Innlent

Þor­steinn metinn hæfastur um­sækj­enda um stöður héraðs­dómara

Atli Ísleifsson skrifar
Þorsteinn Magnússon, Karl Gauti Hjaltason og Þórhallur Haukur Þorvaldsson.
Þorsteinn Magnússon, Karl Gauti Hjaltason og Þórhallur Haukur Þorvaldsson.

Dómnefnd hefur metið Þorstein Magnússon, lögmann og framkvæmdastjóra óbyggðanefndar, hæfastan umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness annars vegar og Héraðsdóm Reykjavíkur hins vegar.

Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og þingmaður Miðflokksins, og Þórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaður eru metnir næsthæfastir til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara.

Á vef dómsmálaráðuneytisins segir að dómnefndin hafi skilað umsögn sinni vegna staðananna sem auglýstar voru lausar til umsóknar í júlí.

„Mun annar dómarinn hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en hinn við Héraðsdóm Reykjavíkur en í báðum tilvikum er um að ræða embætti sem munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Skipað verður í embættin frá 1. október 2022.

Það er niðurstaða dómnefndar að Þorsteinn Magnússon sé hæfastur umsækjenda og að Karl Gauti Hjaltason og Þórhallur Haukur Þorvaldsson séu næst hæfastir til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara.

Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×