Afboðuðu viðtal við forseta Íran vegna slæðukröfu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2022 08:28 Amanpour deildi þessari mynd í gær, af viðtalinu sem ekki varð. Mynd/Christiane Amanpour Bandaríski fréttamiðillinn CNN afboðaði viðtal við Ebrahim Raisi, forseta Íran, eftir að hann krafðist þess að sjónvarpskonan Christiane Amanpour klæddist höfuðslæðu í viðtalinu. Amanpour sagði forseta Íran aldrei hafa krafist þessa áður, þegar rætt væri við þá utan Íran. Hún sagði einn aðstoðarmanna forsetans hins vegar hafa sagt að þeir vildu að hún bæri höfuðslæðu vegna ástandsins heima fyrir. Ástandið sem vísað er til eru gríðarleg mótmæli sem hafa staðið yfir eftir að kona lést eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir meint brot gegn slæðulögunum. Protests are sweeping Iran & women are burning their hijabs after the death last week of Mahsa Amini, following her arrest by the morality police . Human rights groups say at least 8 have been killed. Last night, I planned to ask President Raisi about all this and much more. 1/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Lögregla hefur haldið því fram að hin 22 ára Mahsa Amini hafi látist sökum hjartasjúkdóms en hún andaðist eftir að hafa verið í dái í þrjá daga. Fregnir herma hins vegar að lögregla hafi barið hana með kylfum og þá hafi höfði hennar verið skellt utan í lögreglubifreið. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sjö daga og náð til 80 borga og bæja. Allt að 30 eru sagðir hafa látið lífið en mótmælendur hafa meðal annars ráðist gegn lögreglubifreiðum og -stöðvum. Konur hafa fjarlægt höfuðslæður sínar, brennt þær og skorið hár sitt. Opinberlega hefur Raisi kallað eftir rannsókn á dauða Amini en í ágúst síðastliðnum undirritaði hann tilskipun þar sem kveðið er á um sekt og jafnvel ráðgjöf fyrir þær konur sem neita að bera höfuðklút. Þá má lögregla fangelsa þá sem mæla gegn slæðulögunum. Þess ber að geta að erlendum miðlum ber ekki saman um það hvort það var forsetinn eða Amanpour sem gekk frá viðtalinu. Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Amanpour sagði forseta Íran aldrei hafa krafist þessa áður, þegar rætt væri við þá utan Íran. Hún sagði einn aðstoðarmanna forsetans hins vegar hafa sagt að þeir vildu að hún bæri höfuðslæðu vegna ástandsins heima fyrir. Ástandið sem vísað er til eru gríðarleg mótmæli sem hafa staðið yfir eftir að kona lést eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir meint brot gegn slæðulögunum. Protests are sweeping Iran & women are burning their hijabs after the death last week of Mahsa Amini, following her arrest by the morality police . Human rights groups say at least 8 have been killed. Last night, I planned to ask President Raisi about all this and much more. 1/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Lögregla hefur haldið því fram að hin 22 ára Mahsa Amini hafi látist sökum hjartasjúkdóms en hún andaðist eftir að hafa verið í dái í þrjá daga. Fregnir herma hins vegar að lögregla hafi barið hana með kylfum og þá hafi höfði hennar verið skellt utan í lögreglubifreið. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sjö daga og náð til 80 borga og bæja. Allt að 30 eru sagðir hafa látið lífið en mótmælendur hafa meðal annars ráðist gegn lögreglubifreiðum og -stöðvum. Konur hafa fjarlægt höfuðslæður sínar, brennt þær og skorið hár sitt. Opinberlega hefur Raisi kallað eftir rannsókn á dauða Amini en í ágúst síðastliðnum undirritaði hann tilskipun þar sem kveðið er á um sekt og jafnvel ráðgjöf fyrir þær konur sem neita að bera höfuðklút. Þá má lögregla fangelsa þá sem mæla gegn slæðulögunum. Þess ber að geta að erlendum miðlum ber ekki saman um það hvort það var forsetinn eða Amanpour sem gekk frá viðtalinu.
Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira