Strandveiðar festar í sessi með auknum aflaheimildum Bjarni Jónsson skrifar 23. september 2022 11:01 Við þurfum að styrkja stöðu sjávarbyggðanna, tækifæri fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni. Nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina. Að sú leið sé öllum opin, ekki síst í þágu smærri byggðanna sem hafa á undanförnum árum verið rúnar aflaheimildum sínum og lífsbjörg kynslóða, á sífellt færri hendur á færri stöðum. Kvótakerfi án byggðafestu, þar sem menn hafa komist upp með að höndla með veiðiheimildir sem eign þeirra væri og án tillits til hagsmuna og réttinda einstakra byggðarlaga og samfélags fólks sem hefur í kynslóðir byggt afkomu sína á því að sækja sjóinn og vinna úr og nýta það sem hafið gefur. Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Einu af forgangsmálum þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs. Tillagan byggir á sjávarútvegsstefnu hreyfingarinnar og felur í sér að stækka í áföngum félagslegan hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild hans verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3% í dag. Sömuleiðis er lagt til að endurskoða hlutverk mismunandi aðgerða innan kerfisins og skiptingu aflamagns á milli þeirra. 25 júní 2009. Félagslegar veiðar skipta sköpum fyrir byggðafestu á Íslandi. Það voru því mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009, þegar þáverandi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason undirritaði reglugerð um strandveiðar. Strandveiðarnar opnuðu á takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki eru handhafar aflaheimilda. Veiðarnar hafa verið lyftisteinn fyrir atvinnulíf í mörgum smærri byggðum landsins og á svæðum sem urðu illa úti vegna framsals aflaheimilda og samþjöppunar í sjávarútvegi. Og það á við um marga anga hins félagslega kerfis sem glætt hafa lífi hafnir sem áður stóðu tómar og þar sem sjávarútvegur var á undanhaldi. Það er grundvallaratriði að félagslegar veiðar nýtist sem jöfnunartæki og liður í því er að treysta byggðajafnrétti og styrkja stöðu og rétt sjávarbyggðanna með réttlátari nýtingu sjávarauðlindanna um land allt. Tækifærin til uppbyggingar í kringum félagslegar veiðar eru ærin og má benda á að strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 700 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkanda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af þessari ráðstöfun. Það er stefna okkar í VG að nýta félagslegar veiðar til réttlátrar uppbyggingar atvinnutækifæra í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið, skapa tækifæri fyrir útgerðir sem ekki eru handhafar aflamarks og stuðla að umhverfisvænum veiðum. Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtist sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Vinstri græn Bjarni Jónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við þurfum að styrkja stöðu sjávarbyggðanna, tækifæri fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni. Nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina. Að sú leið sé öllum opin, ekki síst í þágu smærri byggðanna sem hafa á undanförnum árum verið rúnar aflaheimildum sínum og lífsbjörg kynslóða, á sífellt færri hendur á færri stöðum. Kvótakerfi án byggðafestu, þar sem menn hafa komist upp með að höndla með veiðiheimildir sem eign þeirra væri og án tillits til hagsmuna og réttinda einstakra byggðarlaga og samfélags fólks sem hefur í kynslóðir byggt afkomu sína á því að sækja sjóinn og vinna úr og nýta það sem hafið gefur. Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Einu af forgangsmálum þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs. Tillagan byggir á sjávarútvegsstefnu hreyfingarinnar og felur í sér að stækka í áföngum félagslegan hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild hans verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3% í dag. Sömuleiðis er lagt til að endurskoða hlutverk mismunandi aðgerða innan kerfisins og skiptingu aflamagns á milli þeirra. 25 júní 2009. Félagslegar veiðar skipta sköpum fyrir byggðafestu á Íslandi. Það voru því mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009, þegar þáverandi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason undirritaði reglugerð um strandveiðar. Strandveiðarnar opnuðu á takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki eru handhafar aflaheimilda. Veiðarnar hafa verið lyftisteinn fyrir atvinnulíf í mörgum smærri byggðum landsins og á svæðum sem urðu illa úti vegna framsals aflaheimilda og samþjöppunar í sjávarútvegi. Og það á við um marga anga hins félagslega kerfis sem glætt hafa lífi hafnir sem áður stóðu tómar og þar sem sjávarútvegur var á undanhaldi. Það er grundvallaratriði að félagslegar veiðar nýtist sem jöfnunartæki og liður í því er að treysta byggðajafnrétti og styrkja stöðu og rétt sjávarbyggðanna með réttlátari nýtingu sjávarauðlindanna um land allt. Tækifærin til uppbyggingar í kringum félagslegar veiðar eru ærin og má benda á að strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 700 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkanda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af þessari ráðstöfun. Það er stefna okkar í VG að nýta félagslegar veiðar til réttlátrar uppbyggingar atvinnutækifæra í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið, skapa tækifæri fyrir útgerðir sem ekki eru handhafar aflamarks og stuðla að umhverfisvænum veiðum. Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtist sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar