Ragnhildur áfram rektor HR Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 11:02 Nýja stjórn Háskólans í Reykjavík skipa þau Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir (formaður),Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Alvotech og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. HR Ný stjórn Háskólans í Reykjavík hefur framlengt ráðningarsamning Ragnhildar Helgadóttur rektors til ársins 2026. Ragnhildur tók við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni árið 2021, en hann hafði þá verið rektor í ellefu ár. Ragnhildur gerði upphaflega samning til eins árs, sem hefur nú verið framlengdur. Frá þessu segir í tilkynningu frá HR. Í fyrsta sinn er nú samið við rektor um að gegna starfinu í tiltekinn tíma – fjögur ár – en möguleiki er á að sami einstaklingur gegni starfinu í tvö tímabil. Þetta sé í samræmi við það sem þekkist í öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Haft er eftir Ragnhildi að undanfarið ár hafi bæði verið skemmtilegt og krefjandi. „Háskólinn í Reykjavík stendur faglega sterkar en nokkru sinni og það gengur allt afskaplega vel. Skólinn hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendahópurinn hefur aldrei verið stærri eða sterkari, en 300 starfsmenn og 350 stundakennarar vinna nú með ríflega fjögur þúsund nemendum skólans. Yfirlýst hlutverk HR er að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina og það gerum við með því að skapa og miðla þekkingu. Skólinn stendur mjög vel á alþjóðlegum listum yfir gæði háskóla. Í mínum verkahring er sem fyrr að hugsa um hag skólans í heild. Það gerum við til dæmis með því að efla mannauð okkar í námi, rannsóknum og starfi. Þegar vel tekst til nærum við vaxtarsprota sem leiða til nýsköpunar í atvinnulífi. Við vitum um sextíu sprotafyrirtæki með rætur í verkefnum í HR. Það þykir mér harla gott fyrir ungan skóla af hóflegri stærð,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur Helgadóttir tók við rektorsstöðunni í HR á síðasta ári.HR Viðamikil reynsla Um Ragnhildur segir að hún hafi um tveggja áratuga skeið verið meðal virkustu vísindamanna Háskólans í Reykjavík, en hún hafi jafnframt viðamikla reynslu af stjórnun. „Hún var forseti samfélagssviðs HR 2019-2021, deildarforseti lagadeildar 2014-2019 og prófessor við lagadeild frá 2006. Kennslu við skólann hóf hún árið 2002. Ragnhildur var í sex ár formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hún hefur kennt við háskóla í Montreal, Ottawa, París og Toulouse.“ Háskólinn í Reykjavík er hlutafélag og eru hluthafar og eignarhluti þeirra eftirfarandi: Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands 64 prósent, Samtök iðnaðarins 24 prósent og Samtök atvinnulífsins tólf prósent. „Eigendur hafa ekki fjárhagslegan ávinning af rekstri HR og það er óheimilt að greiða arð til hluthafa. HR er því rekinn eins og um sjálfseignarstofnun sé að ræða og ávinningurinn snýst um að efla menntun í landinu. Stjórnin sinnir almennum stjórnarstörfum og ber ábyrgð á stefnumótun, stjórnskipulagi, fjármálum og almennum rekstri,“ segir um HR í tilkynningunni. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá HR. Í fyrsta sinn er nú samið við rektor um að gegna starfinu í tiltekinn tíma – fjögur ár – en möguleiki er á að sami einstaklingur gegni starfinu í tvö tímabil. Þetta sé í samræmi við það sem þekkist í öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Haft er eftir Ragnhildi að undanfarið ár hafi bæði verið skemmtilegt og krefjandi. „Háskólinn í Reykjavík stendur faglega sterkar en nokkru sinni og það gengur allt afskaplega vel. Skólinn hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendahópurinn hefur aldrei verið stærri eða sterkari, en 300 starfsmenn og 350 stundakennarar vinna nú með ríflega fjögur þúsund nemendum skólans. Yfirlýst hlutverk HR er að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina og það gerum við með því að skapa og miðla þekkingu. Skólinn stendur mjög vel á alþjóðlegum listum yfir gæði háskóla. Í mínum verkahring er sem fyrr að hugsa um hag skólans í heild. Það gerum við til dæmis með því að efla mannauð okkar í námi, rannsóknum og starfi. Þegar vel tekst til nærum við vaxtarsprota sem leiða til nýsköpunar í atvinnulífi. Við vitum um sextíu sprotafyrirtæki með rætur í verkefnum í HR. Það þykir mér harla gott fyrir ungan skóla af hóflegri stærð,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur Helgadóttir tók við rektorsstöðunni í HR á síðasta ári.HR Viðamikil reynsla Um Ragnhildur segir að hún hafi um tveggja áratuga skeið verið meðal virkustu vísindamanna Háskólans í Reykjavík, en hún hafi jafnframt viðamikla reynslu af stjórnun. „Hún var forseti samfélagssviðs HR 2019-2021, deildarforseti lagadeildar 2014-2019 og prófessor við lagadeild frá 2006. Kennslu við skólann hóf hún árið 2002. Ragnhildur var í sex ár formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hún hefur kennt við háskóla í Montreal, Ottawa, París og Toulouse.“ Háskólinn í Reykjavík er hlutafélag og eru hluthafar og eignarhluti þeirra eftirfarandi: Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands 64 prósent, Samtök iðnaðarins 24 prósent og Samtök atvinnulífsins tólf prósent. „Eigendur hafa ekki fjárhagslegan ávinning af rekstri HR og það er óheimilt að greiða arð til hluthafa. HR er því rekinn eins og um sjálfseignarstofnun sé að ræða og ávinningurinn snýst um að efla menntun í landinu. Stjórnin sinnir almennum stjórnarstörfum og ber ábyrgð á stefnumótun, stjórnskipulagi, fjármálum og almennum rekstri,“ segir um HR í tilkynningunni.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira