Afboðuðu viðtal við forseta Íran vegna slæðukröfu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2022 08:28 Amanpour deildi þessari mynd í gær, af viðtalinu sem ekki varð. Mynd/Christiane Amanpour Bandaríski fréttamiðillinn CNN afboðaði viðtal við Ebrahim Raisi, forseta Íran, eftir að hann krafðist þess að sjónvarpskonan Christiane Amanpour klæddist höfuðslæðu í viðtalinu. Amanpour sagði forseta Íran aldrei hafa krafist þessa áður, þegar rætt væri við þá utan Íran. Hún sagði einn aðstoðarmanna forsetans hins vegar hafa sagt að þeir vildu að hún bæri höfuðslæðu vegna ástandsins heima fyrir. Ástandið sem vísað er til eru gríðarleg mótmæli sem hafa staðið yfir eftir að kona lést eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir meint brot gegn slæðulögunum. Protests are sweeping Iran & women are burning their hijabs after the death last week of Mahsa Amini, following her arrest by the morality police . Human rights groups say at least 8 have been killed. Last night, I planned to ask President Raisi about all this and much more. 1/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Lögregla hefur haldið því fram að hin 22 ára Mahsa Amini hafi látist sökum hjartasjúkdóms en hún andaðist eftir að hafa verið í dái í þrjá daga. Fregnir herma hins vegar að lögregla hafi barið hana með kylfum og þá hafi höfði hennar verið skellt utan í lögreglubifreið. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sjö daga og náð til 80 borga og bæja. Allt að 30 eru sagðir hafa látið lífið en mótmælendur hafa meðal annars ráðist gegn lögreglubifreiðum og -stöðvum. Konur hafa fjarlægt höfuðslæður sínar, brennt þær og skorið hár sitt. Opinberlega hefur Raisi kallað eftir rannsókn á dauða Amini en í ágúst síðastliðnum undirritaði hann tilskipun þar sem kveðið er á um sekt og jafnvel ráðgjöf fyrir þær konur sem neita að bera höfuðklút. Þá má lögregla fangelsa þá sem mæla gegn slæðulögunum. Þess ber að geta að erlendum miðlum ber ekki saman um það hvort það var forsetinn eða Amanpour sem gekk frá viðtalinu. Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Amanpour sagði forseta Íran aldrei hafa krafist þessa áður, þegar rætt væri við þá utan Íran. Hún sagði einn aðstoðarmanna forsetans hins vegar hafa sagt að þeir vildu að hún bæri höfuðslæðu vegna ástandsins heima fyrir. Ástandið sem vísað er til eru gríðarleg mótmæli sem hafa staðið yfir eftir að kona lést eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir meint brot gegn slæðulögunum. Protests are sweeping Iran & women are burning their hijabs after the death last week of Mahsa Amini, following her arrest by the morality police . Human rights groups say at least 8 have been killed. Last night, I planned to ask President Raisi about all this and much more. 1/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Lögregla hefur haldið því fram að hin 22 ára Mahsa Amini hafi látist sökum hjartasjúkdóms en hún andaðist eftir að hafa verið í dái í þrjá daga. Fregnir herma hins vegar að lögregla hafi barið hana með kylfum og þá hafi höfði hennar verið skellt utan í lögreglubifreið. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sjö daga og náð til 80 borga og bæja. Allt að 30 eru sagðir hafa látið lífið en mótmælendur hafa meðal annars ráðist gegn lögreglubifreiðum og -stöðvum. Konur hafa fjarlægt höfuðslæður sínar, brennt þær og skorið hár sitt. Opinberlega hefur Raisi kallað eftir rannsókn á dauða Amini en í ágúst síðastliðnum undirritaði hann tilskipun þar sem kveðið er á um sekt og jafnvel ráðgjöf fyrir þær konur sem neita að bera höfuðklút. Þá má lögregla fangelsa þá sem mæla gegn slæðulögunum. Þess ber að geta að erlendum miðlum ber ekki saman um það hvort það var forsetinn eða Amanpour sem gekk frá viðtalinu.
Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira