Bylurinn er fjórða stigs fellibylur og vindhviður hans hafa náð allt að 70 m/s, fréttastofur vestanhafs hafa þegar fjallað um bylinn sem þann öflugasta á undanförnum árum.
Bylurinn gekk á land á eyjunni Cayo Costa við suðvesturströnd Flórídaskagans. Síðan þá hefur hann unnið sig inn að landi og valdið flóðum í borgum og bæjum í kring.

Fréttaveitan NBC birti til að mynda myndband af flóðum í Naples, sem er nokkuð suður af þeim stað sem bylurinn gekk á land. Gríðarlegur vatnsflaumur gengur nú yfir strandlengjuna og umbreytir um leið bæjum, sem jafnan eru rólegir sólstrandarbæir, í hamfarasvæði.
Water rushes into a parking garage at Pelican Bay in Naples.
— NBC2 (@NBC2) September 28, 2022
📹: Jeffrey Kepka pic.twitter.com/nbR9wnbe2m
Ríkisstjórinn Ron DeSantis segir Ian ógna lífi fjölda fólks og bætti við að vatnsflaumurinn nái allt að 3,7 metrum að hæð.
„Þetta er bylur sem við munum tala um í mörg ár til viðbótar, sögulegur atburður í raun“ segir Ken Graham, forstjóri veðurstofu Bandaríkjanna í samtali við Reuters.
Slökkvilið Naples birti að auki myndband af flóðinu þar í borg:
Eins og áður segir hafði Ian áður gengið á land á Kúbu. Þar hafa 50 þúsund þurft að flýja heimili sín og víða á eyjunni hefur enn ekki tekist að koma rafmagninu á.
Veðurspá gerir ráð fyrir að bylurinn gangi yfir Flórída skagann og þaðan áleiðis að Suður-Karólínu áður en yfir lýkur.
snúa við til glasgow.
tvær vélar lentar á Egilstöðum hjá icelandair