Hafnar því að hún harmi skipan þjóðminjavarðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2022 12:55 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segist ekki harma skipan þjóðminjavarðar, líkt og haldið var fram í Fréttablaðinu í morgun. Hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að halda sátt um skipanina. Ekki standi til að draga hana til baka. Fréttablaðið ræddi við Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur formann Íslandsdeildar alþjóðaráðs safna í forsíðufrétt sinni morgun. Ólöf var gestur safnaþings í síðustu viku, þar sem ráðherra tók til máls, en fram kom í frétt Fréttablaðsins að gesti hefði sett hljóða þegar Lilja hefði „tekið U-beygju“ í afstöðu sinni til umdeildrar skipunar Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavarðar - og sagst harma skipanina. Fréttastofa bar þetta undir ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Því var slegið upp í frétt Fréttablaðsins að þú hefðir harmað þessa skipan, er það rétt? „Ég harma ekki skipanina sem slíka en við hefðum getað auglýst til að það væri meiri sátt um þessa skipan,“ segir Lilja. Og það stendur ekki til að draga þetta til baka? „Nei, það stendur ekki til.“ Finnst þér að þú hefðir mátt gera þetta [skipanina] öðruvísi, fyrir utan þetta [að auglýsa ekki stöðuna]? „Nei, það er skýr heimild í lögum og svona flutningur hefur tíðkast. En hins vegar er það þannig að þetta kom ekki vel við mitt safnafólk. Mér er mjög annt um það og samskipti mín við þau. Ráðherra verður auðvitað að skoða hvað getum við gert til að bæta stöðuna, búa til traust. Við eigum í mjög góðu og uppbyggilegu samtali og samvinnu um næstu skref,“ segir Lilja. Ráðstafanir til að efla þetta traust hafi meðal annars verið ræddar á áðurnefndum fundi með safnafólki. „Eitt af því sem ég nefni er skipunartími embættismanna. Hámark í Listasafni Íslands er tíu ár. Mér finnst koma vel til greina að skoða þetta fyrir Þjóðminjasafnið og Náttúruminjasafnið. Að samræma skipunartíma. Þá held ég að þessi óánægja hefði ekki verið svona mikil,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Lilju harma skipun þjóðminjavarðar en ekki geta dregið hana til baka Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), segir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafa harmað skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. 27. september 2022 06:26 Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fréttablaðið ræddi við Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur formann Íslandsdeildar alþjóðaráðs safna í forsíðufrétt sinni morgun. Ólöf var gestur safnaþings í síðustu viku, þar sem ráðherra tók til máls, en fram kom í frétt Fréttablaðsins að gesti hefði sett hljóða þegar Lilja hefði „tekið U-beygju“ í afstöðu sinni til umdeildrar skipunar Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavarðar - og sagst harma skipanina. Fréttastofa bar þetta undir ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Því var slegið upp í frétt Fréttablaðsins að þú hefðir harmað þessa skipan, er það rétt? „Ég harma ekki skipanina sem slíka en við hefðum getað auglýst til að það væri meiri sátt um þessa skipan,“ segir Lilja. Og það stendur ekki til að draga þetta til baka? „Nei, það stendur ekki til.“ Finnst þér að þú hefðir mátt gera þetta [skipanina] öðruvísi, fyrir utan þetta [að auglýsa ekki stöðuna]? „Nei, það er skýr heimild í lögum og svona flutningur hefur tíðkast. En hins vegar er það þannig að þetta kom ekki vel við mitt safnafólk. Mér er mjög annt um það og samskipti mín við þau. Ráðherra verður auðvitað að skoða hvað getum við gert til að bæta stöðuna, búa til traust. Við eigum í mjög góðu og uppbyggilegu samtali og samvinnu um næstu skref,“ segir Lilja. Ráðstafanir til að efla þetta traust hafi meðal annars verið ræddar á áðurnefndum fundi með safnafólki. „Eitt af því sem ég nefni er skipunartími embættismanna. Hámark í Listasafni Íslands er tíu ár. Mér finnst koma vel til greina að skoða þetta fyrir Þjóðminjasafnið og Náttúruminjasafnið. Að samræma skipunartíma. Þá held ég að þessi óánægja hefði ekki verið svona mikil,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Lilju harma skipun þjóðminjavarðar en ekki geta dregið hana til baka Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), segir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafa harmað skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. 27. september 2022 06:26 Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Segir Lilju harma skipun þjóðminjavarðar en ekki geta dregið hana til baka Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), segir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafa harmað skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. 27. september 2022 06:26
Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54