Ljósbrá er endurskoðandi að mennt en hún hefur starfað hjá PwC síðan 2002. Einnig er hún viðskiptafræðimenntuð og lauk hún kennaramenntun.
Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Ljósbrá sé einnig fær bridge spilari en hún sé eina konan sem hafi orðið Íslandsmeistari í bridge í opnum flokki karla og kvenna.
Ljósbrá tekur við stöðunni frá og með 1. október. Fráfarandi forstjóri mun ekki yfirgefa félagið heldur starfa sem yfirlögfræðingur og sérfræðingur í skatta- og fyrirtækjalögfræði.