Ef við hefðum ekki átt nál værum við öll nakin út í móa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2022 20:05 Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi og Margrét Tryggvadóttir, hugmyndasmiður sýningarinnar (t.h.) eru alsælar með sýninguna í Goðalandi í Fljótshlíð, sem opnaði um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Margt verður til í kvenna höndum“ er yfirskrift á sýningu, sem konur í Kvenfélaginu Einingu í Hvolhreppi eru með í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Saumnálin spilar þar stærsta hlutverkið. Sýningin, sem er öll hin glæsilegasta sýnir handverk kvenna, sem unnin hafa verið með nál í gegnum árin en tilgangurinn er að sýna hvað saumnálin, þessi litli hlutur hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Margrét Tryggvadóttir, kvenfélagskona átti hugmyndina að sýningunni. „Þegar við fórum að byrja á þessari sýningu þá áttuðum við okkur á því hvað nálin hefur haft mikil áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar. Því hvar værum við ef við hefðum ekki átt nál, við værum öll nakin einhvers staðar út í móa,“ segir Margrét og hlær. Hvers konar verk eru aðallega á þessari sýningu? „Það er bara allt á milli himins og jarðar, allt frá skóm og upp í hatt og svo dúkar, myndir, sænguver og refilsaumur, bara nefndu það, bætir Margrét við. Mjög mikið af fallegum hlutum eru á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er mjög fjölbreytt og flott sýning og virkilega vel sett upp og mikil vinna hjá kvenfélagskonum, sem liggur hér að baki að setja svona upp. Það er ekki nóg að fá hugmynd, það þarf að framkvæma hana,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi. Gestir sem mættu á opnun sýningarinnar voru beðnir að koma í þjóðbúningum og urðu nokkrir við þeirri áskorun. „Nú er eiginlega bara mottó hjá okkur á næsta þorrablóti þá eiga allir að vera í heimasaumuðu,“ segir Margrét Tryggvadóttir ákveðinn í bragði. Hópar geta pantað að fá að koma á sýninguna hjá Margrét í gegnum netfangið hennar, sem er mtrygg@ismennt.isMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélagið? „Það mætti ganga betur, ég held að þær fatti ekki bara af hverju þær eru að missa,“ segir formaður Einingar. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Handverk Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Sýningin, sem er öll hin glæsilegasta sýnir handverk kvenna, sem unnin hafa verið með nál í gegnum árin en tilgangurinn er að sýna hvað saumnálin, þessi litli hlutur hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Margrét Tryggvadóttir, kvenfélagskona átti hugmyndina að sýningunni. „Þegar við fórum að byrja á þessari sýningu þá áttuðum við okkur á því hvað nálin hefur haft mikil áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar. Því hvar værum við ef við hefðum ekki átt nál, við værum öll nakin einhvers staðar út í móa,“ segir Margrét og hlær. Hvers konar verk eru aðallega á þessari sýningu? „Það er bara allt á milli himins og jarðar, allt frá skóm og upp í hatt og svo dúkar, myndir, sænguver og refilsaumur, bara nefndu það, bætir Margrét við. Mjög mikið af fallegum hlutum eru á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er mjög fjölbreytt og flott sýning og virkilega vel sett upp og mikil vinna hjá kvenfélagskonum, sem liggur hér að baki að setja svona upp. Það er ekki nóg að fá hugmynd, það þarf að framkvæma hana,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi. Gestir sem mættu á opnun sýningarinnar voru beðnir að koma í þjóðbúningum og urðu nokkrir við þeirri áskorun. „Nú er eiginlega bara mottó hjá okkur á næsta þorrablóti þá eiga allir að vera í heimasaumuðu,“ segir Margrét Tryggvadóttir ákveðinn í bragði. Hópar geta pantað að fá að koma á sýninguna hjá Margrét í gegnum netfangið hennar, sem er mtrygg@ismennt.isMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélagið? „Það mætti ganga betur, ég held að þær fatti ekki bara af hverju þær eru að missa,“ segir formaður Einingar. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Handverk Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira