Semja um 6,6 milljarða króna útveggi fyrir nýjan Landspítala Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 12:44 Frá vinstri: Bergþóra Smáradóttir verkefnastjóri á framkvæmdasviði Nýs Landspítala, Aušra Vankevičiūtė Staticus, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Kristín Gestsdóttir verkefnastjóri innkaupaferlis. Nýr Landspítali ohf. Heilbrigðisráðherra undirritaði í dag samning Nýs Landspítala ohf. við litháenska útveggjaverktakann Staticus um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á útveggjum á nýjan meðferðarkjarna. Samningurinn hljóðar upp á 47 milljónir evra eða rétt rúmlega 6,6 milljarða króna. Uppsetningartími útveggja nýja meðferðarkjarnans er áætlaður um fjórtán mánuðir og hafist verður handa í september á næsta ári. Framkvæmdin verður stærsta einstaka framkvæmd sem ríkið ræðst í næsta ári og sú stærsta innan Hringbrautarverkefnisins, að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Meðferðarkjarninn verður á hringbraut.Nýr Landspítali ohf. „Þjóðin hefur beðið lengi eftir því að sjá nýja meðferðarkjarna Landspítalans rísa hér við Hringbraut. Meðferðarkjarninn er gríðarstórt hús. Til að setja það í samhengi þá er framkvæmdin við að reisa útveggina ekki aðeins sú stærsta innan Hringbrautarverkefnisins heldur líka stærsta einstaka framkvæmd sem ríkið ræðst í á árinu 2023. Það eru því spennandi tímar fram undan fyrir Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu um undirritun samningsins. Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í meginmeðferðarstarfsemi spítalans. Meðferðarkjarninn er hannaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga og annarra bygginga, að því er segir í tilkynningunni. Þar verði bráðamóttaka, gjörgæsla, skurðstofur, hjarta- og æðaþræðingar og myndgreining ásamt legudeildum og annarri stoðþjónustu svo sem dauðhreinsun og apótek fyrir sjúkrahúsið. Heilbrigðisstarfsemi í meðferðarkjarna muni þannig vera hluti af annarri starfsemi í þeim húsum sem þegar eru til staðar á Hringbrautarlóð. Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Uppsetningartími útveggja nýja meðferðarkjarnans er áætlaður um fjórtán mánuðir og hafist verður handa í september á næsta ári. Framkvæmdin verður stærsta einstaka framkvæmd sem ríkið ræðst í næsta ári og sú stærsta innan Hringbrautarverkefnisins, að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Meðferðarkjarninn verður á hringbraut.Nýr Landspítali ohf. „Þjóðin hefur beðið lengi eftir því að sjá nýja meðferðarkjarna Landspítalans rísa hér við Hringbraut. Meðferðarkjarninn er gríðarstórt hús. Til að setja það í samhengi þá er framkvæmdin við að reisa útveggina ekki aðeins sú stærsta innan Hringbrautarverkefnisins heldur líka stærsta einstaka framkvæmd sem ríkið ræðst í á árinu 2023. Það eru því spennandi tímar fram undan fyrir Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu um undirritun samningsins. Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í meginmeðferðarstarfsemi spítalans. Meðferðarkjarninn er hannaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga og annarra bygginga, að því er segir í tilkynningunni. Þar verði bráðamóttaka, gjörgæsla, skurðstofur, hjarta- og æðaþræðingar og myndgreining ásamt legudeildum og annarri stoðþjónustu svo sem dauðhreinsun og apótek fyrir sjúkrahúsið. Heilbrigðisstarfsemi í meðferðarkjarna muni þannig vera hluti af annarri starfsemi í þeim húsum sem þegar eru til staðar á Hringbrautarlóð.
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira