglu í síðustu viku en hún var handtekinn fyrir að fylgja ekki ströngum reglum klerkastjórnar Írans um klæðaburð. Ríkismiðill Írans greindi frá því í vikunni að mótmælin, sem upprunalega voru í norðvesturhluta landsins þar sem meirihluti íbúa eru Kúrdar, hafi náð að dreifa sér til að minnsta kosti þrettán borga, þar á meðal höfuðborgarinnar, Tehran. Konur hafa meðal annars fjarlægt höfuðklúta sína og kveikt í þeim í mótmælaskyni. Þá hafa mótmælendur hrópað á götum úti og kallað eftir dauða leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei. Brave Muslim women of Iran burning Hijab and claiming freedom pic.twitter.com/O25U2UEhUZ— Kapil Mishra (@KapilMishra_IND) September 22, 2022 Samkvæmt talningu AP fréttaveitunnar hafa að minnsta kosti níu manns látist í óeirðunum en hagsmunasamtök Kúrda segja að minnsta kosti tólf hafa látist. Fregnir hafa borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur en yfirvöld í Íran neita því alfarið að öryggissveitir hafi orðið mótmælendum að bana. Að því er kemur fram í frétt Reuters virðast mótmælendur nú ráðast á öryggissveitirnar á móti. Myndbönd sem birtust í morgunsárið virðast sýna en mótmælendur kveikja í lögreglustöðvum og bílum, meðal annars í höfuðborginni. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að loka fyrir samfélagsmiðla á borð við Instagram og WhatsApp sem mótmælendur nota til að koma sér saman og skipuleggja frekari mótmæli. Night 5 #Iran protests: A governors home set fire to in #Amol; posters of Islamic Republic leaders & ideologues burned/torn down; police stations on fire in #Mashad; morality police beaten up in #Tehran. If this isn t a revolution, I don t know what is. # _ #Mahsa_Amini pic.twitter.com/WB6G2LeA88— Samira Mohyeddin (@SMohyeddin) September 21, 2022 Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Tugir þúsunda hafa haldið út á götur Íran undanfarna daga til að mótmæla dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini sem lést í haldi lögreglu í síðustu viku en hún var handtekinn fyrir að fylgja ekki ströngum reglum klerkastjórnar Írans um klæðaburð. Ríkismiðill Írans greindi frá því í vikunni að mótmælin, sem upprunalega voru í norðvesturhluta landsins þar sem meirihluti íbúa eru Kúrdar, hafi náð að dreifa sér til að minnsta kosti þrettán borga, þar á meðal höfuðborgarinnar, Tehran. Konur hafa meðal annars fjarlægt höfuðklúta sína og kveikt í þeim í mótmælaskyni. Þá hafa mótmælendur hrópað á götum úti og kallað eftir dauða leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei. Brave Muslim women of Iran burning Hijab and claiming freedom pic.twitter.com/O25U2UEhUZ— Kapil Mishra (@KapilMishra_IND) September 22, 2022 Samkvæmt talningu AP fréttaveitunnar hafa að minnsta kosti níu manns látist í óeirðunum en hagsmunasamtök Kúrda segja að minnsta kosti tólf hafa látist. Fregnir hafa borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur en yfirvöld í Íran neita því alfarið að öryggissveitir hafi orðið mótmælendum að bana. Að því er kemur fram í frétt Reuters virðast mótmælendur nú ráðast á öryggissveitirnar á móti. Myndbönd sem birtust í morgunsárið virðast sýna en mótmælendur kveikja í lögreglustöðvum og bílum, meðal annars í höfuðborginni. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að loka fyrir samfélagsmiðla á borð við Instagram og WhatsApp sem mótmælendur nota til að koma sér saman og skipuleggja frekari mótmæli. Night 5 #Iran protests: A governors home set fire to in #Amol; posters of Islamic Republic leaders & ideologues burned/torn down; police stations on fire in #Mashad; morality police beaten up in #Tehran. If this isn t a revolution, I don t know what is. # _ #Mahsa_Amini pic.twitter.com/WB6G2LeA88— Samira Mohyeddin (@SMohyeddin) September 21, 2022
Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira