0,2% árangurinn Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 24. september 2022 08:01 Hvað vitum við um risaverkefni (e. megaprojects)? Við vitum að þeim fjölgar stöðugt um allan heim. Við vitum einnig að það er næstum jafn líklegt og að tunglið fylgir jörðu að þau standast ekki áætlun. Höfundur þessa stutta pistils ætlar ekki í þessum fáu orðum að gera að umræðuefni íslensk risaverkefni s.s. LSHS við Hringbraut, Borgarlínu, Sundabraut, orkuskiptin, Samgöngusáttmálann og hvað þau nú nefnast þessi stóru og metnaðarfullu verkefni sem eru í pípunum. Við skulum þess í stað líta til útlanda. Við Háskólann í Oxford starfar danski prófessorinn Bent Flyvbjerg. Dr. Flyvbjerg hefur varið langri starfsævi til að skilja risaverkefni og alveg sérstaklega þá fullyrðingu sem sett er fram hér að framan. Þ.e. að framúrkeyrsla stórra verkefna líkist frekar náttúrulögmáli en tilviljun. Kostnaður er svo aðeins einn þeirra þátta sem verkefni eru skilgreind út frá. Hinir þættirnir eru framkvæmdartíminn og svo þeir eiginleikar sem sóst er eftir með því að ráðast í verkefnið (t.d. arðsemi, hagræðing, skilvirkni, o.s.frv.). Við getum kallað síðast talda eiginleikann væntingar um gæði verkefnisins. Dr. Flyvbjerg birti nýverið rannsókn þar sem kemur fram að af 3022 verkefnum sem voru skoðuð reyndust 27% standast kostnaðaráætlun, 2,8% stóðust bæði tíma- og kostnaðaráætlun en aðeins 0,2% stóðust kröfur um kostnað, tímalínu og ávinning. Þetta er hrikaleg tölfræði og nánast óskiljanleg. Það sem meira er, flestu þekkingarfólki á þessu sviði ber saman um að þetta þurfi alls ekki að vera svona. Í rauninni er hér um óásættanlegt ástand að ræða í því ljósi að risavöxnum fjárfestingum í verkefnum fjölgar stöðugt. Þá er vaxandi viðleitni víða um heim að spyrða saman einkafjármögnun og opinberar framkvæmdir sem ýtir undir kröfur til verkefnastjórnsýslu og áhættustjórnunar. Ísland er hér engin undantekning. Það sem hér segir að framan er ekki sett fram til þess að draga úr neinum kjarkinn til að ráðast í verkefni af metnaði og stórhug. Á hinn bóginn verðum við að skilja áhættu risaverkefna og búa þeim viðeigandi umgjörð. Höfum í huga að fjárhagslegt umfang risaverkefna er svo mikið að ef þau fara úr böndum er það þungt högg á samfélagið, fyrirtækin og þá sem fjárfesta í þeim. Því er sérstakt fagnaðarefni að Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem ber nafnið „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR). Þar stíga á stokk heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum. Nóg er að nefna Dr. Werner Rothengatter sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Prófessor Rothengatter er einn höfunda metsölubókarinnar „Megaprojects and Risk“ sem hann skrifaði með títtnefndum Bent Flyvbjerg. Einnig má nefna prófessor Hans Georg Gemünden, einn helsta sérfræðing Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og því sem kallað er verkefnavæðing atvinnulífsins (e. projectification). Dr. Gemünden mun fjalla um hið ótrúlega flugvallarverkefni Berlin Brandenburg Airport - Willy Brandt, en það verkefni er náma fróðleiks um það sem skal varast í stórum verkefnum. Þá má nefna hina frábæru Martinu Huemann sem er ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar. Prófessor Huemann er einnig margverðlaunaður fræðimaður á sínu sviði. Í ljósi þess sem fyrr segir, að „0,2% árangurinn“ gengur ekki lengur og framfara er þörf, má nefna Gro Volden. Dr. Volden leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu. Á IMaR munu yfir 20 fyrirlesarar flytja rannsóknartengd erindi um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjármögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Vandamál Íslands er ekki skortur á tækifærum. En öllum tækifærum fylgja ógnanir. Það er hvalreki fyrir okkur, þessa öflugu og stórhuga þjóð, að fá þessa frábæru fyrirlesara á tímum þar sem ráðagerðir eru uppi um gríðarlegar fjárfestingar með tilheyrandi áhættu. Höfundur