Guðrún tekur við af Ástu sem framkvæmdastjóri Krónunnar Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2022 12:36 Guðrún Aðalsteinsdóttir hefur starfað sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna hjá Krónunni og þar á undan sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar. Krónan Guðrún Aðalsteinsdóttir rekstrarverkfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf í dag. Hún tekur við af Ástu Sigríði Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallarinnar. Þar segir að Guðrún hafi starfað hjá Krónunni í tæp tvö ár, síðast sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna, þar á undan sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar. „Guðrún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Hún starfaði áður sem forstöðumaður hjá Icelandair á rekstrarsviði þar sem hún var ábyrg fyrir m.a. sölu og þjónustu í flugvélum félagsins, vöruþróun, innkaupum, birgðastýringu og framleiðslu því tengdu. Hún hefur enn fremur alþjóðlega reynslu frá Nýja-Sjálandi, þar sem hún vann í þrjú ár fyrst sem yfirmaður verkefnastofu og seinna sem yfirmaður ráðgjafar á sviði rekstrarumbóta og stefnumótunar í heilbrigðisþjónustu hjá ráðgjafastofunni Te whatu ora health. Þar áður starfaði hún hjá Novo Nordisk Engineering (NNE) í Kaupmannahöfn við verkefnastýringu og áætlanagerð.“ Haft er eftir Ástu Sigríði að það sé mikill ávinningur og styrkur fyrir Festi að fá Guðrúnu til að leiða Krónuna. „Hún þekkir vegferð Krónunnar og sókn á mörgum sviðum s.l. ár einstaklega vel og við treystum henni til að halda því starfi áfram í samstarfi við okkar samhenta og öfluga starfsfólk. Guðrún hefur fjölbreytta og alþjóðlega reynslu ásamt skýrri sýn sem mun nýtast vel í því umhverfi sem við störfum í,“ segir Ásta Sigríður. Þá er haft eftir Guðrúnu að hún sé fyrst og fremst þakklát því trausti sem henni sé sýnt að fá að leiða Krónuna og þann góða hóp fólks sem þar starfi. „Ég hef fengið tækifæri til að kynnast Krónunni síðastliðin tvö ár og þekki því af reynslu hversu mikil þekking, kraftur og metnaður býr innan fyrirtækisins. Framundan eru virkilega spennandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Það eru forréttindi að fá að gera það með frábærum samstarfsfélögum Krónunnar sem og innan samstæðu Festi,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. Vistaskipti Verslun Festi Kauphöllin Tengdar fréttir Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. 7. september 2022 17:35 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallarinnar. Þar segir að Guðrún hafi starfað hjá Krónunni í tæp tvö ár, síðast sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna, þar á undan sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar. „Guðrún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Hún starfaði áður sem forstöðumaður hjá Icelandair á rekstrarsviði þar sem hún var ábyrg fyrir m.a. sölu og þjónustu í flugvélum félagsins, vöruþróun, innkaupum, birgðastýringu og framleiðslu því tengdu. Hún hefur enn fremur alþjóðlega reynslu frá Nýja-Sjálandi, þar sem hún vann í þrjú ár fyrst sem yfirmaður verkefnastofu og seinna sem yfirmaður ráðgjafar á sviði rekstrarumbóta og stefnumótunar í heilbrigðisþjónustu hjá ráðgjafastofunni Te whatu ora health. Þar áður starfaði hún hjá Novo Nordisk Engineering (NNE) í Kaupmannahöfn við verkefnastýringu og áætlanagerð.“ Haft er eftir Ástu Sigríði að það sé mikill ávinningur og styrkur fyrir Festi að fá Guðrúnu til að leiða Krónuna. „Hún þekkir vegferð Krónunnar og sókn á mörgum sviðum s.l. ár einstaklega vel og við treystum henni til að halda því starfi áfram í samstarfi við okkar samhenta og öfluga starfsfólk. Guðrún hefur fjölbreytta og alþjóðlega reynslu ásamt skýrri sýn sem mun nýtast vel í því umhverfi sem við störfum í,“ segir Ásta Sigríður. Þá er haft eftir Guðrúnu að hún sé fyrst og fremst þakklát því trausti sem henni sé sýnt að fá að leiða Krónuna og þann góða hóp fólks sem þar starfi. „Ég hef fengið tækifæri til að kynnast Krónunni síðastliðin tvö ár og þekki því af reynslu hversu mikil þekking, kraftur og metnaður býr innan fyrirtækisins. Framundan eru virkilega spennandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Það eru forréttindi að fá að gera það með frábærum samstarfsfélögum Krónunnar sem og innan samstæðu Festi,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir.
Vistaskipti Verslun Festi Kauphöllin Tengdar fréttir Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. 7. september 2022 17:35 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. 7. september 2022 17:35