Sjóðir Vanguard keyptu í Kviku fyrir nærri milljarð króna
![Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka.](https://www.visir.is/i/990A9D90089D11F3B830048836EC14453ACD29AC71B1463EE6DF3A6194428C62_713x0.jpg)
Bandaríski sjóðastýringarrisinn Vanguard ræður yfir nálægt eins prósenta hlut í Kviku eftir að hafa keypt nánast öll þau bréf sem voru seld í bankanum í lokunaruppboði í Kauphöllinni á föstudaginn fyrir rúmlega viku í aðdraganda þess að Ísland færðist upp í flokk nýmarkaðsríkja.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/4E3831326BD87A2FAEE03FBCC57CFB59CD22E25370E4BA48BC274D14BB1568DC_308x200.jpg)
Sjóðastýringarrisinn Vanguard kominn í hóp stærri eigenda Íslandsbanka
Bandaríska eignarstýringarfélagið Vanguard er orðið á meðal stærri hluthafa Íslandsbanka eftir að nokkrir sjóðir í stýringu þess keyptu í bankanum fyrir samanlagt um 1.300 milljónir króna í sérstöku uppboði sem fór fram eftir lokun markaða fyrir helgi.
![](https://www.visir.is/i/78EF39416A9C70E92DF524EC75F5AC00EEA52099558A3898A8DABCED7CB997CF_308x200.jpg)
Gjaldeyrisinnflæðið sem kom ekki þegar íslenskir fjárfestar voru teknir í bólinu
Umfangsmikil sala erlendra fjárfestingarsjóða, sem hafa að undanförnu byggt upp stöður í skráðum félögum hér á landi, til erlendra vísitölusjóða í aðdraganda þess að íslenski hlutabréfamarkaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja olli því að hlutabréfaverð flestra fyrirtækja í Kauphöllinni lækkaði verulega þegar markaðir lokuðu fyrir helgi.