SÍ brýnir fyrir bönkunum að bæta lausafjárstöðuna á næstu misserum

Viðskiptabankarnir verða að auka markaðsfjármögnun, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og samhliða huga að bindingu innlána til að treysta lausafjárstöðu sína til lengri tíma litið. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands.