„Ég held að þær eigi alveg fullt af skóm“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 12:00 Jasmín og Gyða munu berjast um gullskóinn. Harpa vann slíkan með Stjörnunni 2013, 2014 og 2016. Vísir/Samsett Baráttan um gullskóinn í Bestu deild kvenna mun ráðast í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur. Baráttan var til umræðu í Bestu mörkunum. Liðsfélagarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, úr Stjörnunni, eru markahæstar í deildinni. Jasmín hefur skorað tíu mörk, Gyða Kristín níu en fjórir leikmenn hafa svo skorað átta. Stjarnan mætir Keflavík í Garðabæ um helgina en leikurinn er liðinu afar mikilvægur þar sem sigur mun tryggja liðinu annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu næsta sumar. Þar gæti baráttan um gullskóinn hins vegar einnig ráðist. „Er markakóngstitillinn að fara í Garðabæinn?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Ég ætlaði nefnilega að nefna þetta, því að Jasmín spilaði frammi í þessum leik. Ég var að spá hvort að það hefði verið einhver pæling að láta hana pota inn. Því miður þá týndist hún í þeirri stöðu, svona miðað við hvað hún hefur verið áberandi í tíunni,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég held hún hafi hagnast á því að vera í tíunni og sé þess vegna svo góð í þeim hlaupum,“ sagði Lilja og bætti við: „Ég held samt að hún [Jasmín] klári þetta,“. Klippa: Bestu mörkin: Gullskór Helena spurði þá Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur, sem á þrjá gullskó og tvo silfur, hvort þær Jasmín og Gyða ættu skó, og átti þá við gull-, silfur-, eða bronsskó. Það misskildist lítillega. „Já, ég held að þær eigi alveg fullt af skóm,“ sagði Harpa sem bætti svo við að hvorug þeirra ætti verðlaunaskó fyrir markaskorun í efstu deild. Helena sagði þá að hún muni fá þær Gyðu Kristínu og Jasmínu Erlu báðar í Bestu upphitunina fyrir lokaumferðina. Áhugavert verður að sjá hvernig þessi barátta leggst í þær. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Liðsfélagarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, úr Stjörnunni, eru markahæstar í deildinni. Jasmín hefur skorað tíu mörk, Gyða Kristín níu en fjórir leikmenn hafa svo skorað átta. Stjarnan mætir Keflavík í Garðabæ um helgina en leikurinn er liðinu afar mikilvægur þar sem sigur mun tryggja liðinu annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu næsta sumar. Þar gæti baráttan um gullskóinn hins vegar einnig ráðist. „Er markakóngstitillinn að fara í Garðabæinn?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Ég ætlaði nefnilega að nefna þetta, því að Jasmín spilaði frammi í þessum leik. Ég var að spá hvort að það hefði verið einhver pæling að láta hana pota inn. Því miður þá týndist hún í þeirri stöðu, svona miðað við hvað hún hefur verið áberandi í tíunni,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég held hún hafi hagnast á því að vera í tíunni og sé þess vegna svo góð í þeim hlaupum,“ sagði Lilja og bætti við: „Ég held samt að hún [Jasmín] klári þetta,“. Klippa: Bestu mörkin: Gullskór Helena spurði þá Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur, sem á þrjá gullskó og tvo silfur, hvort þær Jasmín og Gyða ættu skó, og átti þá við gull-, silfur-, eða bronsskó. Það misskildist lítillega. „Já, ég held að þær eigi alveg fullt af skóm,“ sagði Harpa sem bætti svo við að hvorug þeirra ætti verðlaunaskó fyrir markaskorun í efstu deild. Helena sagði þá að hún muni fá þær Gyðu Kristínu og Jasmínu Erlu báðar í Bestu upphitunina fyrir lokaumferðina. Áhugavert verður að sjá hvernig þessi barátta leggst í þær. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira