Byggja skoðanir fólks á ADHD lyfjum á rannsóknum? Anna Tara Andrésdóttir skrifar 27. september 2022 07:31 Reglulega koma upp samfélagslegar umræður um ADHD lyf. Fyrir suma er þetta spennandi Twitter umræða en fyrir aðra er þetta bókstaflega dauðans alvara. Til að auka þekkingu og skilning um þessi mál er hér samantekt rannsókna um verndandi áhrif ADHD lyfja sem fólk getur haft í huga næst þegar þessi mál eru til umræðu. Fyrst skal tekið fram að virkni og öryggiADHD lyfja er vel þekkt og fjöldi rannsókna sýna verndandi áhrif lyfja fyrir áhættuþáttum ADHD. Slysahætta: Lífslíkur fólks með ADHD eru áætlaðar um 9-13 árum styttri og er hvatvísi stór hluti útskýringarinnar. Yfirlitsgrein sýndi að börn og unglingar með ADHD voru í 50% meiri áhættu á slysum. Dönsk rannsókn fann að slys minnkuðu um 30-40% hjá 10 og 12 ára börnum sem tóku ADHD lyf. Sænsk rannsókn fann 70% lægri tíðni á heilskaða (traumatic brain injury) á tímabilum sem börn og unglingar tóku ADHD lyf. Önnur rannsókn sýndi að tíðni beinbrota var 60% hærri hjá stelpum með ADHD og 40% hærri hjá strákum. Hins vegar minnkaði tíðni beinbrota rúmlega 20% með ADHD lyfjum. Tíðni brunasára var 57% lægri hjá börnum og unglingum sem tóku ADHD lyf í meira en þrjá mánuði. Umferðarslys: Sænsk rannsókn fann að ADHD jók tíðni alvarlegra umferðarslysa um 55% hjá konum og 53% hjá körlum. ADHD lyfjanotkun dró úr þessari tíðni um 58% hjá karlmönnum en því miður voru niðurstöður hjá konum ekki marktækar. Hins vegar var önnur rannsókn sem sýndi að tíðni mótorhjólaslysa minnkaði um 42% hjá konum og 38% hjá körlum á tímabilum sem ADHD lyf voru notuð. Ofbeldi í nánum samböndum: Þar sem hefðbundin meðferð fyrir gerendur ofbeldis í nánum samböndum þykir ekki virka nægilega vel var gerð rannsókn þar sem gerendum með ADHD voru einnig gefin ADHD lyf. Tíðni líkamlegs og andlegs ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 24%, lögregluafskipti vegna ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 10% og dómar um 5%. Dánartíðni: ADHD fylgir 30% hærri tíðni á tilvikum sem tengjast sjálfsvígum (suicide related events). Þeim tilvikum fækkaði um 20% á tímabilum þar sem ADHD lyf voru notuð. Önnur rannsókn fann að tíðni sjálfsvígstilrauna lækkaði um 60-70% með notkun ADHD lyfja hjá börnum undir 18 ára aldri. Þegar dánartíðni af öllum orsökum var skoðuð fannst að ADHD lyf lækkuðu þessa dánartíðni um 20% hjá 4-17 ára börnum. Vímuefnanotkun: Yfirlitsgrein fann að fólk með ADHD væri meira en tvöfalt líklegra til að þróa með sér vímuefnavandamál. Önnur rannsókn fann að ADHD lyf drógu úr notkun ávanabindandi efna um 30%. Fyrir foreldra sem hafa verið í vafa um hvenær sé góður tími fyrir börn þeirra að byrja á ADHD lyfjum þá er hér fín rannsókn sem fann að börn sem tóku lyf fyrir 9 ára aldur og tóku þau í meira en 6 ár höfðu lægstu tíðni á notkun ávanabindandi efna. Því seinna og því styttra sem börn og unglingar tóku lyf því meiri varð notkun ávanabindandi efna. Glæpatíðni: Talið er að um 25% af fólki í fangelsum séu með ADHD. Dönsk rannsókn fann að fólk greint með ADHD í æsku hafði hlotið dóm tvöfalt oftar og verið fangelsað næstum þrefalt oftar. Einnig flokkuðust einstaklingar með ADHD sem síbrotafólk 20% oftar. Á þeim tímabilum sem fólk tók ADHD lyf lækkaði tíðni þess að hljóta dóm um 20% og tíðni fangelsunar um 30%. ADHD lyfjanotkun fylgdi einnig lækkun á tíðni ýmissa annarra brota svo sem ofbeldi (40%), eignaspjöll (40%), akstur undir áhrifum vímuefna (50%) og glæpum tengdum vímuefnaneyslu (30-40%). Samfélagslegur kostnaður vegna ADHD: Árið 2020 sýndi dönsk rannsókn að hver manneskja með ADHD kostaði samfélagið um 3,2 milljónir króna á ári. Önnur dönsk rannsókn bar saman systkini, þar sem annað var með ADHD og hitt ekki, og fann að ADHD systkinin kostuðu samfélagið um 2,8 milljónum meira árið 2010. Hærri kostnaður var meðal annars vegna þess að þau greiddu minni skatt, fengu oftar bætur, notuðu oftar heilsu- og félagsþjónustu, frömdu fleiri afbrot og svo framvegis. Fleira: ADHD lyfjanotkun til lengri tíma jók líkur á að sænskir nemendur kæmust inn í framhaldsskóla um 50%. Rannsókn nokkur fann 40% lækkun á tíðni þunglyndis hjá þeim sem tóku ADHD. Langtímanotkun ADHD lyfja dró úr þungunum um 30% hjá unglingsstúlkum með ADHD. Tíðni kynsjúkdóma lækkaði um 30-40% samhliða ADHD lyfjanotkun (engu að síður má fólk með ómeðhöndlað ADHD gefa blóð en ekki hommar). Allir sem hljóta ADHD greiningu eða eiga börn með ADHD ættu að fá upplýsingar um verndandi áhrif ADHD lyfja til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim eða börnunum þeirra fyrir bestu. Það er ekki félagslega samþykkt að láta í ljós kynþáttafordóma eða segja manneskju í hjólastól að hún þurfi ekki á hjólastól raunverulega að halda. Einhverra hluta vegna er þó samfélagslega samþykkt að tala niður til fólks með ósýnilega röskun. Skortur af ADHD sérfræðingum hérlendis getur leitt til þess að réttmæti ADHD greininga sé ábótavant. Það leiðir til þess að samtímis sé til fólk sem þarf ADHD greiningu en fær hana ekki og fólk sem þarf ekki greiningu en fær hana þó ("overdiagnosed" og "underdiagnosed"). Því heyrast oft tvær mismunandi skoðanir eða pólar; annars vegar áhyggjur af því að fólk með ADHD hafi ekki nægilegt aðgengi að lyfjum og hins vegar að fólki séu gefin lyf sem er ekki með ADHD. Báðar raddir eru réttmætar. Með því að auka réttmæti ADHD greininga er hægt að koma til móts við þarfir allra. Hagsmunir annars þurfa ekki að vera á kostnað hins. Yfirvöld hafa þó ákveðið að líta framhjá mikilvægi réttmætra greininga og hafa í staðinn fækkað ADHD sérfræðingum og sett fólk á tveggja ára biðlista eftir ADHD greiningu. Þannig taka þau meðvitaða ákvörðun um að auka fíkn, afbrot, slys, sjálfsvíg, ofbeldi í nánum samböndum og fleira. Þar að auki er samfélagslega mun ódýrara að veita fólki með ADHD meðferð. Hvenær ætla yfirvöld að fjölga ADHD sérfræðingum og stytta biðlista? Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona þar sem hún skoðar sérstaklega ADHD hjá konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Reglulega koma upp samfélagslegar umræður um ADHD lyf. Fyrir suma er þetta spennandi Twitter umræða en fyrir aðra er þetta bókstaflega dauðans alvara. Til að auka þekkingu og skilning um þessi mál er hér samantekt rannsókna um verndandi áhrif ADHD lyfja sem fólk getur haft í huga næst þegar þessi mál eru til umræðu. Fyrst skal tekið fram að virkni og öryggiADHD lyfja er vel þekkt og fjöldi rannsókna sýna verndandi áhrif lyfja fyrir áhættuþáttum ADHD. Slysahætta: Lífslíkur fólks með ADHD eru áætlaðar um 9-13 árum styttri og er hvatvísi stór hluti útskýringarinnar. Yfirlitsgrein sýndi að börn og unglingar með ADHD voru í 50% meiri áhættu á slysum. Dönsk rannsókn fann að slys minnkuðu um 30-40% hjá 10 og 12 ára börnum sem tóku ADHD lyf. Sænsk rannsókn fann 70% lægri tíðni á heilskaða (traumatic brain injury) á tímabilum sem börn og unglingar tóku ADHD lyf. Önnur rannsókn sýndi að tíðni beinbrota var 60% hærri hjá stelpum með ADHD og 40% hærri hjá strákum. Hins vegar minnkaði tíðni beinbrota rúmlega 20% með ADHD lyfjum. Tíðni brunasára var 57% lægri hjá börnum og unglingum sem tóku ADHD lyf í meira en þrjá mánuði. Umferðarslys: Sænsk rannsókn fann að ADHD jók tíðni alvarlegra umferðarslysa um 55% hjá konum og 53% hjá körlum. ADHD lyfjanotkun dró úr þessari tíðni um 58% hjá karlmönnum en því miður voru niðurstöður hjá konum ekki marktækar. Hins vegar var önnur rannsókn sem sýndi að tíðni mótorhjólaslysa minnkaði um 42% hjá konum og 38% hjá körlum á tímabilum sem ADHD lyf voru notuð. Ofbeldi í nánum samböndum: Þar sem hefðbundin meðferð fyrir gerendur ofbeldis í nánum samböndum þykir ekki virka nægilega vel var gerð rannsókn þar sem gerendum með ADHD voru einnig gefin ADHD lyf. Tíðni líkamlegs og andlegs ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 24%, lögregluafskipti vegna ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 10% og dómar um 5%. Dánartíðni: ADHD fylgir 30% hærri tíðni á tilvikum sem