er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Hvað vitum við um risaverkefni (e. megaprojects)? Við vitum að þeim fjölgar stöðugt um allan heim. Við vitum einnig að það er næstum jafn líklegt og að tunglið fylgir jörðu að þau standast ekki áætlun. Höfundur þessa stutta pistils ætlar ekki í þessum fáu orðum að gera að umræðuefni íslensk risaverkefni s.s. LSHS við Hringbraut, Borgarlínu, Sundabraut, orkuskiptin, Samgöngusáttmálann og hvað þau nú nefnast þessi stóru og metnaðarfullu verkefni sem eru í pípunum. Við skulum þess í stað líta til útlanda. Við Háskólann í Oxford starfar danski prófessorinn Bent Flyvbjerg. Dr. Flyvbjerg hefur varið langri starfsævi til að skilja risaverkefni og alveg sérstaklega þá fullyrðingu sem sett er fram hér að framan. Þ.e. að framúrkeyrsla stórra verkefna líkist frekar náttúrulögmáli en tilviljun. Kostnaður er svo aðeins einn þeirra þátta sem verkefni eru skilgreind út frá. Hinir þættirnir eru framkvæmdartíminn og svo þeir eiginleikar sem sóst er eftir með því að ráðast í verkefnið (t.d. arðsemi, hagræðing, skilvirkni, o.s.frv.). Við getum kallað síðast talda eiginleikann væntingar um gæði verkefnisins. Dr. Flyvbjerg birti nýverið rannsókn þar sem kemur fram að af 3022 verkefnum sem voru skoðuð reyndust 27% standast kostnaðaráætlun, 2,8% stóðust bæði tíma- og kostnaðaráætlun en aðeins 0,2% stóðust kröfur um kostnað, tímalínu og ávinning. Þetta er hrikaleg tölfræði og nánast óskiljanleg. Það sem meira er, flestu þekkingarfólki á þessu sviði ber saman um að þetta þurfi alls ekki að vera svona. Í rauninni er hér um óásættanlegt ástand að ræða í því ljósi að risavöxnum fjárfestingum í verkefnum fjölgar stöðugt. Þá er vaxandi viðleitni víða um heim að spyrða saman einkafjármögnun og opinberar framkvæmdir sem ýtir undir kröfur til verkefnastjórnsýslu og áhættustjórnunar. Ísland er hér engin undantekning. Það sem hér segir að framan er ekki sett fram til þess að draga úr neinum kjarkinn til að ráðast í verkefni af metnaði og stórhug. Á hinn bóginn verðum við að skilja áhættu risaverkefna og búa þeim viðeigandi umgjörð. Höfum í huga að fjárhagslegt umfang risaverkefna er svo mikið að ef þau fara úr böndum er það þungt högg á samfélagið, fyrirtækin og þá sem fjárfesta í þeim. Því er sérstakt fagnaðarefni að Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem ber nafnið „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR). Þar stíga á stokk heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum. Nóg er að nefna Dr. Werner Rothengatter sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Prófessor Rothengatter er einn höfunda metsölubókarinnar „Megaprojects and Risk“ sem hann skrifaði með títtnefndum Bent Flyvbjerg. Einnig má nefna prófessor Hans Georg Gemünden, einn helsta sérfræðing Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og því sem kallað er verkefnavæðing atvinnulífsins (e. projectification). Dr. Gemünden mun fjalla um hið ótrúlega flugvallarverkefni Berlin Brandenburg Airport - Willy Brandt, en það verkefni er náma fróðleiks um það sem skal varast í stórum verkefnum. Þá má nefna hina frábæru Martinu Huemann sem er ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar. Prófessor Huemann er einnig margverðlaunaður fræðimaður á sínu sviði. Í ljósi þess sem fyrr segir, að „0,2% árangurinn“ gengur ekki lengur og framfara er þörf, má nefna Gro Volden. Dr. Volden leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu. Á IMaR munu yfir 20 fyrirlesarar flytja rannsóknartengd erindi um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjármögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Vandamál Íslands er ekki skortur á tækifærum. En öllum tækifærum fylgja ógnanir. Það er hvalreki fyrir okkur, þessa öflugu og stórhuga þjóð, að fá þessa frábæru fyrirlesara á tímum þar sem ráðagerðir eru uppi um gríðarlegar fjárfestingar með tilheyrandi áhættu. Höfundur er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar