Skoðun

Byggja skoðanir fólks á ADHD lyfjum á rann­sóknum?

Anna Tara Andrésdóttir skrifar

Reglulega koma upp samfélagslegar umræður um ADHD lyf. Fyrir suma er þetta spennandi Twitter umræða en fyrir aðra er þetta bókstaflega dauðans alvara. Til að auka þekkingu og skilning um þessi mál er hér samantekt rannsókna um verndandi áhrif ADHD lyfja sem fólk getur haft í huga næst þegar þessi mál eru til umræðu. Fyrst skal tekið fram að virkni og öryggiADHD lyfja er vel þekkt og fjöldi rannsókna sýna verndandi áhrif lyfja fyrir áhættuþáttum ADHD.

Slysahætta:

Umferðarslys:

Ofbeldi í nánum samböndum:

Dánartíðni:

Vímuefnanotkun:

Glæpatíðni:

  • Talið er að um 25% af fólki í fangelsum séu með ADHD.
  • Dönsk rannsókn fann að fólk greint með ADHD í æsku hafði hlotið dóm tvöfalt oftar og verið fangelsað næstum þrefalt oftar. Einnig flokkuðust einstaklingar með ADHD sem síbrotafólk 20% oftar. Á þeim tímabilum sem fólk tók ADHD lyf lækkaði tíðni þess að hljóta dóm um 20% og tíðni fangelsunar um 30%. ADHD lyfjanotkun fylgdi einnig lækkun á tíðni ýmissa annarra brota svo sem ofbeldi (40%), eignaspjöll (40%), akstur undir áhrifum vímuefna (50%) og glæpum tengdum vímuefnaneyslu (30-40%).

Samfélagslegur kostnaður vegna ADHD:

Fleira:

Allir sem hljóta ADHD greiningu eða eiga börn með ADHD ættu að fá upplýsingar um verndandi áhrif ADHD lyfja til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim eða börnunum þeirra fyrir bestu.

Það er ekki félagslega samþykkt að láta í ljós kynþáttafordóma eða segja manneskju í hjólastól að hún þurfi ekki á hjólastól raunverulega að halda. Einhverra hluta vegna er þó samfélagslega samþykkt að tala niður til fólks með ósýnilega röskun.

Skortur af ADHD sérfræðingum hérlendis getur leitt til þess að réttmæti ADHD greininga sé ábótavant. Það leiðir til þess að samtímis sé til fólk sem þarf ADHD greiningu en fær hana ekki og fólk sem þarf ekki greiningu en fær hana þó ("overdiagnosed" og "underdiagnosed"). Því heyrast oft tvær mismunandi skoðanir eða pólar; annars vegar áhyggjur af því að fólk með ADHD hafi ekki nægilegt aðgengi að lyfjum og hins vegar að fólki séu gefin lyf sem er ekki með ADHD. Báðar raddir eru réttmætar. Með því að auka réttmæti ADHD greininga er hægt að koma til móts við þarfir allra. Hagsmunir annars þurfa ekki að vera á kostnað hins.

Yfirvöld hafa þó ákveðið að líta framhjá mikilvægi réttmætra greininga og hafa í staðinn fækkað ADHD sérfræðingum og sett fólk á tveggja ára biðlista eftir ADHD greiningu. Þannig taka þau meðvitaða ákvörðun um að auka fíkn, afbrot, slys, sjálfsvíg, ofbeldi í nánum samböndum og fleira. Þar að auki er samfélagslega mun ódýrara að veita fólki með ADHD meðferð. Hvenær ætla yfirvöld að fjölga ADHD sérfræðingum og stytta biðlista?

Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona þar sem hún skoðar sérstaklega ADHD hjá konum.

Lyf



Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×