tengjast sjálfsvígum (suicide related events). Þeim tilvikum fækkaði um 20% á tímabilum þar sem ADHD lyf voru notuð. Önnur rannsókn fann að tíðni sjálfsvígstilrauna lækkaði um 60-70% með notkun ADHD lyfja hjá börnum undir 18 ára aldri. Þegar dánartíðni af öllum orsökum var skoðuð fannst að ADHD lyf lækkuðu þessa dánartíðni um 20% hjá 4-17 ára börnum. Vímuefnanotkun: Yfirlitsgrein fann að fólk með ADHD væri meira en tvöfalt líklegra til að þróa með sér vímuefnavandamál. Önnur rannsókn fann að ADHD lyf drógu úr notkun ávanabindandi efna um 30%. Fyrir foreldra sem hafa verið í vafa um hvenær sé góður tími fyrir börn þeirra að byrja á ADHD lyfjum þá er hér fín rannsókn sem fann að börn sem tóku lyf fyrir 9 ára aldur og tóku þau í meira en 6 ár höfðu lægstu tíðni á notkun ávanabindandi efna. Því seinna og því styttra sem börn og unglingar tóku lyf því meiri varð notkun ávanabindandi efna. Glæpatíðni: Talið er að um 25% af fólki í fangelsum séu með ADHD. Dönsk rannsókn fann að fólk greint með ADHD í æsku hafði hlotið dóm tvöfalt oftar og verið fangelsað næstum þrefalt oftar. Einnig flokkuðust einstaklingar með ADHD sem síbrotafólk 20% oftar. Á þeim tímabilum sem fólk tók ADHD lyf lækkaði tíðni þess að hljóta dóm um 20% og tíðni fangelsunar um 30%. ADHD lyfjanotkun fylgdi einnig lækkun á tíðni ýmissa annarra brota svo sem ofbeldi (40%), eignaspjöll (40%), akstur undir áhrifum vímuefna (50%) og glæpum tengdum vímuefnaneyslu (30-40%). Samfélagslegur kostnaður vegna ADHD: Árið 2020 sýndi dönsk rannsókn að hver manneskja með ADHD kostaði samfélagið um 3,2 milljónir króna á ári. Önnur dönsk rannsókn bar saman systkini, þar sem annað var með ADHD og hitt ekki, og fann að ADHD systkinin kostuðu samfélagið um 2,8 milljónum meira árið 2010. Hærri kostnaður var meðal annars vegna þess að þau greiddu minni skatt, fengu oftar bætur, notuðu oftar heilsu- og félagsþjónustu, frömdu fleiri afbrot og svo framvegis. Fleira: ADHD lyfjanotkun til lengri tíma jók líkur á að sænskir nemendur kæmust inn í framhaldsskóla um 50%. Rannsókn nokkur fann 40% lækkun á tíðni þunglyndis hjá þeim sem tóku ADHD. Langtímanotkun ADHD lyfja dró úr þungunum um 30% hjá unglingsstúlkum með ADHD. Tíðni kynsjúkdóma lækkaði um 30-40% samhliða ADHD lyfjanotkun (engu að síður má fólk með ómeðhöndlað ADHD gefa blóð en ekki hommar). Allir sem hljóta ADHD greiningu eða eiga börn með ADHD ættu að fá upplýsingar um verndandi áhrif ADHD lyfja til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim eða börnunum þeirra fyrir bestu. Það er ekki félagslega samþykkt að láta í ljós kynþáttafordóma eða segja manneskju í hjólastól að hún þurfi ekki á hjólastól raunverulega að halda. Einhverra hluta vegna er þó samfélagslega samþykkt að tala niður til fólks með ósýnilega röskun. Skortur af ADHD sérfræðingum hérlendis getur leitt til þess að réttmæti ADHD greininga sé ábótavant. Það leiðir til þess að samtímis sé til fólk sem þarf ADHD greiningu en fær hana ekki og fólk sem þarf ekki greiningu en fær hana þó ("overdiagnosed" og "underdiagnosed"). Því heyrast oft tvær mismunandi skoðanir eða pólar; annars vegar áhyggjur af því að fólk með ADHD hafi ekki nægilegt aðgengi að lyfjum og hins vegar að fólki séu gefin lyf sem er ekki með ADHD. Báðar raddir eru réttmætar. Með því að auka réttmæti ADHD greininga er hægt að koma til móts við þarfir allra. Hagsmunir annars þurfa ekki að vera á kostnað hins. Yfirvöld hafa þó ákveðið að líta framhjá mikilvægi réttmætra greininga og hafa í staðinn fækkað ADHD sérfræðingum og sett fólk á tveggja ára biðlista eftir ADHD greiningu. Þannig taka þau meðvitaða ákvörðun um að auka fíkn, afbrot, slys, sjálfsvíg, ofbeldi í nánum samböndum og fleira. Þar að auki er samfélagslega mun ódýrara að veita fólki með ADHD meðferð. Hvenær ætla yfirvöld að fjölga ADHD sérfræðingum og stytta biðlista? Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona þar sem hún skoðar sérstaklega ADHD hjá konum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun